Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 28
28 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 Fókus DV Kiíling-gengið er eins konar Spaugstofa þeirra Svía. Hópurinn hefur nú gert kvikmynd sem þykir eitt mesta stórvirki sænskrar kvikmyndagerð- ar síðan Bergman gerði Fanny og Alexander. Helga Brekkan fór í bíó og þótt myndin sé meira en þrír klukkutímar að lengd klöppuðu áhorfend- ur að henni lokinni. Hún heitir Fjögur blæbrigði afbrúnu. Myndin hefst á loftmyndum áf Svíþjóð; flugvél flýgur yfir landslag, bæi og borgir. Svo heyrist rödd: „Það á að vera gaman að lifa." Það er milljónamæringurinn Stig H. Lindberg sem talar og hann er dauður. Eins og í hinni þekktu mynd Sunset Boulevard er það lík sem seg- ir sögu sína. Og þó aðeins eina af fjórum sög- um. Þrír harmleikir .og jarðarför ... gæti þessi kvikmynd heitið þótt Fyra nyanser av brunt sé líka fallegt nafn. Fjórar sögur sem gerast eftir endilangri Svíþjóð. Stífur hóteléigandi með ævi- áskrift að Wallpaper bíður eftir heimsókn foreldra sinna á strand- hótel sem hann er nýbúinn að láta gera upp. Foreldrarnir eru báðir töframenn. Lengra fyrir sunnan, á Skáni, er faðir að peppa upp son sinn á ung- lingsaldri sem þjáist af skólaleiða. í Gautaborg hefur námskeið f matargerð farið úr böndunum þvf þátttakendurnir eru sestir við að ræða önnur vandamál sín en þau sem heyra til eldavélinni. í Dölunum hittast þrír bræður sárnauðugir til að jarða föður sinn. Samkvæmt fyrirmælum hans á jarð- arförin að fara fram á austurlenskan hátt. Tengjast þessar sögur eitthvað hver annarri? Álrorfendur fá að svara þeirri spurningu hver fyrir sig. Þetta eru fjögur blæbrigði af brúnu. Sönnun þess að Svíar geta víst verið fyndnir Myndin var frumsýnd nýlega á stærstu kvikmyndahátíð Svíþjóðar sem fram fór í Gautaborg. Leikstjór- inn er Tomas Alfredsson en handrit- 'ið er skrifað af þekktum hópi leikara og handritshöfunda sem kalla sig Killing-gengið. Það hefur stundum verið kallað sænska útgáfan af hin- um breska Monty Python-hópi. Þeir Robert Gustavsson, Jonas Inde And- ers Lokko, Johan Rheborg og Henrik Schyffert hófu samstarf sitt árið 1991 og hafa verið lúsiðnir síðap. Fjögur blæbrigði af brúnu er fyrsta kvik- mynd þeirra í fullri lengd, en undir nafni Killing-gengisins hafa þeir skrifað og leikið í sjónvarpsþáttum, leiksýningum, útvarpsþáttum; þeir hafa gefið út bækur og gert stutt- myndir. Sjónvarpssería þeirra, Nilecity 105,6, gerist á frjálsri út- varpsstöð sem er til húsa á efri hæð slökkvistöðvar. Þar er óhætt að segja að kenni ýmissa grasa. Eins og kollegar þeirra hjá Monty Python (og hinni íslensku Spaugstofu) eru sumir Killing-félagar frægir fyrir hversu gaman þeir hafa af því að leika konur - og hversu vel þeim tekst það. Stundum hafa þeir verið sakaðir um of illgirnislegan húmor en þeir láta það li'tið á sig fá. Alla vega má segja að þeir séu góð sönn- un þess að Svíar geti víst verið fyndnir. En eftir alla þessa skemmtilegu sjónvarps- og útvarpsþætti og ann- að sprell fór ekki hjá því að sumum kvikmyndahússgestum brygði við að sjá frá þeim þessa alvarlegu mynd, Fjögur blæbrigði... Höfundarnir fengu ekki að koma í klippiherbergið Því alvarleg er hún, þótt ég gæti ekki annað en skellihiegið oft og tíð- um þegar ég fór að sjá hana í vikunni. Þetta er einfaldlega snilldarleg lýsing á lífi fólks í Svíþjóð í dag og um leið hvar sem er í okkar vestræna heimi. Það var troðfullt í bíó og áhorfendur klöppuðu í lokin, sem ekki er nú van- Fjögur blæbrigði af brúnu Ný kvikmynd Killing- gengisins. „Það var troð- fullt I bló og áhorfendur klöppuðu I lokin, sem ekki ernú vaninn þegar um venjulega sýningu er að ræða," segir Helga Brekkan i grein sinni um myndina. Tomas Alfredsson leikstjóri Hann ersonur Hans Alfredsson kvikmyndaleikstjóra sem leik- stýrði m.a. Vargens Tid þar sem