Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst
LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 3
Borgfirðingahatur óskast
Spurning dagsins
Myndirðu þora til Spánar á næstunni?
í vikunni gerði ég merkilega upp-
götvun sem varð til þess að ég fór að
sjá uppruna minn í nýju ljósi. Það er
nefnilega óttalegt böl að vera bara
réttur og sléttur Borgfirðingur í flest-
ar ættir og hefur aldrei verið mér til
gagns þegar á móti hefur blásið í
stormum h'fsins. Ekki af því að Borg-
firðingar séu almennt taldir verri
menn en aðrir eða út af því að ein-
hverjum álrrifamiklum hópum í
þjóðfélaginu sé sérstaklega í nöp við
Borgfirðinga, heldur einmitt þver-
öfugt. Borgfirðingar virðast njóta
svipaðrar virðingar og aðrir lands-
menn og hingað til hefur það hvorki
þótt sérstakur kostur né ljóður á ráði
nokkurs manns að vera Borgfirðing-
ur. Það að vera úr Borgarfirðinum er
með öðrum orðum mjög veigalítill
þáttur í persónu Borgfirðinga og ná-
kvæmlega þar liggur hundurinn
grafinn.
Þegar hljómsveitin mín sló
ekki í gegn...
Vegna þessa hef ég ávallt þurft að
taka gagnrýni á mig og verk mín
alvarlega. I hvert sinn sem fundið
hefúr verið að mér eða verkum
mínum hef ég þurft að leita skýring-
anna í greind minni, getu eða hæfi-
leikum, en ekki getað leitað þægi-
legra skýringa í uppruna mínum í
Borgarfirði og verið stikkfrí. Þegar
hljómsveitin mín sló ekki í gegn gat
ég ekki varpað ábyrgðinni á Borg-
firðingahatrið úti í þjóðfélaginu
heldur varð ég að axla hana sjálfur.
Borgfirskar ættir mínar voru ekki
ástæða þess að ég komst ekki inn í
leiklistarskólann á sínum tíma.
Þannig komast Borgfirðingar ein-
faldlega ekki upp með að telja sjálf-
um sér trú um að þeir séu flottastir
og bestir í öllu sem þeir taka sér
fyrir hendur og að eina ástæða þess
að þeir njóti ekki sannmælis sé sú að
heimurinn vinni stanslaust gegn
Borgfirðingum. í mótbyr þurfa
Borgfirðingar því að stunda sár-
saukafulla sjálfsskoðun til að koma
sér upp raunsærri sjálfsmynd. Þetta
Eðlið
Jóhanna Jóhannsdóttir, Asvalla-
götu 28, Reykjavík, skrifar:
Það er kunnara en frá þurfi að
segja að flest illvirki mannkyns-
sögunnar voru og eru framin af
mönnum með brenglað siðferðis-
mat.
í DV þriðjudaginn 9. mars skýr-
ir bæjarstjórinn í Þorlákshöfn frá
afstöðu fólks gagnvart lítilmögn-
urn þannig, að eðli manns sé að
koma illa fram við þá sem minna
mega sín. Það má alltaf koma
betur fram við svona fólk. En
kannski vill það bara hafa þetta
svona.
Nokkrir Þorlákshafnarbúar
Davíð Þór Jónsson
skrifar um Leoncie og
Hannes Hóimstein
Kiallari
þurfa aðrir ekki að gera, til dæmis
hvorki frjálshyggnir fræðimenn né
indverskar ísprinsessur.
Hannes Hólmsteinn er
Leoncie íslenskra stjórnmála
Það rann nefnilega upp fyrir mér
ljós um daginn: Hannes Hólmsteinn
er Leoncie íslenskra stjórnmála!
Bæði fá að vera með af því að enginn
hefur haft hjarta í sér til að Segja þeint
að enginn taki þau alvarlega. Bæði
eru sannfærð um eigin ágæti enda
bæði með tromp á hendi sem fyrir
þeim gerir ásakanir um allt frá lag-
leysi til ritstuldar marklausar, annað
kynþáttafordóma og hitt kommún-
isma. Bæði fá með reglulegu millibili
að láta ljós sitt skína opinberlega, en
hvorugt gerir sér grein fyrir því að
það er bara til að fólk geti hlegið að
þeim. Bæði munu ennfremur líta á
þessa samlíkingu sem móðgun við
sig.
Það hefur nefnilega aldrei hvarflað
að Leoncie að kannski sé hún jafn-
merkilegur tónlistarmaður og Hann-
virðast þessa eðlis þar sem
skemmtan þeirra um árabil hefur
verið sú að niðurlægja og hrella
þroskaheftan einstakling.
