Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 27
DV Fókus
' MÁNUDAGUR 1.MARS2004 27
D MÖUNTAiN
Stórbrotin og margverðiaunuð
stórmynd með óskarsverðlauna-
hafanum Nicole Kidman, Golden
Globe og BAFTA verðlaunahafanum
Renée Zwllweger og lude Law
SÝND kl. 5.30, 8.30 og 10
SÝND kl. 8 og 10.10 B. 114 ára
BJÖRN BRÓÐIR kl. 8 Með ensku tali |
Ihunted MANSION kl. 6!
jLOONEYTUNES kl.6 Með íslensku tali |
■'iii'Mnim.rpm
www.sambioin.is
titbiwuGinn
□□ Dolby /DD/.. " TiTx
SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20
[BÍG FISH_________ ki. 5.20, 8 og 10.400 [ |21 GRAMS kl. 5.30, 8 og 10.30 Bi. i7|
SÝND kl. 630, 830, 8 og 1030
ILOSTIN TRANSLAT10N M.3, 5.40, 8 & IO.20I
LAUGARAS , , 553 Z075
BIO
CHEAPEH BY THE DOZEN
SÝND kl. 6, 8 og 10
MADDITT
kl. 6 Með ísl. tali
Ath. miðaverð 500 kr.
SÝND kl. 6, 8 og 10
[MONSTER kl. 8 Og 10.15 B i 16 [
www.laugarashio.is
Charlize Theron situr undir brú
með byssu í hendi og íhugar að kála
sér. Hún finnur fimm dollara seðil í
vasanum sem hún fékk fyrir að totta
einhvern ókunnugan mann og
ákveður að ef hún deyr án þess að
eyða honum hafi hún tottað mann-
inn til einskis. Hún heldur á næsta
bar til að fá sér bjór, hittir unga
lesbíu, og þá hefst atburðarás sem
leiðir til mikilla hörmunga fyrir alla
sem á vegi þeirra verða.
Hér er skyggnst djúpt inn í hið
svarta hjarta Ameríku. Unglings-
stúlkur eru reknar að heiman fyrir
að hafa „óeðlilegar kenndir" í garð
kynsystra sinna. Fólki dreymir um
Monster
Sýnd í Laugarásbíói
Aðalhlutverk: Charlize Theron og
Christina Ricci
Handrit og leikstjórn: PattyJenk-
ins
★ ★★^
Myndinni tekst einkar vel að
sýna fram á hvernig glæpir hennar
sem byrja sem sjálfsvörn stig-
magnast, hvernig fórnarlambið
verður smám saman glæpamaður
og samúð áhorfandans fer frá
að verða ríkt á einni nóttu, blekking
sem er viðhaldið f menningunni, og
endar í svaðinu þegar óraunhæfir
draumarnir ganga ekki í upp. Og ef
það reynir að rífa sig upp fær það
enga hjálp í landi sem tilbiður sigur-
vegarana og útilokar alla aðra.
Glæsilegar leikkonur hafa áður
reynt að leika utangarðsfólk, en
Meg Ryan var samt sæt þegar hún
var alkóhólisti í When a Man Loves
a Woman og Jennifer Conelly fær
bauga sem dópisti í House of Sand
and Fog en lítur samt út eins og, ja,
eins og fræg leikkona. Charlize
Theron gengur hins vegar alla leið,
og verður um leið ógeðfelld og
brjóstumkennanleg í gervi sínu. Það
er þó meira en bara gervið sem
kemur til, því magnaður leikur
hennar og allra sem í hlut eiga bera
myndina uppi. Við erum ekki að
horfa á leikara hér, heldur venju-
legt, og oft á tímum viðbjóðslegt,
fólk.
henni og til þeirra sem á vegi
hennar verða. Margar kvikmyndir,
svo sem Natural Born Killers og
Pitch Black, hafa rómantfserað
fjöldamorðingjann svo að hann
verður næstum því að utangarðs-
hetju. En það er ekkert rómantískt
né flott við ástand persónu Ther-
on. Allt er eymd, frá upphafi til
enda, og það eina góða sem kemur
fyrir hana leiðir af sér enn meiri
hörmungar. Þannig er því miður
ástand alltof margra. Og það versta
af öllu er samt sem áður sú lygi
sem þeim er kennd strax í æsku að
allir draumar geti ræst, að eitthvað
gott hljóti á endanum að gerast ef
maður bara óskar þess nógu heitt.
Hollywood á stóran þátt í að ýta
undir draumsýnir fjöldans. Hér
hefur hún séð að sér. Maður kem-
ur út úr bíó gersneyddur allri trú á
heiminn og mannkynið. Það ætti
að gera fleiri svona myndir.
