Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Page 43
DV Fókus LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 43* Baltasar Kormákur og leik- hópur Þjóðleikhússins hafa búið til leikgerð eftir sög- unni Þetta er allt að koma eftir Hallgrím Helgason. PállBaldvin Baldvinsson fór skemmti sér aldeilis I unglega og spáir sýni unni vinsældum. Það má til sannsvegar færa að skáldsögur HaUgríms Þetta er allt ..og 101 eru séríslensk samloka, þær gera gagnstæðum eðlisþáttum í þjóðar- þelinu skil: björtu og svörtu, dug og dáðleysi, konu og karli. Lesnar sam- an skila þær glöggri rýni á yfír- borðseintök, strák og stelpu af tiltek- inni kynslóð í Reykjavík í lok síðustu aldar. Þetta eru móralískar borg- aralegar 'skáldsög- ur, óstöðugar í afstöðu sökum þess að höfundurinn er íroníker og ólík- indatól, en hafa í bakgrunni víða sjónarrönd í samfélagi okkar. Ekki held ég að það hafi verið útpælt hjá HH en þannig kemur það út. Leikhús Balti er bilaður Það datt manni fyrst í hug við þau tíðindi að til stæði að koma lífs- hlaupi Röggu Birnu á svið. Sagan er fjarri því að vera dramatísk, frásögn brotakennd og skrykkist áfram í uppákomum - flutningur og endur- holdgun á sviði verður ævintýri á gönguför, svipmyndaflaumur: Aug- lýsingadeildin við Hverfisgötu kallar þetta rússibanaferð og það er sönn lýsing. Það hefur að öllu leyti tekist vel að flytja verkið frá bók á svið. Þetta er skemmtileg leiksýning og höfundunum, sem eru margir, tekst að drepa víða við. Hún er energísk, var dálítið strekkt á frumsýningu en fékk júblandi viðtökur, þarf næði til að festa það breytilega tempó sem leikstjórn markar henni. Hallgrímur er hálfur Hér er ekki pláss né pligt að greina frá sögunni. Ragga Birna er erkitýpa nútíma úr neðri stéttum borgaranna, komin af handverks- mönnum einsog sagt var, partur af þeim ákafa og duglega hluta samfé- íagsins sem brýst til mennta og vill setja mark sitt á heiminn. Saga hennar verður að vissu leyti harm- saga og sá þáttur verður skýrari í leiksýningunni en í útgáfu HH. Þannig megnar leiksýningin að draga fram dýpri og sárari tón á afar nærfærinn en fínan máta, tón sem hverfur í sagnalist HH í orðaflaumn- um. Víkjum að því síðar. Grétar rules! Á sviðinu er stór hvítur kassi klæddur rýjateppi að innan í hólf og gólf. Sex gáttir eru á kassanum og um þær liggja rennigangar. Á veggj- um eru smáar og stórar rifur. Gretar Reynisson hefur áður gert tilraunir með kassa en hér vinnur hann hug- myndina vel út og leysir ásamt Birni ljósameistara lýsingarvandann af stakri snilld. Það er glæsilegur partur sýningarinnar. Hér koma saman forn tækni rennunnar, göt og rifur frá Svoboda, stærsta hugsuði síðustu aldar í leik- myndum, og hugkvæmni Gretars. Sýningin verður því glæsileg í fjöl- breytileika myndanna. En það væri til lítils ef hreyfmgin, sem hefur til- hneigingu til að verða einslit, lyti ekki margskonar hreyfimynstrum Helenu Jónsdóttur. Aftur tekst vel til. Engu er ofaukið í myndvissu hennar sem er styrkt frábæru búningarófi Helgu Stefánsdóttir. Útlit er því fýrsta flokks. Kast og kenjar Baltasar hefur lagt áherslu á að- komu leikhópsins við vinnslu verksins. Þetta er yngri partur af leikarahópi Þjóðleikhússins. Þau hafa flest unnið skemur en tíu ár í list sinni. Þau eru örugg án þeirrar sjálfsánægju sem oft má greina í stapa þjóðarleikhússins. Leikmát- inn er ýkinn á hófstilltan máta með samræmdum stíl, jafnvel brugðið á líkamlega tjáningu sem minnir á mekanik, holdgun og taktvissar hreyfingar. Athyglisverð vinna. Það er hætta á að orð berist illa í þetta bólstruðum kassa og því eru stöður gjarnan í línum og talað fram og heyrist.. oftast. öllum í hópnum gefst svo tækifæri í ótalmörgum smárullum að móta eina tvær skýrar og klárar persónur: hér skal nefna Þórunni