Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 1. MARS2004 Sport DV 13 mörk ArnórAtlason átti stórleik i sigri KA-manna í Höllinni, skoraði 13 mörk og átti 7 stoðsendingar að auki.Arnór skoraði úr 12 siðustu skotum sinum í leiknum. Arnór var aðeins einu marki frá þvi að jafna markamet Halldórs Ingólfssonar frá 2001. Bikarúrslitaleikur karla 28. febrúar Dómarar: Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson. Gangur leiksins: 1-0, 1-2, 3-2, 3-3, 5-3,11-6,12-8,(12-10), 12-11, 14-11,15-12, 18-16, 20-16, 20-17, 24-17, 28-19, 31-22, 31-23. Bikarúrslitaleikur karla var orðin einstefna skömmu eftir leikhlé. KA- menn settu nýtt markamet (31 mark) og léku sér að Fram í seinni hálfleik sem KA vann með sex marka mun og skoraði 19 mqrk. KA-menn felldu Framara á eigin bragði, það er með frábærri vörn og stórbrotinni markvörslu Hafþórs Einarssonar sem varði 23 skot Framara í leiknum. Fyrir vikið komust Framarar lítið áleiðis og leikurinn endaði í sömu martröð fyrir þá líkt og fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu með 10 mörkum gegn Haukum í Höllinni. Arnór Atlason skoraði úr 12 síðustu skotum sínum í leiknum og kom að 20 mörkum KA-liðsins í leiknum. „Við fundum það alveg frá byrjun að við vorum sterkari. Það var eigin- Mörk KA: (Skot í sviga) Arnór Atlason 13/5(16/5) Andreus Stelmokas 7(11) Ingólfur Axelsson 3(4) Sævar Árnason 3(5) Einar Logi Friðjónsson 3(12) Árni Björn Þórarinsson 1 (2) Jónatan Magnússon 1 (3) Bjartur Máni Sigurðsson (2) Stoðsendingar- Fiskuð vfti: Jónatan Magnússon 11-1 Arnór Atlason 7-1 Andreus Stelmokas 1-1 Sævar Árnason 1-1 Árni Björn Þórarinsson 0-1 Varin skot/víti: (Hlutfall (sviga) Hafþór Einarsson 23/1 (50%) Mörk Fram: (Skot í sviga) Stefán Baldvin Stefánsson 5 (6) Valdimar Þórsson 5/2(12/2) Arnar Þór Sæþórsson 4(4) Héðinn Gilsson 4(16) Jón Björgvin Pétursson 2(4/1) HjálmarVilhjálmsson 2(9) Jón Þór Þorvarðarson 1 (2) Guðjón Drengsson (2) Hafsteinn Ingason (2) Martin Larsen (3) Þorri Björn Gunnarsson (3) Stoösendingar-Flskuð vfti: Valdimar Þórsson 3-0 HjálmarVilhjálmsson 3-1 Héðinn Gilsson 2-1 Egidijus Petkevicius 2-0 Arnar Þór Sæþórsson 1-1 Martin Larsen 1-0 Jón Þór Þorvarðarson 1-0 Hafsteinn Ingason 1-0 Varin skot/v(ti: (Hlutfall í sviga) Egidijus Petkevicius 16(38%) Sigurjón Þórðarson 2 (29%) Samanburður (KA-Fram): Hraðaupphlaupsmörk: 9-7 Mishepp. hraðaupphl.skot: 5-1 Víti fengin: 5-3 Vítanýting: 100%-67% Tapaðir boltar: 10-6 Varin skot í vörn: 9-3 Brottvísanir (í mín.): 6-6 Fráköst: 20-13 Mörk með langskotum:* 4-6 Mörk af línu:* 4-2 Mörk úr horni:* 4-4 * Mörk úr hraðaupphl. eru ekki skráð sem skot úr leikstöðum. 20 marka afmælisleikur Alla Gokorian skoraði 9 mörk og átti 11 stoðsendingar isigri ÍBV i Höllinni en Alla varð 32 ára gömul á bikarúrslitadeginum. KA og ÍBV urðu bikarmeistarar karla og kvenna á laugardaginn þegar bikarúrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni. Þetta var sögulegur bikardagur, bæði lið settu markamet og í fyrsta sinn frá upphafi fara báðir bikarar út á land, karlabikarinn til Akureyrar og kvennabikarinn til Vestmannaeyja í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Kvennaleikurinn var örugglega besti bikarúrslitaleikur kvenna frá upphafi, ekkert Iið hafði skorað 30 mörk í bikarúrslitum fyrr þótt að margir leikirnir hefðu verið tvíframlengdir en nú skoruðu bæði liðin yfir 30 mörk og samtals voru skoruð 67 mörk í leiknum. KA-menn felldu Framara á eigin bragði, með frábærri vöm og markvörslu og bættu markametið í leiðinni í átta marka sigri. Framarar hafa nú tapað flestum bikarúrslitaleikjum karla frá upphafi þar af tveimur á síðustu tveimur árum með samtals 18 marka mun. lega gamli félaginn okkar, Petsja [Egidijus Petkevicius, markvörður Framara], sem var aðallega að angra okkur. Ef það hefði ekki verið fyrir hann hefðum við valtað yftr þá frá byrjun," sagði