Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 25
DV Fókus
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2004 25
Halldór Ásgrímsson
Hefur verið mjög duglegur
sem utanríkisráðherra, en ég
er þó ekki alltaf sammála hon-
um. Samviskusamur og hefur
alla burði til að standa sig vel
sem forsætisráðherra ef hann
fær ekkrmikinn mótbyr. Við
það mun hann eiga erfitt með
að sætta sig.
Jón Kristjánsson
Hinn mætasti maður sem
setur manngildið ofar auðgild-
inu einsog mér var ungum
kennt. Strangheiðarlegur mað-
ur sem ég vænti að verði áfram
í heilbrigðisráðuneytinu og nái
að leiðrétta þau mistök sem ég
tel að hafl verið gerð með nið-
urskurðinum á Landspítalan-
um - háskólasjúkrahúsi.
Valgerður Sverrisdóttir
Hefur að mörgu leyti staðið
sig vel þótt ég sé ekki sammála
ýmsum áherslum hennar. Var
helst til fljót á sér að samþykkja
sölu Landsbankans þegar
Rússapeningar buðust. Eignar-
aðild bankanna þarf að vera
dreifð, eins og tíðkast í ýmsum
löndum.
Guðni Ágústsson
Gengur ekki opinberlega í
berhögg við formann flokksins,
en það kæmi mér á óvart ef
þeir væru sammála í Evrópu-
málum og fleiri máium raunar.
Hefur náð ágætum tökum á
landbúnaðarmálunum og það
er einn helsti styrkleiki Guðna
að tala sama tungumál og
bændurnir. Framsóknarmaður
á svipaðri línu og ég.
Siv Friðleifsdóttir
Er harðdugleg og hefur
verið vaxandi í umhverfis-
málum. Stíf á sinni meiningu,
en hefur mildast í allri af-
stöðu, svo sem gagnvart um-
hverfisverndarsamtökum, þar
sem ég hef átt samstarf við
hana á vettvangi Landvernd-
ar. Virkjunarmálin eru um-
deild; ég vona að ekki verði af
Norðlingaölduveitu eða
stíflugerð við Laxá.
Mér finnst mikil áherslubreyting hafa
orðið í íslenskum stjómmálum síðan
ég hætti afskiptum af þeim fyrir ára-
tug. Mikils um vert er að þjóðarsáttin, sem náð-
ist í tíð minnar ríkisstjórnar, hefur haldið þótt
stjórnarherrarnir taki allan heiðurinn af þeirri
hagsæld sem við búum við í dag. Hins vegar
finnst mér einkavæðing í atvinnulífinu og frelsi
í peningamálum hafa gengið óþarflega hratt
fram. Leikeglurnar hefur skort og jafnframt
þyrftu eftirlitsstofnanirnar að vera öflugri," seg-
ir Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi for-
sætisráðherra.
Árni Magnússon
Framtíðarmaður í flokknum,
víðsýnn og alþýðlegur. Fór í
sumum málum óvarlega af stað,
sem ég skrifa á reikning reynslu-
leysis. Þar nefni ég meðaf annars
skerðingu atvinnuleysisdaga,
sem síðan var fallið frá. Mál sem
er dæmi um hve langt peninga-
öflin seilast í niðurskurði í fé-
lagslegum velferðarmálum. Árni
er næsti formaður.
„Þáð hefur lengi verið útbreidd skoðun innan Fram-
sóknar að ekki sé affarasælt að vera oflengi í stjórnar-
samstarfi undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Þetta við-
horfnær alveg aftur til tíma þeirra Eysteins og föður
míns, sem störfuðu eftirþví kjörorði að allt væri betra
en íhaldið."
