Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2004, Síða 46
#?6 LAUOARDAOUR 28. FEBRÚAR 2004
Síðast en ekki síst DV
Skákeinvígi herra og ungfrú íslands
Ha?
Hingað til hefur það ekki þótt
skipta máli að vera fríður í hinni göf-
ugu íþrótt skák. Nema reyndar hefur
það komið til umræðu að skáknördar,
jafnvel hörðustu keppnismenn, liggi
á liði sínu þegar falleg kona
er andstæðingurinn. í dag
verður reyndar nokkuð jafnt á komið.
Á mikilli skákhátíð sem Hrókurinn
efnir til og er á Broadway munu herra
og ungfrú ísland 2003, Garðar Gunn-
laugsson og Ragnhildur Steinunn
Jónsdóttir, mætast í einvfgi í skák. DV
hefur ekki heimildir fyrir því að þau
eigi að baki afrek á svörtu og hvítu
reitunum en það kann að breytast í
náinni framtíð.
Fyrirkomulag skákarinnar sem
þau munu tefla er svokölluð tvískák,
sem þýðir að íjórir tefla, tveir gegn
tveimur, og þeir sem eru í liði leika til
skiptis. Þannig mun undrabarnið ffá
Englandi, sjálfur Luke McShane, sem
varð heimsmeistari barna tíu ára og
yngri þegar hann var 8 ára, tefla við
hlið Ragnhildar Steinunnar og við hlið
herra Islands verður skákdrottning
Hróksins, Regina Pokorna, en hún var
Evrópumeistari 18 ára ogyngri.
Annars kemur mikið úrvalslið
skemmtikrafta og tónlistarmanna
fram á hátíðinni: KK og Andrea Gylfa-
dóttir troða upp saman í fyrsta sinn,
Ómar Ragnarsson og Haukur Heiðar
sprella, og skáktríó JFM spilar ásamt
Ragnhildi Gísladóttur. Þá munu
Birgitta Haukdal og Jónsi stíga á svið
og taka lög úr Grease. Og sjálfur Gísli
Marteinn Baldursson og Svanhildur
Hólm munu kynna.
Carðar Gunn-
laugsson Teflirvið
Ungfrú Island á hátið
Hróksins á Broad-
way.
Ragnhildur Stein-
unn Jónsdóttir
Hún mun i dag setj-
astað tafliog takast
á við Herra Island.
• Nú er í undirbúningi mikil mynd-
listarsýning í Gerðubergi en forráða-
menn safnsins hafa
farið þá skemmti-
legu leið að fá þjóð-
þekkta einstaklinga
til að velja verk eftir
listamenn sem eru
þeim að skapi og slá
upp sýningu. Nú er
komið að þeim
^Spaugstofumönnum að velja verkin
ög segir sagan að þeim þyki sér mik-
ill heiður með því. Eins og alkunna
er vefjast listgreinarnar ekki fyrir fs-
lendingum séu þeir listamenn á
annað borð og í röðum Spaugstofu-
Síöast en ekki síst
manna eru miklir myndlistarmenn.
Þannig er Sigurður Sigurjónsson
annálaður frístundamálari og þykir
liðtækur með pensilinn...
• Leikhópurinn Vesturport vinnur
nú hvern sigurinn á fætur öðrum,
stóra sem smáa. Rífandi viðtökur
voru þegar hópurinn
hélt til Vestmanna-
eyja með nýtt leikrit,
Brim eftir JónAtla
Jónasson, í fartesk-
inu. Var aðsókn slík
að setja þurfti á
aukasýningu. Um
helgina verður svo
hópurinn með sama
verk til sýnis á ísafirði: Fyrir utan að
foringinn Gísli öm Garðarsson er að
leita hófanna með að fara víðar um
heim með loftfimleikasýninguna
Rómeó og Júlíu en til London er nú
verið að leggja drög að hrollvekjandi
áhættuatriði í tengslum við Lista-
^iátíð í Reykjavík.
• Þrátt fyrir mót-
byr og andstöðu
ýmissa nemendafé-
laga heldur Ásdís
Rán Gunnarsdóttir
hjá model.is sínu
striki með Isdrottn-
inguna - fegurðar-
samkeppni fram-
haldsskólanema. Hún boðar nú til
prufu fyrir þær stúlkur sem hafa
áhuga og eiga þær að mæta á Kaffi
Reykjavík milli 13-16 á sunnudag-
Inn næsta, þar sem viðtöl fara
fram...
B4L ER MERKI MITT, MERKI VEIÐIDELLUKARLA.
JEPPINN MINN ER JEPPINN MINN
OG TEKUR MIS TIL FJALLA.
EF ÉS NÆL'Í STÓRAN LAKSH MEÐ NÝJU
Gettu betup Stefán Pálsson
sakaðup um hlutdrægni
„Það er náttúrlega fúlt að vera að-
eins hársbreidd frá sigrinum," segir
Andri Egilsson í Gettu betur-liði
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Keppnin á fimmtudagskvöld þykir
ein sú æsilegasta í langan tíma.