Gunnar Eyjólfsson lék eitt aðal- hlutverkanna. Titill: Fyra nyanser av brunt Leikstjórn: Tomas Alfredsson Handrit: Killing-gengið Leikendur: Killing-gengið, Maria Kulle, Anna Björk, Anders Johannisson, Karin Ekström, Iwar Wiklander, Ulf Brunnberg, Sofia Helin o.fl. í Dölunum hittast þrír bræður sárnauðugir til að jarða föður sinn. Samkvæmtfyrirmæl- um hans á jarðarförin að fara fram á austur- lenskan hátt. inn þegar um venjulega sýningu er að ræða. Þó er rnyndin 'engin smásmíði, hvorki meira né minna en þrír klukkutímar og tólf mínútur að lengd. Síðast þegar svona löng sænsk kvikmynd var sýnd í bíó var þar á ferð enginn annar en meistari Ingmar Bergman með rriynd sína um Fanny og Alexander. Bergman var hinn mikli auteur holdi klæddur; hann réð öllu einn og sjálfur. Killing-gengið gæti ekki verið ólikara honum með sína hópvinnu og hugmyndaflæði. En án lrinnar styrku handar ’Tomasar Alfredssons hefðu allar þessar hugmyndir þó aldrei orðið að almennilegri kvik- mynd. „Tomas Alfredsson leyfði strákun- um í Killing-genginu ekki að koma inn í klippiherbergið," sagði mér klippari myndarinnar, Louise Bratt- berg. Hún lifði og hrærðist með Fjór- um blæbrigðum í meira en heilt ár. „Þegar búið var að taka upp þessar íjórar sögur vissi enginn hvernig hægt væri að koma þessu saman í eina mynd. Við lágum yflr þessu tínrunum saman. Það eina sem strákarnir voru með á hreinu þegar þeir byrjuðu var að þetta ætti að verða löng mynd. Þeir voru alveg klárir á því.“ Margir litlir leikstjórar og einn stór Hvert sóttu þeir innblástur í myndina? „Sagolandet eftir Jan Troell, heim- ildarmynd sem lýsir Svíþjóð með stuttum sögum frá mörgum lands- hlutum, hafði mikil áhrif á þá,“ segir Louise. „Einnig ýmsir aðrir sænskir kvikmyndagerðarmenn eins og Tom Alandh, Stefan Jarl og fleiri. Þvf er heldur ekki að neita að þeir eru mjög hrifnir af bandarísku myndinni Magnoliá. Fjögur blæbrigði minna kannski töluvert á hana en er að því leyti ólík að sögurnar tengjast ekki hver annarri." Hvernig var myndin unnin? „Upptökurnar fóru fram á þremur tímabilum. Fyrstu tökur voru á Skáni og í Gautaborg, síðan í Dölunum. Svo var beðið eftir vetrinum til að taka upp fleiri senur í Dölunum. Ég klippti fyrri hlutann fyrst en eftir að tökum lauk sátum við Tomas Alfredsson leikstjóri við klippiborðið í meira en ár. Strákarnir í Killing-genginu komu r'T , ' } af og til í bíósalinn að skoða hvað við vorum að gera og af því spunnust að sjálfsögðu miklar umræður. Það gengur ekki alveg árekstralaust að gera kvikmynd á þennan hátt. Það voru margir litlir leikstjórar og svo einn stór. En útkoman er góð og ég held að allir séu sammála um að þessi mynd sé stórvirki í sænskri kvikmyndasögu. Bara loftmyndirnar úr þyrlunni voru margir klukkutfmar. Ég held að hvert éinasta tré, vatn og borg í Sví- þjóð hafl verið myndað. Eg bað Tom- as að gjöra svo vel að velja þær myndir. Ég hafði alveg nóg að gera með hitt.“ Hin danska smekkleysa Svo mikið er víst að bæði Tomas Alfredsson og Louise Brattberg hafa unnið þrekvirki með klippingunni. Þeim tekst að skapa eina heild úr fjór- um aðskildum sögum og halda sterk- um þræði í gegnurn alla myndina. Leikaravalið hefur líka tekist mjög vel. Til dæmis fer Maria Kulle á kost- um sem Anna á Skáni. f lok myndar- innar skrifar hún bréf til „fósturson- ar“ síns sem les það einhvers staðar á öskuhaugum í Suður-Ameríku. Hún segir honum upp sem fósturbarni. Þessi sena er einhver sú grimmasta og um leið einhver sú fyndnasta sem ég hef séð í sænskri kvikmynd. Önnur eftirminnileg persóna er danski elskliuginn Perikles. Hann er leikinn af hinum þekkta danska leik- ara Finn Nielsen. Perikles er alltaf klæddur eins og „en dansk pölsem- and“, sólbrenndur í sundskýlu og skyrtu ffá Brugsen. Hann er allt það

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.