Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 35
r LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 35 DV Sport Slegist um bikarinn Húsviking- urinn Guölaugur Arnarsson, fyrir- liöi Fram, tekst hér á um bikarinn eftir-sótta viö Akureyringinn Jónatan Magnússon, fyrirliða KA. Þeir félagar verða báðir í sviösljósinu i Höllinni idag og annar þeirra mun síðan lyfta bikarnum i leikslok. var illfáanlegur til þess að spá því hvort liðið færi með sigur af hólmi en gaf sig að lokum eftir mikinn þrýsting frá blaðamanni. „Þetta verður mjög skemmti- legur leikur og ég geri ráð fyrir því að hann verði mjög jafn eins og venjulega. En ef ég yrði að setja pening á leikinn þá myndi ég setja hann á Eyjaliðið," sagði Stefán Arnarsson landsliðsþjálfari. henry@dv.is Enn er óljóst hvort Veigar Páll Gunnarsson fer til norska liðsins Stabæk. Farmiði Veigars til Spánar hefur verið afpantaður á meðan Stabæk og KR ræða saman. Veigar er ekki sáttur og segist staðráðinn í að fara til Noregs. Otilokar ekki að hætta hjá KR Óánægður með KR og ætlar út Veigar Páll vandar stjórn KR ekki kveðjurnar og segir hana svlkja gefin loforð. Hann útilokar ekki að hætta hjá KR gefi félagið sig ekki. Illindi eru hlaupin í deilu Veigars Páls Gunnarssonar og KR. Veigar vill ganga í raðir norska félagsins Stabæk, sem hefur boðið honum að koma, en KR segir hann samningsbundinn félaginu og því megi hann ekki fara án greiðslu. Veigar er á öðru máli þótt hann hafi skrifað undir leikmannasamning við KR í byrjun árs. Hann gerði nefnilega aldrei svokaUaðan KSÍ-samning við Vesturbæinga og því telur hann sig lausan allra mála kjósi hann svo. Veigar er hundfúll út í stjórnarmenn KR og telur þá standa í vegi fyrir því að hann komist í atvinnumennsku. Veigar er það fúll að ekki er víst að hann spili með KR næsta sumar jafnvel þó að hann komist ekki til Noregs. „Staðan er þannig að KR og Stabæk eru núna í viðræðum og ég ætla ekkert að skipta mér af því. Ég bíð bara og sé hvað gerist í málinu en ég vona að það fari allt á góðan veg,“ sagði Veigar í samtali við DV Sport í gær. Upphaflega stóð til að Veigar færi til Spánar um helgina þar sem hann ætlaði að æfa með Stabæk. Af því verður ekki. „Ég fer ekkert út fyrr en KR og Stabæk hafa náð að leysa þennan hnút sem stendur í vegi fyrir því að ég komist út. Það var sameiginleg ákvörðun allra sem koma að málinu," sagði Veigar, sem er ekki orðinn svartsýnn á að málin gangi upp. Vilja kannski ekki borga Hann er aftur á móti ekki ánægður með gang mála. „Eg er ekkert viss um að Stabæk vilji borga einhvern pening fyrir mig. Þeir vissu að ég var eiginlega frjáls og þeir stóðu í þeim skilningi. Ég hélt það reyndar líka,“ sagði Veigar en það vekur vissulega athygli að hann skuli segja að „Ég veit ekkert hvað ég geri efsú staða kemur upp að ég kemst ekki út. Ég útiloka ekki þann möguleika að spila ekki með KR efég kemst ekki út." Stabæk-menn hafi talið sig ósamningsbundinn þar sem þeir hafa sent KR-ingum fax þar sem þeir óska eftir viðræðum við félagið um Veigar. „Ég þekki það ekki nógu vel en það sem ég veit er að leikmaður sem er ekki búinn að skrifa undir KSÍ-samning er ekki samnings-bundinn. Leikmannasamningurinn tekur ekki gildi fyrr en búið er að skrifa undir KSI-samninginn," sagði Veigar, en af hverju var hann ekki búinn að skrifa undir