Arnór. Sönnuðumokkur „í seinni hálfleik small vörnin hjá okkur saman og ég veit eiginlega ekki hvað var að honum í markinu [Haíþóri Einarssyni]. Hann varði eins og ég veit ekki hvað,“ sagði Arn- ór með bros á vör og bætti við: „Þá var sóknarleikurinn ekki mikið vandamál en vörnin og markvarslan lögðu grunninn að sigrinum. Það var búið að tala um Framarana sem gott varnarlið en ég get ekki betur séð en við höfum sannað okkur sem mjög gott varnarlið. Þetta er æðis- lega tilfinning og vonandi bara for- smekkurinn að þvf sem koma skal,“ sagði Arnór sem skoraði 13 mörk úr 16 skotum og bætti við sjö stoð- sendingum. Arnór var aðeins einu marki frá því að jafna tveggja ára markamet Halldórs Ingólfssonar. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, var stoltur af strákunum sínum og átti eiginlega engin orð til að lýsa því hvernig honum liði. „Þetta er ólýs- anleg tilfinning og bara eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var „Það var búið að tala um Framarana sem gott varnarlið en ég get ekki betur séð en við höfum sannað okkur sem mjög gott varnarlið að byrja að þjálfa fyrir einhverjum tuttugu árum síðan. Ég sagði við Arnór Atlason rétt fyrir leikinn, „ég hef grun um að við vinnum þetta ekki, við burstum þetta," og það var bara mín tilflnning svona rétt fyrir leik. Þetta spilaðist hins vegar illa fyrir Framara, þannig séð, þeir fá á sig mörg mörk eftir hraðaupphlaup og það er svo niðurdrepandi að þurfa alltaf að byrja upp á nýtt Qg þeir spiluðu greinilega undir getu í dag. Nú skemmtum við okkur fram á mánudag en setjum síðan stefnuna á stóru dolluna í vor,“ sagði vígreifur og alsæll Jóhannes. Einn af betri ieikjum ferilsins Hafþór Einarsson var að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik en það var ekki að sjá. „Þetta er einn af betri leikjum ferilsins og ekki verra að hann skyldi koma í mín- um fyrsta bikarúrslita- leik. Það var auðvitað spurning um að koma upp á réttum tíma og það tókst öllu liðinu og með svona vörn fyrir framan mann þá verður þetta óneitanlega þægilegra. Þetta er frábært lið og ótrúlega mikið af góðum ungum strákum og það er hálf ótrúlegt að maður sé fjórði elsti leikmaður liðsins, ekki orðinn tutt- ugu og fimm ára,“ sagði Hafþór. Egidijus Petkevicius, markvörður Framara, var þeirra langbesti maður en þessi frábæri mark- vörður frá Litháen lék einmitt áður með KA og hampaði íslandsmeist- aratitlinum með liðinu fyrir tveimur árum og var þá þeirra besti maður. 'Hann meiddist þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og gat lítið beitt sér eftir það og segja má að þá hafí síðasti vonarneisti Framara endanlega slokknað. Petsja tók tapinu af karl- mennsku: „Mínir gömlu félagar mættu afar vel undirbúnir og ein- beittir til leiks hér í dag og voru greinilega hungraðri en við og því fór sem fór. Auðvitað vildum við líka vinna en of margir þættir í leik okkar gengu ekki upp og við fórum illa með nokkur góð færi og þeim tókst að ná mörgum hraðaupphlaupum og skildu okkur eftir. Það er erfitt að elta og vinna upp forskot og þeir voru einfaldlega betri hér í dag og áttu sigurinn fyllilega skilið,“ sagði Petkevicius. 8-1 kaflinn of stór biti Eyjakonur fengu öllu meiri mótstöðu frá liði Hauka en flestir höfðu búist við en 8-1 kafli á 12 mínútum í kringum hálfleikinn færðu þeim frumkvæðið sem entist þeirn út leikinn. Alla Gokorian og Kvennalið ÍBV Bikarmeistarar 2001, 2002 og 2004. Báðir út á land Bikarúrslitaleikirnir í SS-bikar karla og kvenna í handbolta fóru fram í Laugar- dalshöllinni um helgina. Landsbyggðar- liðin, ÍBV í kvennaflokki og KA í karla- flokki unnu sögulegan sigur því í fyrsta sinn í sögu bikarkeppninnar í handbolta fóru báðir bikarar út á land. í ofanálag bættu bæði lið markametið í bikarúrs- litaleikjunum. KA-FRAM 31-23 r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.