Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004
Fréttir DV
Bush herðir
takið á Kúbu
George Bush hefur sett
ný lög sem hafa það að
markmiði að herða við-
skiptabannið á
eynni og gera
Bandaríkjamönn-
um erflðara um vik
að ferðast til Kúbu.
Einnig mega
Bandaríkjamenn
stöðva öll skip sem
sigla frá banda-
rískri landhelgi til
Kúbu. Spurður um ástæðu
nýju laganna sagði Bush að
„Fidel Castro hafi ítrekað
notað ógn um ofbeldi til að
grafa undan Bandaríkjun-
um.“
Fráskilinn
Eddie Skoller
Hinn frægi íslandsvinur
og grínisti Eddie Skoller
hefur sagt skilið við konu
sína, Sissel Kyrkjebo. „Við
skiljum sem vinir," segir í
fréttatilkynningu sem þau
sendu frá sér í kjölfar skiln-
aðarins. Það vakti
athygli margra að
Sissel Kyrkjebo
væri að fara f langt
ferðalag til Banda-
ríkjanna 2. mars.
Ýmsar kenningar
voru á lofti en í gær
tilkynntu þau op-
inberlega að þau
væru skilin. 15 ár eru síðan
Eddie Skoller hitti Sissel
Kyrkjebo.
Misnota
sóknarbörn
Rúmlega fjögur prósent
af prestum kaþólsku
kirkjunnar í Bandaríkjun-
um hafa beitt börn kyn-
ferðislegri misnotkun á síð-
ustu 52 árum. Þetta kemur
fram í nýjum könnunum
sem staðfesta einnig að á
árinu 1970 hafi verið
sprenging hjá prestunum
en þá misnotaði einn af
hverjum tíu prestum eitt-
hvert af sóknarbörnum sín-
um kynferðislega.
„Hérgerð-
uststórir
hlutir i
fyrradag
þegartvö
skip lögðu
að, troð-
full af
loðnu,"
segir Guð-
ný Hrund
Karlsdótt-
ir, sveitar-
stjóriá Raufarhöfn.„Við von-
umst auðvitað eftir meiri afla
næstu daga en þetta skiptir
miklu máli fyrir bæinn. Það er í
raun allt annar andi þegar
skipin koma og þetta hefur
mikil margföldunaráhrifá alla
starfsemi í bænum;það þarf
að þjónustu skipverjana og
Landsíminn
gera að aflanum en samt
hugsa ég að andlegi þátturinn
skipti mestu máli. Það ersamt
margt skemmtilegt að gerast
fyrir utan fiskinn. Okkar fræga
þorrablót var haldið um dag-
inn og voru yfir hundrað
manns í matnum sem
skemmtu sér vel. Svo styttir
maður sér stundir með að
horfa á enska boltann í félags-
heimilinu og ég vona að mínu
liði, Ipswitch, fari að ganga
betur. Maður heldur með sín-
um mönnum. Annars má ekki
gleyma barnum sem nú er op-
inn um helgar. Hann heitir
„félaginn" og ber sannarlega
nafn með rentu."
Flutningsjöfnunarsjóður olíuvara greiðir háar fjárhæðir með díselolíu til Impregilo
við Kárahnjúkavirkjun. Skattgreiðendur borga olíubrúsann að lokum. Olíufélögin
ánægð en Olíufélagið er búið að byggja fjórar bensínstöðvar fyrir Impregilo á
svæðinu.
70.000 kr. á dag
úr vasa almennings
Almenningur á íslandi
greiðir nú að jafnaði um
70.000 kr. á dag með
díselolíunotkun Impregilo
og undirverktaka við
framkvæmdir í Kára-
hnjúkavirkjun. Þessir pen-
ingar koma í gegnum
Flutningsjöfnunarsjóð ol-
íuvara en sá sjóður greiðir
ákveðna upphæð með
hverjum lítra af díselolíu
og bensíni til dreifingar-
stöðva um land allt.
Greiðslur á hvern lítra af olíu til Reyðarfjarðar
þaðan sem Kárahnjúkavirkjun er þjónustuð
með olíu nema nú tæplega 1,7 kr. Impregilo not-
ar að jafnaði hátt í 2 milljónir lítra af díselolíu á
mánuði eða rúmlega 40.000 lítra á dag.
Það er Olíufélagið ehf. sem sér um flutninga á
díselolíu til verktakans upp á Kárahnjúka. Ekki
er sérstaklega flutningsjafnað fýrir vegalengdina
milli Reyðarfjarðar og Kárahnjúka. Árni Stefáns-
son hjá Olíufélaginu segir að almennt verð á
díselolíu sé lagt til grundvallar sölunni til
Impregilo og annarra verktaka á virkjunarsvæð-
inu en síðan fái verktakarnir magnafslátt. Vegna
hinnar miklu notkunar á díselolíu sé búið að
byggja fjórar bensínstöðvar fyrir Impregilo á
svæðinu og olíuflutningabílar séu í daglegri
keyrslu á milli Reyðarfjarðar og svæðisins.
