Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 1. MARS 2004
Fréttir DV
ElduráÞorra-
götu
Slökkviliðið í Reykjavík
var kallað út að Þorragötu á
föstudagskvöld en þar hafði
kviknaði í kvöldmatnum.
Par sem býr í húsinu var
flutt á slysadeild vegna
gruns um reykeitrun en
konan var þar að auki tölu-
vert brennd á fingrum.
Samkvæmt upplýsingum
frá slökkviliðinu var konan
að elda og hafði sett smjör
á pönnu er hún þurfti að
bregða sér frá. Skipti þá
engum togum að smjörið
brann og eldurinn komst í
innréttingu eldhússins í
gegnum viftu sem var yfir
hellunum. Er slökkviliðið
kom á staðinn logaði glatt í
eldhúsinu en greiðlega
gekk að ráða niðurlögum
eldsins. Ibúðin mun vera
talsvert skemmd eftir þetta
óhapp.
Erfyrirtækið
Decode loks-
ins að rétta úr
kútnum?
Guðlaugur Þór Þórðarson
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
„Ég vona bara að þessu fyrir-
tæki sem og öðrum vegni sem
best. Það er frábært effyrir-
tæki á borð við Decode geta
starfað hér á landi og slíkt
hlýtur að vera öllum íslending-
um til hagsbóta. Einnig má
nefna að hér er mikið afungu
og mjög vel menntuðu fólki
sem getur fengið störfvið hæfi
hér á landi hjá fyrirtækjum á
borð við Decode og það er
einnig afhinu góða."
Hann segir / Hún segir
„Það er margt sem bendir til
að fyrirtækið sé á réttri leið. Að
vísu er ofsnemmt að spá fyrir
um áhrif samningsins sem
gerður hefur verið við lyfjafyr-
irtækið Merck. Hins vegar má
segja að þrátt fyrir sveiflur á
gengi hlutabréfa í Decode þá
virðist fyrirtækið vera á upp-
leið þessa dagana. Og það er
óskandi að svo sé."
Bryndís Hlöðversdóttir
Þingmaður S amfylkingarinnar.
Atlot lögreglunema og ástmeyjar hans á Hverfisbarnum vöktu hneykslan. Aðrir
lögreglunemar tilkynntu skólastjóra Lögregluskólans um atvikið. Lögreglu-
nemanum vísað úr skóla eftir fund með skólastjóra.
Nema í Lögregluskólanum var vísað úr skóla á
föstudaginn vegna uppákomu sem varð á Hverfls-
barnum gegnt Þjóðleikhúsinu fyrir rúmri viku.
Nokkrir nemendur Lögregluskólans voru þar að
skemmta sér þegar ástarhiti gagntók einn þeirra,
karlmann á þrítugsaldri. Fór lögregluneminn undir
borð ásamt aðila af gangstæðu kyni og þáði munn-
mök.
Nemendur klöguðu
Athæflð vakti hneykslan samnemenda hans sem
staddir voru á Hverfisbarnum. Á skyndifundi þeirra
daginn eftir var afráðið að tilkynna skólastjóra
Lögregluskólans um það sem þau töldu vera „hegð-
un sem samrýmdist ekki væntingum sem gera verð-
ur til verðandi lögregluþjóna". Arnar Guðmundsson
skólastjóri brá skjótt við og á mánudag vísaði hann
nemandanum, sem starfað hefur sem lögreglumað-
ur í afleysingum, úr skóla til bráðabirgða þar sem
um væri að ræða ósæmilega hegðun á almannafæri
og því hugsanlega hegningalagabrot. Lögreglunem-
anum var gefinn kostur á því að neyta andmæla-
réttar áður en honum var endanlega vísað úr skóla á
föstudag. Á Hverfisbarnum þetta sama kvöld voru
einnig hjúkrunarfræðinemar sem þar voru að
skemmta sér eftir að vísindaferð lauk síðdegis.
Góðrar framkomu krafist
Arnar skólastjóri vill ekki tjá sig um einstök atvik
en staðfesti þó að nemanda hefði verið vísað úr
skólanum.
„Við gerum kröfu til þess að nemendur sýni góða
framkomu sem sæmir verðandi lögreglumönnum,“
segir Arnar sem vill hafa góðan aga í skóla sínum og
leggur áherslu á að lögreglunemar sýni gott
fordæmi hvar sem þeir fara, hvort sem er
í skóla, við störf eða í frístundum.