sem er óborganleg Herma vinkonu Röggu, Elva Ösk sem móðir hennar og tengdamóðir, Þröstur Leó sem föðurbróðir, og Kjartan í kyn- lausum nágranna og sem Sigurður seinni maður Röggu. Atli Rafn skilar fyrra manninum með prýði, einkum er á líður. Adi er að verða typecast í Þjóðleikhúsinu. Margir drættir í þessari persónu minntu á persónu í Pabbadreng, sama má segja um Valdimar Flygenring. Það er skylda leikstjóra og leikhússtjóra að gæta starfs- manna sinna svo annað eins gerist ekki. Lolla og kó Þá er það hún Brynhildur sem alltaf fangar auga manns og getur allt og gerir allt svo vel. Það er erfitt fyrir ungan kraft eins og Þórunni Ernu að lenda í svona slag, en hún drífur sýninguna áfram lengi fram- anaf að vísu á nokkuð þröngu sviði en fullkomlega sannfærandi og sig- urviss, jákvæð og góð, full af barns- legri blekkingu um heiminn og er- indi sitt. Þórunn vinnur óneitanlega sigur í hlutverkinu og ber að fagna því. Hinn helminginn af Röggu Birnu leikur Ólafía Hrönn. Lengi vel rekur hún sögu Röggu utan rammans og leikur á meðan nokkur smáhlutverk en skreppur svo inn í kassann og tekur yfir Röggu Birnu. Það er Ólaf- ía Hrönn sem rympar þessari sýningu saman í lokapartinum, sparkar botninum úr glensinu og gefur verkinu þunga og dýpkar það. Það er engin leikkona á íslandi sem er jafn fínleg í túlkun og hún Ólafía þegar hún er best. Hún skreppur úr gasalegum gervum föðursystur í fermingu í timbraða húsfrú á Rintini í smábarn og kenjakrakka og lýkur svo verkinu hviss með bravúr þegar söguhetjan hefur tap- að í draumi sínum um fullkomleik- ann. Að leika tveim Það skapast í sýningunni einhver óvissa eins og erindi hennar sé ekki fullmótað. Vonandi jafnast það í frekari rennslum því sýningin er vönduð f tempóskiptingum. Síðan tekur við í þriðja hluta hennar sterk innilokun á námsárapartinum. Þar gætir fyrst tóns sem ég trúi að blundi í verkinu allan tímann: innilokunar- kennd sem er þema verksins. Ég vil Þjóðleikhúsið frumsýnir: Þetta er allt að koma. Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Leikendur: Þórunn Erna Clausen, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Atli Rafn Sig- urðarson, Björn Thors, Brynhild- ur Guðjónsdóttir, Edda Arnljóts- dóttir, Elva Ósk Ölafsdóttir, Inga Maria Valdimarsdóttir, Kjartan Guðjonsson, Valdimar Örn Flygenring, Þórunn Lárusdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson. Tónlist- arumsjón/hljóðmynd: Sigurður Bjóla og Davíð Þór Jónsson. Hreyfingar /dansar: Helena Jóns- dóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Helga Stefánsdóttir, Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikgerd: Baltasar Kormákur eftir skáldsögu Hall- gríms Helgasonar. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins 26. febrúar 2004. annað. Ég vil út. Hvað sem það kost- ar. Innilokun í hvítum kassanum sem Ragga vill brjótast úr nær há¥~ marki í cartoon-kaflanum. Sú stutta sena sem er brifliant leyst mætti eiga sér boðun fyrr í sýningunni. Það er í verkinu ofboðsleg brjál- semi, einhver skortur á stað og til- gangi, þörf sem skal mettuð. Hana vantar í bjartan fyrrihlutann. Hva? Bara hrós? Þetta verður vinsæl sýning og það má ekki missa hana í hreina hlátraþjónkun. Hún er öllum að- standendum glæsilegur vitnisburð- ur um þroska þeirra og getu. Þetta er líka eina kvöldsýningin á Stóra svið*F Þjóðleikhússins. Á Stóra sviði Borgó verður Chicago eitt ráðandi um miðjan mars. Strákar mínir, hvað er að gerast? Sá fjöldi íslenskra leikverka sem eru á minni sviðum þessa dagana er huggun. Baltasar tók það risk að ráðast í flókna og erfiða sögu og gera úr leik- verk. Það hefur tekist með glæsi- brag. Vogun vinnur. Hann má vera montinn af þessari sýningu. Páll Baldvin Baldvinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.