KSÍ- samninginn? KR stóð ekki við sitt „Ástæðan er sú að KR var ekki að standa við viðbótina við launasamninginn sem við höfðum rætt um. Það voru ákveðnir hlutir sem hafði verið rætt um munnlega og ég vildi fá skriflega en þeir stóðu ekki við það. Þess vegna vildi ég ekki skrifa undir KSÍ-samninginn. Ég vildi leysa hitt fyrst," sagði Veigar en hann neitaði aðspurður að hafa þegið laun samkvæmt nýja samningnum. „Nei, ég hef ekkert fengið greitt írá KR síðan ég gerði nýja samninginn. Ég hefði átt að vera búinn að fá borgað en þeir hafa ekki viljað greiða fyrr en ég skrifa undir KSÍ-samninginn.“ Veigar játaði að málið væri orðið mun flóknara og erfiðara en hann gerði ráð fyrir í fyrstu. Han'n segir ekki gaman að standa í slíkum deilum og hann er langt frá því að vera sáttur við stjórnarmenn KR-inga. Sviku gefin loforð „Mér finnst þetta alveg hundleiðinlegt og ég er hund- óánægður með þetta. Síðustu þrjú ár á fslandi hefur ekki einn maður farið út í atvinnumennsku frá íslandi og svo loks þegar það gerist ætlar félagsliðið að hindra að það geti gerst. Mér finnst það hálfömurlegt og ég er alls ekki sáttur við þátt KR-inga í málinu. Ég mun ekki gefa mig. Eg ætla mér út og sérstaklega eftir þá framkomu sem mér hefur verið sýnd. Forráðamenn KR voru búnir að lofa mér því að þeir myndu ekki standa í vegi fyrir því að ég kæmist út ef ég fengi tækifæri til þess. Það er nákvæmlega það sem þeir eru að gera núna,“ sagði Veigar. Hætti kannski hjá KR Miðað við þessi orð er ljóst að það er lítil ást á milli Veigars og KR þessa dagana. Veigar er jafnvel tilbúinn að ganga svo langt að spila ekki með KR næsta sumar standi félagið í vegi fyrir því að hann komist til Noregs. „Ég veit ekkert hvað ég geri ef sú staða kemur upp að ég kemst ekki út. Ég útiloka ekki þann möguleika að spila ekki með KR ef ég kemst ekki út,“ sagði Veigar, sem annars hefur liðið mjög vel í KR og hann hefur hingað til ekki haft neina ástæðu til þess að kvarta undan KR-ingunum. „Mér hefur liðið mjög vel hjá KR undanfarin tvö ár og verið ánægður með allt hjá félaginu. Svo kemur þetta allt í einu upp og mér fmnst þessi hegðun mjog ólík því sem ég hef átt að venjast hjá félaginu." Boltinn hjá Stabæk Kristinn Kjærnested, stjórnar- maður hjá KR-Sport hf., vildi lítið ræða mál Veigars þegar DV Sport hafði samband við liann í gær. Hann sagði KR telja Veigar vera samningsbundin félaginu enda hefði hann gert samning ■ við félagið í byrjun árs. Félagið hefði fengið senda fyrirspurn á faxi frá Stabæk um Veigar sem hefði verið svarað. Stabæk hefði ekki enn svarað bréfi KR-inga og því væri boltinn hjá Norðmönnunum. henry@dv.is 149 kr. skeytiö ERT PÚ Á LEIÐINNI T|L VEGAS? • v&ffíSiÍ* britn 2 + SPEARS PÚOG VINIR VEGAS $1000 Sendu SMS skeytið ^tÆiÍí numeriði | JIll og þú gætir verið á leiðinni ílúxusferð til LASVEGAS að sjá BRITNEY SPEARS. FULLT AF AUKAVINNINGUMI ICELANDAIR jpm- Á hverjum virkum degi er einn heppinn þáttakandi dreginn út hjá Svala á FM 957 og fær hann flugmiða til London fyrir 2 með lcelanþair. 3.mars dregur Svali út aðalvinninginn í beinni á fm 957 sem er ferð fyrir 3 til Las Vegas, svíta á MGM hótelinu, miðar á Britney Spears tónleika og 1000 dollarar í eyðslufé. Með hverri þáttöku eykur þú líkurnar á því að sjá Britney Spears. y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.