Til umræðu á alþingi
Jöfnun flutningskostnaðar á olíu og sementi
kom til umræðu á alþingi á síðasta ári er Jón
Bjarnason beindi fyrirspurn til viðskiptaráð-
herra um málið. f svari ráðherra kom m.a. fram
að unnið sé í ráðuneytinu að breytingu á lögum
um Flutningsjöfnunarsjóð sements en þau lög
eru síðan 1973. Á þeirri vinnu að vera lokið nú í
upphafi þessa árs. Ákveðið hefur verið að sem-
ent til virkjunarframkvæmda verði ekki flutn-
ingsjafnað.
Hvað varðar heildargreiðslur úr Flutn-
ingsjöfnunarsjóði olíuvara á tímabil-
inu 2000 til 2003 kemur hins vegar
í ljós að þær hafa aukist töluvert
í milljónum talið. Voru
greiðslurnar þannig 496
milljónir króna árið 2000 en
voru komnar í tæpar 550
milljónir króna árið 2002.
Munaði þar mestu um hina
miklu díselolíunotkun í
Kárahnjúkum. Síðan var dreg-
ið mjög úr flutningsjöfnuninni
til Reyðarfjarðar og samkvæmt
upplýsingum frá sjóðnum voru
greiðslur úr honum um 455 milljón
ir kr. í fyrra.
Breytingar
boðaðar
Einnig kom
fram í svari
ráðherra að
stjórn Flutn-
ingsjöfnun-
arsjóðs ol-
íuvara vinni
að breyttu
fyrirkomu-
lagi á end-
ur-
greiðslu á
flutnings-
kostnaðin-
um. Breyting-
ar á flutnings-
jöfnun olíuvara
eiga, að sögn
ráðherra, eink-
um að taka til-
lit til að beinn
innflutning-
ur og um-
skipun á olíu á sér nú stað á fleiri höfnum
landsins en Reykjavíkurhöfn. Aðrar
hafnir á ströndinni eru þannig í
reynd orðnar að blönduðum inn-
flutnings- og olíuhöfnum.
Vegna þessa dragi úr þeim
kostnaði sem flutningsjöfnun-
ársjóður hefur af flutningi á
ströndina.
fri@dv.is
Valgerður Sverr-
isdóttir viðskipta-
ráðherra Unnið að
breytingum á
Flutningsjöfnunar-
sjóði olíuvara
Þeir sem fá innan við sex mánaða dóm geta sótt um að vinna í þágu samfélagsins
Þúsund manns í samfélagsþjónustu
Liðlega eitt þúsund manns hafa
afplánað dóm með samfélagsþjón-
ustu frá því árið 1995 að sögn Þor-
steins Jónssonar, forstöðumanns
Fangelsismálastofnunar.
Þorsteinn segir lögum hafi verið
breytt árið 1995 á þá lund að þeir
sem hlutu innan við þriggja mánaða
dóm gætu sótt um að afplána með
þjónustu í þágu sam-
félagsins. Með breyt-
ingu á lögum árið
1998 var viðmiðið
sex mánaða fangels-
isdómur að há-
marki. Frá og með
ársbyrjun
2000
bættist
inn í lög-
in heim-
ild þess
efnis að
þeir
sem
hlotið
hafa
sektir og geta ekki greitt þær, geti
sótt um samfélagsþjónustu í stað
þess að sitja inni.
Þorsteinn segir að þessi háttur
hafi reynst mjög vel en það er Fang-
elsismálastofnun sem ákveður hver
geti afplánað á þennan hátt. Þeir
sem framið hafa gróf ofbeldisbrot
eða kynferðisafbrot fá ekki heimild
til að vinna af sér fangavist. „Við
erum með samninga við fjölmargar
stofnanir sem taka menn í samfé-
lagsþjónustu. Einkum eru það ýmis
líknarfélög s.s. Rauði krossinn en
auk þess sambýli og íþróttafélög.
Fyrir hverja þrjátíu daga sem menn
eru dæmdir í fangelsi verða þeir að
vinna fjörutíu klukkustundir. Það
gerist hins vegar ekki í einni beit,
heldur dreifist á lengri tíma en al-
gengt er að menn vinni um það bil 4
- 8 klukkustundir á viku eða rúmlega
það en mismunandi eftir aðstæðum
enda menn oft í fullri vinnu,“ segir
Þorsteinn en lengsta afþlánunin tek-
ur um 400 klukkustundir.
Fangelsismálastofnun afgreiddi
Margir fangar kjósa að vinna af sér fangavist í þágu samfélagsins í stað þess að sitja
inni Yfir þúsund manns hafa unnið afsér sektir og fangavist frá þvílögin breyttust árið 1995.
liðlega 400 erindi á síðasta ári en
Þorsteinn bendir á að þessi háttur á
afplánun sé mun ódýrari fyrir þjóð-
félagið en menn sitji af sér inni í
fangelsum. Þorsteinn segir að eftir-
litið sé tvenns konar en Fangelsis-
málastofnun er með samninga við
vinnustaðina. „Á hverjum þeirra er
ákveðinn trúnaðarmaður sem held-
ur utan um það að menn mæti í
vinnu. Þeir hafa þá skyldu að láta
okkur vita hvorr menn mæti í vinnu
eða ekki. Sjálf erum við með eftirlit
en þá mæta menn frá okkur annað
slagið og kanna hvort menn séu ekki
örugglega í vinnu þegar þeir eiga að
vera það,“ segir Þorsteinn en allt í
allt hafa liðlega þúsund manns verið
í samfélagsþjónustu frá upphafi.
bergljot@dv.is