Skólasystkin hins brottrekna
sem DV ræddi við í gær viidu fátt
um málið segja en lýstu því að at-
hæfið hefði í senn vakið hneykslan
þeirra og undrun vegna þess sem
þau töldu vera siðleysi. Enginn
lögreglunemanna vildi tjá sig um
málið opinberlega þar sem skóla-
stjórinn hefði beðið þau um að
fara með málsatvik á Hverfis-
barnum sem trúnaðarmál.
Stór fjölskylda
„Við erum ein stór fjölskylda
og stöndum saman í blíðu sem
stríðu," segir einn nemend-
anna sem var á Hverfisbarn-
um örlagakvöldið þegar ástar-
leikur fór yfir siðsamleg mörk.
Rósant Birgisson, skemmt-
anastjóri Hverfisbarsins,
kannaðist við atvikið og sagði
það nánast spaugilegt. „Það er
samt hræðilegt að drengurinn
skuli hafa verið rekinn úr skól-
anurn," segir Rósant.
rt@dv.is
simon@dv.i.
Lögreglunemi rekinn Athæfí hans á
Hverfisbarnum vakti hneykslun og undrun
samnemenda.
kynmök á har
Bandaríkjaher refsar sjóliðanum sem vitni sögðu hafa stungið íslenskan pilt
Dúsaði í einangrun í 45 daga
Við réttarhöldin Heimildir DVsegja að sjóliðanum Escalante hafi verið vikið úr Bandaríkja-
her en varnarliðið neitar þvi. Eins og fleiri sem voru í Hafnarstræti aðfaranótt l.júnl i fyrra bar
Escalante vitni i Héraðsdómi Reykjavikur þegar réttað var yfir fétaga hans.
Vamarliðsmaðurinn Escalante,
sem vitni sögðu hafa stungið íslensk-
an pilt með hnífi í Hafnarstræti í
fyrra, var settur í 45 daga einangrun
vegna þátttöku sinnar í slags- mál-
unum. Varnarliðið neitar á hinn bóg-
inn fregnum um að Escalante hafi
verið vikið úr herþjónustu.
Escalante var einn úr hópi banda-
rískra hermanna sem voru að
skemmta sér í Reykjavík aðfaranótt
laugardagsins 1. júní f fyrra. Félagi
hans John Edwin Rehm III iiefur
þegar verið dæmdur í átján mánaða
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur
fyrir að stinga ungan íslenskan pilt.
Sá lifði atlöguna af. Escalante hafði
upphaflega verið handtekinn vegna
atviksins en var sleppt.
Við réttarhöldin yfir Rehm kom
fram að hnífurinn sem Rehm viður-
kenndi að hafa beitt gat ekki hafa
valdið öllum stungunum á piltinum.
Fleiri en eitt vimi sögðu Escalante
hafa stungið fómariambið. Hann var
þó ekki ákærður í málinu.
Bandaríkjaher mun ekki hafa litið
mildum augum á þátttöku sinna
manna í átökunum í Hafnarstræti.
Þannig mun áðumefnd 45 daga
einangrunarvist Escalantes hafa ver-
ið hluti refsingar sem hann var beitt-
ur fyrir sinn hlut. Máli hans mun ekki
vera lokið með þessu. Það blasti við
öllum sem fylgdust með réttarhöld-
unum yfir félaga hans Rehm að
sterkar líkur eru á að Escalante hafi
tekið þátt í hnífaárásinni. Lögfræð-
ingur frá hernum mun gæta hags-
muna Escalantes í framhaldinu.
Tveir heimildarmenn DV fullyrða
að Escalante hafi nú þegar verið vik-
ið úr hernum og sé að pakka saman
föggum sínum. Friðþór Eydal, upp-
lýsingafulltrúi varnarliðsins ber
þetta þó til baka. „Escalante sjóliða
hefur ekki verið vikið úr starfi sínu
hjá vamarliðinu," segir Friðþór.
Escalante er kvæntur íslenskri
myndlistarkonu frá Keflavík.
Þess má geta að áðurnefndur
Rehm er í farbanni og dvelur í her-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli á með-
an mál hans er til meðferðar hjá
Hæstarétti íslands. Hann mun vera
frjáls ferða sinna, að minnsta kosti á
varnarsvæðinu. Samkvæmt einum
heimildarmanni DV vakti Rehm að
nýju athygli á sér með uppákomu á
samkomustað óbreyttra hermanna,
barnum Privateers. Þar er Rehm
sagður hafa verið á föstudagskvöldi
fyrir rúmri viku og greitt manni höf-
uðhögg þannig að undan blæddi.
Þetta hefúr ekki fengist staðfest.
gar@dv.is