Græðgin má ekki ráða ferðinni
Um þessar mundir eru liðin tíu ár síðan
Steingrímur Hermannsson hvarf af vettvangi
íslenskra stjórnmála, þar sem hann hafði verið í
forystu um iangt skeið. Lengi sem forystumað-
ur í Framsóknarflokknum og í forystu ríkis-
stjórnar í sjö'ár. DV heimsótti Steingrím í vik-
unni, þar sem rætt var um stjórnmálaviðhorfin
um þessar mundir. Talið barst fyrst að miklum
umsvifum ýmissa fjáraflamanna, sem oftar en
ekki hafa skapað miklar deilur í þjóðfélaginu.
„Það hefur alltaf setið í mér frá mínum fýrsta
þingvetri, árið 1971, þegar Ólafur Björnsson
prófessor, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
flutti ræðu þar sem hann sagði að frjálshyggjan
mætti aldrei verða svo eindræg og frelsið slíkt
að verstu eiginleikar mannsins, eigingirni og
græðgi, fengju lausan tauminn. Græðgin mætti
ekki ráða ferðinni. Þessum orðum háfa menn
gleymt. Þau hefðu þeir átt að hafa í huga í sam-
bandi við þá miklu einkavæðingu sem ráðist
hefur verið í, ekki síst einkavæðingu bankanna,
sem ég var þó alltaf hlynntur. En ég taldi, og tel
enn, mikilvægt að binda eignarhlut hvers aðila
við ákveðið hámark, eins og gert er í ýmsum
löndum í kringum okkur, segir Steingrímur.
Góð áhrif á umræðuna
Hann segir að margir þeir sem mest fer fyrir
í atvinnulífinu um þessar mundir séu menn
sem hann beri mikla virðingu fyrir.
,Jón Helgi Guðmundsson í BYKO er næsti
nágranni minn hér í Mávanesinu og mér hefur
fundist ánægjulegt að fylgjast með hvernig
hann hefur byggt upp sín fyrirtæki. Ég get held-
ur ekki séð hvaða ógn stafar af umsvifum
Baugs, svo sem í rekstri fjölmiðla. Var staðan
betri þegar Morgunblaðið hafði algjöra yfir-
burðastöðu á markaðnum og réð lögum og lof-
um? Hafði enga samkeppni, nema frá þessum
litlum flokksblöðum sem komu út svona að
nafninu til. Fréttablaðið virðist blómstra og
vonandi tekst ykkar tilraun með útgáfu DV. Allt
hefur þetta góð áhrif á umræðuna."
Á Alþingi fyrir fimmtán árum Steingrímur Hermanns-
son dregurýsur undir einhverri ræðunni sem virðist ekki
hafa verið ýkja skemmtileg, efmarka má myndina.
Of langt til hægri
Meðal markmiða í stefnuyflrlýsingu núver-
andi ríkisstjórnar eru skattalækkanir, sem fjár-
málaráðherra hefur sagt að komi til framkvæmda
strax að lokinni gerð kjarasamninga. Steingrímur
segir það sitt mat að sú ráðagerð sé óskynsamleg
og rími ekki við að einmitt á sama tíma sé verið
að skera niður framlög og þjónustu, svo sem á
Landspítalanum, í menntakerfinu og hjá lögreglu
- svo dæmi séu teknin.
„Mér hugnast þetta ekki. Sjálfur skal ég glaður
greiða mína skatta, verði áfram haldið uppi þeirri
velferðarþjónustu sem ég hef talið einn helsta
styrkleika okkar þjóðfélags. Varðandi niðurskurð
á Landspítalanum hefur raunar verið bent á að
útgjöldin þar hafi ekki aukist á undanförnum
ámm, sé tekið tillit til verðbólgu og annarra
þátta," segir Steingrímur og bætir við að niður-
skurðurinn sé að sínu mati dæmi um þau tök
sem fjármálaöflin og auðhyggjan hafi alltof víða.