Nafnlausar
netbleyður
Guðmundur Jón Sigurðsson
hringdi
Mér finnst full ástæða til að vara
fólk við klámi og sora sem birtist á
Netinu. Internetið hefur valdið bylt-
ingu í samskiptum öllum og það er
grátlegt að þangað skuli safnast fólk
Lesendur
sem undir öllum venjulegum kring-
umstæðum flokkast sem botnfall
samfélagsins. Þar læðast um perrar í
skjóli nafnleyndar og rægitungur fara
hamfömm í skjóli þess að þeir geta
skrifað úr skúmaskotum sínum. Nú
ætla ég ekki að telja upp aflar þær
hættuslóðir sem er að finna í myrkvið-
um netsins en mér finnst ástæða til að
benda fólki á að varast netslóðina
malefnin.com. Þvílik málefnaumræða
sem þar fer fram! Hver rógberinn af
öðmm læðist þar um þræði og varpar
fýlubombum sínum í garð nafn-
greindra fyrirtækja og einstaklinga. Þó
em þar á undantekningar og vil ég
sérstaklega hæla Magnúsi Þór Haf-
steinssyni sem reglulega skrifar þar
undir fullu nafni. Hitt er svo annað
mál hvort honum þyki það við hæfi að
leggja nafn sitt við sorann. Ég sakna
þeirra tíma þegar heilbrigð umræða
átti sér stað á visi.is og skora á máls-
metandi fólk að snúa baki við
rógsvefnum og koma sér á aðrar slóð-
ir; undir fullu nafni. Þá vil ég að Magn-
ús Þór og aðra netmenn á Alþingi taki
sig saman um að koma böndum á
hinar nafnlausu netbleyður með lög-
gjöf sem útilokar óhróðurinn.
es er fræðimaður og það hvarflar
aldrei að Hannesi að hann sé kannski
jafnmerkilegur ffæðimaður og Le-
oncie er tónlistarmaður og það þótt
maður hafi gengið undir manns hönd
til að reyna að koma þeim í skilning
um það. Það að Islendingar hafi hing-
að til tekið góðu tónlistarfólki af öll-
um regnbogans litum opnum örmum
breytir engu um það að Leoncie telur
sig góðan tónlistarmann sem er fórn-
arlamb kynþáttahaturs. Það að ís-
lendingar hafi hingað til tekið góðum
bókum af öllum sortum opnum örm-
um breytir engu um það að Hannes
telur sig góðan rithöfund sem er fórn-
arlamb kommúnisma.
Að vísu yrði maður óþolandi...
Mikið hlyti það að vera þægileg
tilvera að geta vaknað hvern dag
sannfærður um eigin óaðfinnan-
leika og að eina ástæða þess að
heimurinn falli ekki að fótum
manns séu Borgarfjarðarfordómar,
að aðrir njóti meiri velgengni en
maður sjálfur einvörðungu út af
þessu samsæri gegn Borgfirðingum
þarna úti í þjóðfélaginu. Að vísu yrði
maður óþolandi í umgengni eins og
dæmin sanna, en maður væri
ónæmur fyrir aðfinnslum og tæki
ekki mark á öðru en skjalli.Það er
svo einfalt og þægilegt að vera fórn-
arlamb.
DV tekur við lesendabréfum og
ábendingum á tölvupóstfanginu
lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að
stytta allt það efni sem berst til blaðsins
og birta það í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds.
Skelfilegur atburður
„Það er engin spurning að ég myndi
þora til Spánar. Þessi hryðjuverk eru
náttúrlega afar óhugnanleg en við
höfum upplifað ýmislegt i ferðaþjón-
ustunni i gegnum árin, þótt svona
skelfilegur atburður hafi ekki áður átt sér
stað á Spáni. Það er Ijóst að öryggis-
gæsla verður efld til muna og það veitir
manni öryggi til að ferðast."
Laufey Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Plúsferða.
„Ég myndi
hugsa mig um
tvisvar. Þetta
eru hörmulsgir
atburðirsem
þarna hafa átt
sérstað."
Smári
Geirsson,
formaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar.
„Jú, ég held ég
þyrði að fara til
Spánar. Ég
viðurkenni þó
að mér væri
sennilega illa
við að ferðast
með lestum og
vera á fjölförn-
um stöðum.
Hugsa að ég héldi mig fjarri slíkum
stöðum."
Steinunn Vala Sigfúsdóttir,
verkfræðinemi og stigavörður
Gettu betur.
„Já,já, ég væri
alveg óhrædd-
ur við það. Það
er sennilega
aldrei örugg-
ara að vera á
Spáni en
einmitt nú.
Þessi hryðju-
verk eru
náttúrlega skelfileg. Áður upplifðum við
heimsstyrjaldir milli þjóða en nú
hefndaraðgerðir þar sem fórnarlömbin
eru venjulegt fólk en ekki hermenn.
Grunnur hryðjuverkanna er ekki trúar-
legur heldur vegna æ skarpari skila
milli ríkra og fátækra i heiminum."
Sigmar B. Hauksson,
verkefnisstjóri
„Já, alveg hik-
laust. Þessirat-
burðir myndu
ekki stöðva
mig en vissu-
lega hafa þeir
áhrif.Árásin á
Madrid ersvo
hræðileg að
maður skilur
varla hvernig svona geturgerst og því
miður bendir margt til þess að þetta
haldi áfram. Tilgangurinn er öðrum
þræði að gera okkur svo hrædd að við
þorum ekki að ferðast og lama þannig
heilu efnahagskerfin."
Halldór Halldórsson,
bæjarstjóri fsafjarðarbæjar
Tæplega tvö hundruð manns biðu bana í skelfilegum hryðju-
verkum í Madrid í fyrradag. Hópferð (slendinga til borgarinnar
var aflýst.
www.markid.is • Sfmi: 553 5320 • Ármúla 40