Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004
Sport DV
Arsenal er komiö með níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Charlton á laugar-
* daginn. Á sama tíma hvíldi Alex Ferguson nokkra af sínum bestu mönnum og uppskar aðeins eitt stig
gegn Fulham.
Það virðist fátt geta komið í veg
fyrir að Arsenal hampi enska
meistaratitlinum í vor. Liðið jók
forystu sína upp f níu stig um
helgina eftir sigur á Charlton en á
sama tíma gerði Manchester
United jafntefli við Fulham og
hleypti framúr sér Chelsea, sem bar
sigurorð af Manchester City, 1-0,
þökk sé marki frá Eiði Smára
Guðjohnsen.
Arsenal gerði út um leikinn gegn
Charlton á fyrstu fjórum mínútum
leiksins. Frakkarnir Robert Pires og
Thierry Henry skoruðu á 2. og 4.
mínútu og þrátt fyrir að Claus
lensen næði að minnka muninn
m* fyrir Charlton með marki beint úr
aukaspyrnu var sigur Arsenal nokk-
uð öruggur. Þetta var 27. leikur
liðsins á tímabilinu ári taps og þótt
ellefu leikir séu eftir af tímabilinu
verður að teljast ólíklegt að liðið tapi
fjórum leikjum það sem eftir lifir
leiktíðar.
Arsene Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, vill þó ekki fara að
fagna sigri strax og sagði eftir leikinn
að deildin væri fjarri því að vera
búin.
„Við erum í góðri stöðu en þetta
er langt frá því að vera búið. Við
vorum þremur stigum á eftir
Manchester United fyrir sjö leikjum
síðan og það eru ellefu leikir eftir.
Við eigum eftir erfiða útileiki gegn
Fulham, Tottenham, Blackburn og
Newcastie og miðað við leikinn gegn
Charlton og baráttuna í síðari
hálfleik geri ég mér grein fyrir því að
þetta er ekki búið - því fer fjarri,"
sagði Wenger eftir leikinn.
Ferguson fékk falleinkunn
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
Manchester United, tók þá ákvörð-
un að hvíla Tim Howard, Ruud van
Nistelrooy og Ryan Giggs gegn
„Þetta verður erfitt,
' það er alveg víst. Við
vitum það og ég held
að allir aðrir viti að
það verður á brattann
aðsækja."
ÚRVALSDEILD
HETJAN...
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen er
hetja helgarinnar í enska bolt-
anum. Eiður Smári kom inn á
sem varamaður hjá Chelsea
gegn Manchester City á laugar-
daginn og skoraði sigurmark
sinna manna átta mínútum
fyrir leikslok. Mark Eiðs Smára
var glæsilegt, hann fékk
sendingu frá Wayne Bridge og
afgreiddi boltann snyrtilega yflr
David James, markvörð
Manchester City. Markið var
dýrmætt enda heldur það lífi í
meistaravonum Chelsea.
Fulham á laugardaginn og það kom
honum um koll. Frakkinn Louis
Saha kom ensku meisturunum yfir
en Louis Boa Morte jafnaði metin
fyrir Fulham og þrátt fyrir að
Ferguson skipti van Nistelrooy og
Giggs inn á í síðari hálfleikvar það of
seint. Jafntefli var staðreynd og það
verður erfitt fyrir Manchester
United að ná Arsenal úr þessu.
„Þetta verður erfltt, það er alveg
víst. Við vitum það og ég held að allir
aðrir viti það. Við erum hins vegar
með þannig lið að við getum
hæglega hrokkið í gírinn og unnið
nokkra ieiki í röð. Þáð er það sem við
þurfum en það verður á brattann að
sækja," sagði Fergúson. oskar@dv.is
Skoraði gegn sínum gömtu félögum Louis Saha, fyrrum leikmaður Fulham, sést hérskora
mark gegn slnum gömlu félögum á laugardaginn fyrir Manchester United. Reuters
„Claudio Ranieri er betri í
ensku en ég og hann kom til
mín eftir leikinn og sagði:
„Þið spiluðuð frábærlega, við
vorum lélegir. Þið töpuðuð,
við unnum - þetta er brjálað
en svona er fótboltinn," og
labbaði síðan burtu," sagði
Kevin Keegan, stjóri
Manchester City, um sam-
skipti sín við Claudio Ranieri,
stjóra Chelsea, eftir leikinn.
Alex Ferguson
AlexFerguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, er
skúrkur helgarinnar. Ferguson
virðist ekki vera í miklu jafn-
vægi þessa dagana eins og sást
á geðveikiskastinu sem hann
tók á Jorge Mourinho, þjálfara
Porto, eftir leik liðanna á
miðvikudaginn. Hann virðist
hafa gefið ensku deildina upp á
bátinn því að hann hvíldi þrjá
lykilmenn, Tim Howard, Ryan
Giggs og Ruud van Nistelrooy,
gegn Fulham og uppskar eftir
því. Hans menn eru níu stigum
á eftir Arsenal og það er mikið.
Bestu ummæli helgarinnar
Félagar fagna Arsenal-leikmennirnir
Patrick Vieira, Lauren, Freddie Ljungberg,
Dennis Bergkamp og Thierry Henry fagna
hér marki þess síðastnefnda gegn Charlton á
laugardaginn en Arsenal lék sinn 27. leik án
taps i úrvalsdeildinni. Reuters
ENSKA ÚRVALSDEILDIN
Urslit:
Arsenal-Charlton 2-1
1—0 Robert Pires (2.), 2-OThierry
Henry (4), 2-1 Claus Jensen (59.).
Blackburn-Southampton 1-1
0-1 Kevin Phillips (5), 1-1 Andy
Cole (52.).
Everton-Aston Villa 2-0
1-OTomasz Radzinski (78.), 2-0
Thomas Gravesen (84.).
Fulham-Manchester United 1-1
0-1 Louis Saha (14.), 1-1 louis Boa
Morte (64.).
Leicester-Wolves 0-0
Manchester City-Chelsea 0-1
0-1 Eiður Smári Guðjohnsen (82.).
Leeds-Liverpool 2-2
0-1 Harry Kewell (21.), 1-1 Eirik
Bakke (29.), 2-1 Mark Viduka (34.),
2-2 Milan Baros (42.).'
Portsmouth-Newcastle 1-1
0-1 Craig Bellamy (34.), 1-1
LomanaTresor LuaLua (89.).
Arsenal 27 20 7 0 53-18 67
Chelsea 27 18 4 5 48-21 58
Man. Utd. 27 18 4 5 51-25 58
Newcastle 27 10 12 5 38-28 42
Charlton 27 11 7 9 38-34 40
Liverpool 26 10 9 7 38-29 39
Aston Villa 27 10 7 10 32-32 37
Fulham 27 10 6 11 39-38 36
Birmingh. 25 9 9 7 25-28 36
Tottenham 26 10 4 12 39-42 34
Bolton 26 8 10 8 32-40 34
South. 27 8 9 10 27-27 33
Middlesbr. 25 8 7 10 27-31 31
Everton 27 7 812 33-39 29
Blackburn 27 7 7 13 39-44 28
Man City 27 6 912 36-39 27
Portsm. 26 6 6 14 29-40 24
Wolves 27 5 913 24-52 24
Leicester 27 4 11 12 37-51 23
Leeds 27 5 7 15 26-53 22