Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 31
DV Síöast en ekki síst MÁNUDAGUR MARS2004 31 Bjórlíkið dugði vel í sex ár „Uppskriftin að bjórlíkinu verður aldrei gefin upp. Leyndarmál eru leyndarmál," segir Guðvarður Gísla- son, sem enginn þekkir undir öðru nafni en Guffi á Gauk - og það þó hann hafi fyrir löngu yfirgefið veit- ingastaðinn Gauk á Stöng og reki nú hinn ágæta veitingastað Apótekið við Austurstræti. Áður en að stóra deginum kom, 1. mars 1989 þegar bjórinn var leyfð- ur aftur á íslandi, svolgruðu menn hið svokallaða bjórlíki og létu sér verða að góðu. Voru þá á 19 lítra pilsnerkútum og við var bætt einum líter af áfengi, vodka og bols... alls- konar útfærslur. Síðan var látið freyða í könnur. Þetta stóð frá árinu 1983 þegar Gaukur á stöng var opn- aður, og Gufft segir að svo vel hafi þessum drykk verið tekið að engu hafi verið líkara en aðþjóðinni hefði verið gefin afmælisgjöf. „Þetta var þvílík vinsælt og menn höfðu ekki við að blanda. Rúmu ári síðar kom Jón Helgason dómsmálaráðherra með þann mót- leik að ekki mætti blanda þetta fyr- irfram í kúta heldur yrði að blanda í hvert glas fyrir sig. Furðuleg della og ótrúlegt að menn skyldu kyngja þessari vitleysu. En þá var ákveðið að hafa blönduna í flösku og svo fór bara einn einfaldur út í hálfa lítr- ann," segir Guffi. Þannig var staðan og stóð í ein sex ár eða þar til hinn stóri dagur rann upp. Guffi hætti á Gauknum árið 1989 en Úlfar Þórðarson var áfram og hann sagði svo frá að menn hefðu beðið um bjórlíki jafnvel eftir að bjórinn var kominn til, svo þótti mönnum þetta gott og maginn orð- inn vanur blöndunni. Greinilegt var að eitthvað nýtt vantaði í bæinn og kemur þar til bjórlíkið og veitingahúsið. Fólk þótt- ist himin höndum hafa tekið og leysti bjórlíkið tvöfaldan brennivín f hitaveituvatni. „Ný menning spratt fram sem greinilega var eftirspurn eftir og var hluti af bjórmálinu. Ánn- ars var það Davíð Scheving Þor- steinsson sem vann stórsigur þegar hann fór með bjórinn gegnum græna hliðið á Keflavíkurflugvelli eins og frægt er, þökk sé honum." Guffi heldur 1. mars hátíðlegan og segir þetta ekki einungis snúast um bjórinn sem slíkan heldur ffels- ið. „Þetta þótti fréttnæmt á heims- vísu og hingað komu stúdentar frá Fíladelfíu-fylki sérstaklega til að halda uppá og samfagna bjór- frelsinu með íslendingum. Og þótt bjór hafí verið bannaður á sínum tíma vita allir að það var alltaf til bjór ef til stóð að fara í sumarbústað eða halda veislu. Idjótískt var bannið og það sjá flestir núna. Þetta hefur lag- að drykkjumenninguna til muna. jakob@dv.is Guffi á Gauk Margir setja þetta andiit I þráðbeint samhengi við bjórlikið og jafnvel bjórfrelsið þótt Guffi sjálfur vilji einkum þakka Davið Scheving Thorsteinssyni þann áfanga. • Mikill titringur er nú innan fs- lenska útvarpsfélagsins, einkum meðal útvarpssviðs, því Guðmundur Atlason, sem jafnan gengur undir nafninu Mundi, hefur nú sagt starfi |----------— sínu lausu sem auglýs- ingastjóri fyrirtækisins. Wgta Bar það nokkuð brátt að en Mundi mun þó fcy hafa haft í bígerð um nokkurt skeið að láta af L------------ störfum. Sjálfur er hann afar dularfullur varðandi það hvað muni taka við hjá sér en haft er eftir honum að ef það verkefni sem hann nú er að sýsla við mun takast þurfi hann ekki að vinna lengur. Ekki mun það vera þannig að ríkið muni sjá honum farborða bak við lás og slá eins og gárungamir hafa haldið fram, heldur þá með þeim hætti að hann geti sest í helgan stein laus við fjár- hagsáhyggjur... • Eins og DV hefur greint frá em þeir hjá sjónvarpsstöðinni Sýn nú í óða önn að leita nýrrar raddar til að annast dagskrárkynningu. Þessi staða kom upp þegar Magnús Ragnarsson var ráðinn sjónvarps- stjóri Skjás eins, en hann var rödd stöðvar- innar. Vitaskuld gengur ekki að hafa sjónvarps- stjóra samkeppnisaðil- ans í því að tynna dag- skrána. Eftir því sem næst verður komist hafa pmfur farið fram og eftir standa einir fimm, flestir hverjir leikarar, sem á að prófa nánar áður en tekin verður ákvörðun um hver verður ráðinn til starfans... • Jessica Morgan, hinn virti og sjóð- heiti sýningarstjóri hjá Tate Modern í London, sú hin sama og setti upp sýningu Ólafs Elíassonar, var á ráð- stefnu í Listasafni Reykjavíkur um helgina. Ráðstefnan var á vegum SÍM og Listahátíðar og var Ólafur meðal þátttak- enda. Jessica mun velja listamenn sem til greina koma á Listahá- tíð í Reykjavík ársins 2005 en þá verður sjónum einkum beint að íslenskri samtímalist. Er að vonum mikil spen- na meðal myndlistarmanna, að hljó- ta náð fyrir augum Jessicu. Til marks urn það hefur aldrei verið haldin eins fjölmenn ráðstefna meðal myndlist- armanna á Islandi en þeir em yfirleitt mjög tregir í taumi þegar slíku er til að dreifa... • Ráðherrahrollurinn innan Fram- sóknarflokksins fer stigvaxandi. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra þykir hafa leikið illa af sér með því að láta „húskarlinn" Guðjón Ólaf Jóns- son taka sig á taugum. Kjökur Sivjar um að hún vilji sitja áfram þykir veikleikamerki. En þrátt fyrir það er öldungis óvíst að hún verði látin fjúka nauð- ug. Allt eins er vfst að HalldórÁs- grfmsson, formaður Framsóknar- flokksins, muni reyna að fá vin sinn Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra til að stíga af stalli. Nærtækt þykir að hann fái starf forstjóra Trygginga- stofnunar sem losnar þegar Karl Steinar Guðnason kemst á aldur. - if$gj| - érfræðinqar í acl setja saman veislur f>ar sem tjle&ja farf 'ka munna - oq ekki bara • - ; ..ocj fá sér í joetta skiptið eittfivað sem er eídci bara gómsætt keldur (í(ca slcemmtilegt að gæða sér á. Pannip er mexíkóskur matur í sínum skeljum ocj pönnukökum meb Guacamo(ey sterkum piparrótumy saísasósu ocj öllu llinu sem cjerir ipennan mat svo öðruvísi ocj sbennandi. ■ LATHJ SJJA MG TexMex er (ítidocj h(ý(ecjur •eitincjastacóur har sem notaiecjt er ab ty((a sér nihur. Langholtsvegi 89 -104 Reykjavík • Sími 588 7999 • texmex@texmex.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.