„Áherslur ríkisstjórnarinnar em komnar
lengra til hægri en ég get sætt mig við. Ég vænti
þess þó að lón Kristjánsson, sá mæti maður,
muni leggja sitt af mörkum til að breyta þessari
þróun. Hann setur manngildið ofar auðgildi, eins
og alltaf hefur verið mín lífssýn," segir Steingrím-
ur.
Allt er betra en íhaldið
Þann 15. september í haust verða, sem kunn-
ugt er, þær breytingar á ríkisstjórninni að Hall-
dór Ásgrímsson tekur við forsæti hennar og
Davíð Oddsson fer væntanlega í dómsmálaráðu-
neytið.
„Það hefur iengi verið útbreidd skoðun inn-
an Framsóknar að ekki sé affarasælt að vera of
lengi í stjórnarsamstarfi undir forystu Sjálfstæð-
isflokksins. Þetta viðhorf nær alveg aftur til tíma
þeirra Eysteins og föður míns, sem störfúðu eft-
ir því kjörorði að allt væri betra en Ihaldið. Mið-
að við kringumstæður - þær að vera í samstarfi
við Sjálfstæðisflokkinn, jafn öflugan og með jafn
sterkan leiðtoga og hann er í dag - held ég að
framsóknarmenn hafi þurft að sýna mjög mikla
seiglu til að verða ekki undir með sín stefnumál.
Þetta hefur þó tekist sæmilega, sýnist mér, þótt
stefnu Sjálfstæðisflokksins, frjálshyggjunnar,
gæti mun meira í stjórnarsamstarfinu en mér
flnnst gott," segir Steingrímur.
Um utanríkismálin segir hann að Halldór
Ásgrímsson hafi verið samviskusamur og kom-
ið miklu tii leiðar. „Umsvifm eru kannski helst
til of mikil. Sníða þarf stakk eftir vexti. Og í Evr-
ópumálunum er ég miklu frekar á lfnu Davfðs
en Halldórs. Innganga í ESB er fráleit fyrir ís-
lendinga. Ég fæ ekki séð neitt sem mælir með
inngöngu. Til dæmis eru meðaltekjur íslend-
inga hærri en í öllum aðildarlöndum ESB utan
Lúxemborgar og atvinnuleysi miklu minna, svo
eitthvað sé nefnt."
Davíð verður bakhjarl
í ævisögu sinni segir Steingrímur Her-
mannsson að einn helsti veikleiki Halldórs Ás-
grímssonar sé einþykkni og það að geta illa tek-
ið gagnrýni. „Ég hef í engu breytt þessari skoð-
un minni. I okkar langa samstarfi komu oft upp
slík mál. Hann vill keyra mál í gegn þegar á móti
blæs. Kannski má líka segja að þetta sé styrk-
leiki og minn veikleiki sé að vera of eftirgefan-
legur. Það hvernig Haildórs spjarar sig í forsæt-
isráðuneytinu mun að talsverðu leyti ráðast af
aðstæðum og hvernig vindar blása í Sjálfstæðis-
flokknum. Þetta ræðst mikið af því hvort Davíð
verður áfram í ríkisstjórn og heldur utan um
sína hjörð," segir Steingrfmur, og vísar í þessu
sambandi til ríkisstjórnarinnar sem sat 1983.
Þar var hann í forsæti sem leiðtogi minni
stjórnarflokksins.
„Samstarfíð þar gekk vel, sérstaklega til að
byrja með. Þá var Geir Hallgrímsson formaður
flokksins og sat í utanríkisráðuneytinu. Geir er
einhver heiðarlegasti maður sem ég hef unnið
með og meðan hann réð gekk samstarfið í ríkis-
stjórn vel. Geir fór úr ríkisstjórninni haustið
1985 og Þorsteinn Pálsson, sem þá var orðinn
formaður, kom inn í hans stað. Þá fór drauga-
gangurinn af stað. Ég vona að þessi saga endur-
taki sig ekki núna. Davíð er heill maður, eins og
ég þekki hann, og sitji hann áfram í ríkisstjórn
verður hann bakhjarl Halldórs."