Lokaspurning keppninnar hefði get-
að skilað MH sigrinum en liðið
klikkaði á þvf að segja að Russell
Crowe væri fráÁstralíu en ekki Nýja-
Sjálandi þar sem hann fæddist.
Komið hefur til tals hjá liði MH að
kæra keppnina en Stefán Pálsson
dómari sver af sér allar sakir.
„Það er einfaldlega fáránlegt að
hafa MR-dómara,“ segir Jón Helga-
son, þjálfari MH. „Dómgæslan mun
alltaf orka tvímælis og ýmsir sögðust
hafa séð hann fagna þegar MH svar-
aði vitlaust í lokin." Félagi Jóns í
MH-liðinu tekur í sama streng.
„Russell Crowe flutti frá Nýja-Sjá-
landi 4 ára gamall og hefur allt sitt lff
búið í Ástralíu. Þannig myndu bæði
svörin vera rétt að mínu mati.“ Innt-
ur eftir því hvort liðið ætli að kæra
úrskurð Stefáns Pálssonar dómara
segir Andri það hafa komið til tals.
„Ég hlýt samt að trúa því að Stefán
sé heiðarlegur, þó hann sé gamall
MR-ingur og hafi verið viðriðinn lið-
ið.“
Stefán Pálsson, dómari keppn-
innar, segir það absúrd þegar rætt er
um uppruna manns að líta hjá fæð-
ingarlandinu. „Russell fæddist á
Nýja-Sjálandi, bjó þar á sínum ung-
lingsárum og steig þar sín íyrstu
skref í leiklist og tónlist." Stefán vís-
ar einnig á bug ásökunum um að
spurningin hafi verið of létt. „Það að
hún féll ekki í fyrstu tilraun hlýtur að
afsanna það.“
Að mati sérfræðinga í Gettu
betur-keppninni er fátt sem getur
stöðvað sigurgöngu Menntaskólans
í Reykjavík úr þessu. Ýmsir hafa bent
á tengsl Stefáns Pálssonar við MR-
liðið og á vefnunt malefni.com má
sjá ýmsar samsæriskenningar á lofti.
„Það er ekkert svoleiðis í gangi," seg-
ir Stefán. „í raun væri það frekar
hagur sjónvarpsins að MR myndi
tapa keppninni því það myndi tví-
mælalaust auka vinsældir hennar."
Stefán Pálsson Stenduri
ströngu en MH-ingar telja
hann hafa hyglað sinum
gamta skóla.
Oddur Ástráðsson, liðsmaður
MR, segir liðið aldrei hafa verið jafn
nálægt því að tapa og nú. „Við höfð-
um einfaldlega meiri reynslu þegar
allt var á suðupunkti." Spurður um
samskipti MR-liðsins við Stefán
Pálsson dómara segir Oddur að þau
hafi verið góð. „Hann gerir ekki upp
á milli liða og ef eitthvað er þá gefur
hann okkur minni slaka til að vera
ekki sakaður um samsæri."
Annars segir Oddur að þessi
keppni sé fyrst og fremst leikur.
„Þetta er ekki nema brot af því sem
maður fæst við í lífinu; ekki upphaf
og endir alls.“
simon@dv.is
Sigurvissir og kampakátir Segjasteinfoldlega búayfirmeiri reynslu og það réði úrslitum.
Áskriftarleikur DV Ánægð með blaðið
„Ég hef verið áskrifandi í mörg, mörg
ár,“ segir Ester Kristjánsdóttir, vinnings-
hafi í áskriftarhappadrætti DV. Ester, sem
er nemi og húsmóðir, fékk gjafakort fyrir
tvo upp í flugferð með Icelandic Espress í
vinning og var að vonum mjög ánægð
með sitt blað. „Ég væri ekki áskrifandi ef
ég væri ekki ánægð með blaðið. Eftir
breytinguna eyði ég ennþá meiri tíma í að
lesa það spjaldanna á milli og ég missi
ábyggilega aldrei af neinu sem í því
stendur." Ester er í Menntaskólanum við
Hamrahlíð og er að klára stúdentinn. Hún
hefur ekki ákveðið hvert eða með hverj-
um hún ætlar að fara en segir að það verði
minnsta vandamálið.
Ester Krisjánsdóttir vann áskriftarhapp-
^ drætti DV Ester tekur við verðlaununum frá
* Irisi Pétursdóttur, starfsmanni i þjónustuveri DV.
Veðrið
O
Nokkur’
vindur
(f-X fcb
y^W +4 Nokkur
+2 Nokkur
vindur
o
6 4*^*
Nokki
vindur
+4*
' Nokkur
Nokkur
vindur
A* * ^
“ * Strekkingur
vindur
+1
Gola
o,
Nokkur
vindur
+4
Gola
+5
O
Nokkur
vindur
* *■
Strekkingur