Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004
Fókus DV
Voðaverk geðklofans Peters Griffith vekja enn sama hroll og þegar þau voru framin fyrir hálfri öld
Hjúkrunafræðingurinn hafði rétt
litið á hina þriggja ára June Devan-
ey, allt virtist vera í lagi og öll börn-
in voru steinsofandi. June hafði
komið daginn áður vegna brjóst-
verkja en átti að útskrifast á morg-
Sérstæð sakamál
un. Hún var elsta barnið á barna-
deild spítalans þennan dag og sú
eina sem farin var að tala. Korter
yfir eitt eftir miðnætti fór hjúkkan
enn eina ferðina til að athuga um
börnin. Henni til mikillar skelfingar
var June horfin. Það fyrsta sem upp
kom í huga hennar var hvernig í
ósköpunum þriggja ára barn hefði
komist upp úr þessu háa rimlarúmi
en því næst leiddi hún hugann að
því hver hefði getað rænt henni.
Hver hefði haft tækifæri til þess.
Það sem hjúkkan vissi ekki á
þessari stundu en staðfest var
seinna af dómara var að sá seki
hafði læðst inn skólaus milli klukk-
an 12.15 og 1.15 en hvernig það
tókst skipti ekki máli núna. Farið
hafði verið með June út og við hlið-
arvegg sjúkrahússins var henni
nauðgað á viðstyggilegan hátt á
meðan höfuð hennar slóst í vegg-
inn. Lögreglan lýsir hinni ömurlegu
atburðarás: „Það voru stórir mar-
blettir yfir allt andlitið og hauskúp-
an margbrotin. Annar fóturinn var
þakinn mari sem auðveldlega hefði
getað myndast vegna fastra hand-
taka. Blóðslettur voru upp um allan
vegginn og aðkoman þannig að
greinilegt var að haldið hafði verið
um fætur barnsins á meðan því var
slegið utan í vegginn."
Hver sem var gat getið í eyðurn-
ar. Sterkbyggður karlmaður hafði
greinilega svalað brengluðum fysn-
um sinum á viðkvæmum líkaman-
um og drepið barnið í látunum.
Mesta lögreglurannsókn
til þessa
Aldrei áður hafði almenningur í
Blackburn.orðið jafn reiður og fyllst
jafn miklum viðbjóði og aldrei áður
hafði lögreglan ráðist í jafn
viðamikla rannsókn.
Það eina sem lögreglan hafði til
að komast á sporið var eitt mikil-
vægasta sönnunargagnið, fingraför-
in. Sá seki hafði tékið utan um
ÍJösku, sem var á borði við hliðina á
rúmi June, og sett hana á gólflð. En
til þess að fingraför komi að notum
verður lögreglan að finna önnur
sem passa. Fingraför allra afbrota-
manna Skotlands voru athuguð en
engin pössuðu, sem þýddi að morð-
inginn hafði hreina sakaskrá. Eftir
„Þegar ég setti hana
niðurá grasið öskraði
hún enn hærra og ég
missti stjórn á mér og
þið vitið restina
að hafa sent afrit til allra fingrafara-
sérfræðinga heimsins voru allir
karlmenn bæjarins eldri en 16 ára
athugaðir, sem þýddi meira en 46
þúsund fingraför. Sérfræðingar
eyddu ótal stundum í að bera förin
saman og staðnæmdust loksins eft-
ir tvær umferðir. Sá grunaði var 22
ára atvinnulaus fyrrverandi nætur-
vörður sem bjó hjá foreldrum sín-
um.
Önnur atriði rannsóknarinnar
smullu nú saman eitt af öðru. Skó-
far Peters Griffith var það sama og
fannst inni á sjúkrastofunni og
þræðir sem fundust á líkinu voru af
sömu tegund og einu fötin sem
Griffith átti. Stuttu eftir handtöku
hans lá játning fyrir.
Rólyndur einfari
Á yfirborðinu virtist Peter
Griffith allt annar maður en voða-
verk hans bar vitni um. Flestir lýstu
honum sem snyrtilegum og rólynd-
islegum ungum manni. Fjölskylda
hans var fátæk en heiðarleg, bak-
grunnur hans lýtalaus. Hann átti
enga vini og eina stelpan sem hann
hafði verið með hafði sagt honum
upp vegna drykkjuskapar. En hann
hvorki drakk mikið né gerðist of-
beldisfullur með víni.
I játningu sagði Griffith: „Ég fór
inn og heyrði að hjúkkan var að þvo
upp svo ég beið þar til hún var farin.
Þá fór ég inn og náði í stelpuna. Hún
hélt utan um hálsinn á mér en grét á
meðan ég fór með hana út. Þegar ég
setti hana niður á grasið öskraði
hún enn hærra og ég missti stjórn á
Barnaníðingur Peter Griffith var geðklofi.
mér og þið vitið restina."
Griffith dró játningu sína tii baka
en vegna sönnunargagna fékk hann
ekki að stíga í vitnastúkuna. Geð-
læknar töluðu hins vegar fyrir hans
hönd. Þeir sögðu hann geðklofa og
að sá persónuleiki, sem tekið hafði
yflr, hefði ekki getað gert sér grein
fyrir óhugnaðnum í verknaðnum
sem hann framdi.
Saksóknarinn sótti að geðlækn-
unum og spurði hvort þeir álitu ekki
að geðveikin hefði yfirtekið Griffith
þegar hann missti stjórn á skapinu.
„Rétt,“ sögðu geðlæknarnir. „En af
hverju nam hann hana úr rúminu?"
Þvf gátu geðlæknarnir ekki svarað.
Eftir nokkrar flækjur með játn-
inguna sá Griffith loks að baráttan
var töpuð og sagðist vona að hann
fengi það sem hann ætti skilið.
Hann fékk það.
Yfirlitsmynd yfir sjúkrahúsið A sýnir hvaðan June var rænt. B sýnir hvar likið fannst.