Magnússynir framtíðarmenn
Ráðherrar Framsóknarflokksins, allir utan
Halldór, eru sem standandi á heitum kolum í
þeirri óvissu sem ríkir um hver þeirra víkur þeg-
ar ráðherrum Framsóknarflokksins fækkar um
einn í september næstkomandi.
Steingrímur kveðst engu vilja spá um hver
þeirra þurfl að víkja, en palladómar hans um
ráðherrana sex birtast hér á síðunni. Hvað
varðar lengri framtíð kveðst hann telja líklegt
að Árni Magnússon, eða bóðir hans Páll, veljist
til forystu í flokknum. „Þeir eru alþýðlegir, fé-
lagsiega sinnaðir og öfgalausir, rétt einsog þeir
eiga kyn til," segir Steingrímur, sem kveðst lítil
afskipti hafa af málum í Framsóknarflokknum.
Slíkt sé kannski affarasælast þegar menn hafi
ekki lengur þau áhrif og tök á hlutunum sem
metnaður þeirra standi til."
Það sem sannara reynist
Stundum hefur verið sagt að nöfn og per-
sónur manna sem hafa verið í forystu í stjórn-
málunum gleymist fljótt þegar þeir hverfa af
sjónarsviðinu. Steingrímur segist að nokkru
leyti finna fyrir þessu, að minnsta kosti sé hann
í mjög litlu sambandi við þá menn sem ráða
málum í Framsóknarflokknum í dag.
„Vissulega gremst manni stundum þegar
hlutur manns í sögunni er jafnvel vísvitandi
gerður smærri en efni standa til. Til dæmis
sárnar mér að þáttur minn og ríkisstjórnar
minnar sem sat frá 1988 til 1991 við að koma á
þjóðarsátt í efnahagsmálum með kjarasamn-
ingunum 1990 sé fyrir borð borinn. lafnvel hef-
ur verið sagt að ríkisstjórn Davíð Oddssonar
hafl komið á stöðugleika í efnahagsmálum. Það
er eins og þjóðarsáttinni hafl verið stolið frá
mér og minni rikisstjórn. Þessu hafa Framsókn-
arflokkurinn og fleiri raunar ekki mótmælt sem
vera skyldi. Hafa skal það sem sannara reynist."
Hlutlausari en ég bjóst við
Fjölmörg viðfangsefni mæta Steingrími Her-
mannssyni á degi hverjum. Hann situr í stjórn-
um ýmissa samtaka, svo sem á sviði umhverfis-
mála sem eru honum mjög hugleikin. „Raunar
kem ég það víða við að ég þarf frekar að gæta
þess að færast ekki of mikið í fang," segir Stein-
grímur, þar sem við sitjum á heimili hans í
Mávanesi. Þaðan blasir forsetasetrið Bessa-
staðir við, þar sem situr Ólafur Ragnar Gríms-
son.
„Ég hef þekkt Ólaf Ragnar í nær fjörutíu ár,
eða alveg frá því hann fór fyrst að láta að sér
kveða í stjórnmálum. Þegar hann var kjörinn
forseti sagði ég honum að hlutleysið myndi
reynast honum erfitt. Ólafur er þeirrar gerðar
að hann á erfitt með leyna afstöðu sinni eða
vera hlutlaus. Þó verð ég að segja að hann hef-
ur staðið sig betur í því en ég bjóst nokkru sinni
við. Hins vegar þykja mér þær deilur milli for-
setans og forsætisráðherra sem upp komu á
dögunum slæmar og bera vott um einhvern
stráksskap sem ég kann ekki að skýra. Ríkis-
ráðsfundir voru í minni tíð alltaf haldnir með
góðum fyrirvara og í fullu samráði við forseta
Islands," segir Steingrímur Hermannsson að
síðustu.
sigbogi@dv.is