Valur Gunnarsson
Nordica hótel var stútfullt af fólki
úr auglýsingabransanum á föstu-
dagskvöldið þar sem ÍMARK hátíðin
fór þar fram með pompi og prakt.
Hverjir voru hvar
Dansinn dunaði
fram undir morgun
undir tryggri stjórn
Gullfoss og Geysis
sem fóru á kostum í
búrinu. Villi naglbít-
ttr sem var óvenju
fínn með hvítt bindi
og í skóm í stfl skemmti sér konung-
Jega á hátíðinni í góðum félagskap
Adda sæta í Apparat og Hrafns úr
Ensími.
Einnig slettu þar úr klaufunum
Ijósmyndararnir Páll Stefánsson og
Áslaug Snorradóttir en þau voru
greinilega í miklu stuði.
Á föstudagskvöldið á Thorvald-
sen bar sást til Amars sjónvarps-
kokks á dansgólfinu
í feiknastuði enda
alltaf sama fjöriö á
stráknum.
Á NASA var mik-
ið stuð um helgina
en þar spiluðu
Straumar og Stefán Hilmarsson en
auk Stefáns skipa sveitinajón Ólafs-
son á hljómborð, Friðrik Sturluson
bassaleikari og Jóhann Hjörleifsson
trommari úr Sálinni,
Guðmundur Péturs-
son gítarsnillingur,
Regína Ósk
söngdrottning og
blásarárnir Óskar og
Snorri. fþrótta-
fréttamenn virðast
hafa sameinast á NASA á laugar-
dagskvöldið en þá voru þar Valtýr
Bjöm og Bjöm á RÚV. Hljómsveitin
hélt uppi sveittri stemmingu með
soul-skotinni danstónlist og slíkum
tilþrifum að aldrei hefur annað eins
sést.
Á Kaffibamum voru Vínil félagar
og skemmtu sér vel með öðrum
gestum.
Á Sjallanum á Akureyri var
hljómsveitin Mínus að spila á
fimmtudagskvöldið. Það hefur
greinilega verið mikið fjör þar sem
Þröstur í Mínus missti af vélinni og
endaði því á djamminu í Sjallanum
á föstudagskvöldið. Enginn annar
en Dr. Gunni spilaði auk þess sem
Skyttumar tróðu upp við mikil
fagnaðarlæti Akur-
eyringa.
Engin breyting
var á fjörinu á Vega-
mótum um helgina
en þar var DJ Sóley
að spila. Ljós-
myndarinn Ari Magg lét sig ekki
vanta í stuðið.
Veisla í
Beckinghamhöll
Brooklyn sonur Victoriu og Dav-
ids Beckham hélt upp á fimm ára
afmæli sitt um daginn og í veislunni
var ekkert til sparað. Victoria
hringdi sjálf í alla félaga Brooklyns
úr skólanum til að bjóða þeim en er
þeir nálguðust búgarðinn, sem kall-
aður er Beckinghamhöll, blasti við
þeim risa útitjald, svífandi blöðrur
og stórt dansgólf. Brooklyn á reynd-
ar ekki afmæli fyrr en eftir viku en
dagurinn var notaður þar sem Dav-
id pabbi hans var í fríi. Hann kom
því fljúgandi frá Berlín þar sem
hann hafði verið að spila fótbolta
og mætti í afmælið á Bentley. Vict-
oria hefur viðurkennt að hafa haft
áhyggjur af því að yngri sonurinn
Romeo gæti ekki staðið undir nafni
sínu. Þær áhyggjur eru mjög líklega
óþarfar þar sem allar líkur eru á að
sonurinn verði hinn myndarlegasti,
alla vega ef hann líkist foreldrum
sínum eitthvað.
Afmælisbarnið Beckham hjónin héldu helj-
arinnar veislu I tilefni afmælisins
Fáheyrðir yfir-
burðir Nikolaj og
Julie
Dönsku framhaldsþættirnir
Nikolaj og Julie halda áfram sigur-
göngu sinni. Þættirnir sem fengið
hafa Emmy-verðlaunin voru valdir
Þáttur ársins 2003 af lesendum
Billed-Bladet í Danmörku.
f síðustu þáttaröð höfðu aðal-
söguhetjurnar náð saman að nýju
sem virkað hefur vel á áhorfendur.
Það var framleiðandinn Piv Bernth
og faðir seríunnar Sören Sveinstrup
sem tók við verðlaununum fyrir
hönd DR sjónvarpsstöðvarinnar og
sigurinn var pottjréttur þar sem
Nikolaj og Julie fengu 32,7 % at-
kvæða en næstu þættir þar á eftir
fengu aðeins um 7 %.
Nikolaj og Julie Þessir drama þættir hafa
heldur betur slegiö i gegn