Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2004, Side 35
DV Sport
LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 35.
Hörkutólin
mætt aftur
Keflvíkingar hafa
endurheimt þá Gunnar
Einarsson (sjá mynd) og
Fannar Ólafsson eftir
meiðsli og þeir félagar voru
tveir bestu menn liðsins
þegar Keflavík vann
Tindastól, 98-81, í fyrsta
leik átta liða úrslitanna í
fyrrakvöld.
Gunnar Einarsson
skoraði 20 stig og hitti úr 7
af 10 skotum sínum og
Fannar Ólafsson var með
17 stig og 18 fráköst auk
þess að fara fyrir sínu liði í
leikgleði og baráttu. Auk
þeirra var Derrick Allen
með 18 stig og 13 fráköst.
Tindastóll lék án
stigahæsta leikmanns síns í
deildarkeppninni, Nick
Boyd, sem meiddist á ökkla
á æfingu en vonast eftir að
hann spili annan leikinn
sem fer fram á Króknum í
dag. Clifton Cook skoraði
20 stig, tók 9 fráköst og gaf
5 stoðsendingar og landi
hans David Sanders bætti
við 19 stigum og 5
stoðsendingum.
Guðni semur
við Fylki
Guðni Rúnar Helgason
hefur komist að samkomu-
lagi við Fylkismenn um að
leika með þeim næstu þrjú
árin. „Ég er búinn að sam-
þykkja tilboðið frá Fylki og
ég kem suður í næstu viku
til þess að skrifa undir
samninginn. Eftir það verð
ég væntanlega fluttur aftur
suður og get farið að ein-
beita mér að boltanum,"
sagði Guðni í samtali við
DV Sport í gær en
samkvæmt heimildum DV
Sports greiddu Fylkis-menn
rúma milljón fyrir Guðna.
„Ég er mjög sáttur við
samninginn og ég held að
báðir aðilar geti verið mjög
sáttir," sagði Guðni sem er
einnig mjög ánægður með
að spila áfram undir stjórn
Þorláks Árnasonar en þeir
voru báðir í herbúðum
Vals.
Snæfellingar urðu vitni að skotsýningu í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppninni.
Dondrell Whtimore skoraði 39 stig og raðaði körfunum niður þegar Snæfell vann ^
fyrsta leikinn í átta liða úrslitunum gegn Hamri með 13 stiga mun.
Dondrell skaut stressið
Deildarmeistarar Snæfellinga
léku sinn fyrsta leik í
úrslitakeppninni þegar Hamars-
menn komu í heimsókn í Hólminn
á flmmtudagskvöldið. Þetta var
stór stund fyrir „lið ársins" og þeir
stóðust pressuna og unnu öruggan
13 stiga sigur eftir að hafa náð mest
18 stiga forustu, 85-67, um miðjan
fjórða leikhluta. Þetta var fyrsti
sigur Snæfells í sögu
úrslitakeppninnar.
Dondrell Whitmore átti frábæran
leik í liði Snæfells og það má segja að
þessi snjalli Bandaríkjamaður hafí
skotið stressið úr Snæfellsliðinu.
Dondrell skoraði 12 af fyrstu 18
stigum liðsins í leiknum og setti alls
39 stig auk þess að stela 7 boltum og
senda 6 stoðsendingar.
Skotnýting þessarar stóru skyttu
var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik
þar sem hann hitti úr 8 af 12 skotum
(3 af 6 í þriggja) og skoraði 22 af 48
stigum liðsins. Snæfell leiddi með 7
stigum í hálfleik.
Reyndasti leikmaðurinn
Witmore er langreyndasti
leikmaður liðsins og það má segja að
hann hafi dregið vagninn af stað í
þessum fyrsta af væntanlega
mörgum stórleikjum í Stykkishólmi
það sem eftir er vetrarins. Hann
hefur leikið víðvegar um Evrópu og
það er ljóst að hann stóðst það
traust sem Bárður Eyþórsson setti á
hann í þessari frumraun leikmanna
Snæfellsliðsins í úrslitakeppni.
Snæfell hafði tapað síðasta
deildarleiknum eftir að hafa unnið
12 í röð þar á undan og það var því
aukaálag á leikmannahópnum að
vinna sig út úr því tapi í jafnstórum
leik og þessi fyrsti leikur liðsins í
úrslitakeppninni var. Liðið er nú
búið að vinna sinn fyrsta leik í
úrslitakeppni og næst á dagskrá er
að vinna fyrsta einvígið.
Auk Dondrell var Hlynur
Bæringsson allsráður undir
körfunum með 18 fráköst þar af 11
þeirra í sókn auk 13 stiga. Þá
skoruðu þeir Sigurður Þorvaldsson
og Edmund Dotson 12 stig hvor og
Corey Dickersson sá til þess að allt
byrjunarliðið skoraði 10 stig eða
meira en hann gaf einnig 7
stoðsendingar. Það skipti líka máli
að Corey tók 20 færri skot en í tapinu
gegn KFÍ og fyrir vikið komust aðrir
leikmenn liðsins mun betur inn í
leikinn.
Hafa aldrei unnið útileik
Chris Dade skoraði 17 stig fyrir
Hamar, Svavar Pálsson var nreð 16
og Faheem Nelson skoraði 14 stig og
tók 10 fráköst,
Hamarsmenn hafa aldrei unnið á
útivelli í úrslitakeppninni en síðustu
tvö ár hafa þeir unnið heimaleikinn
sinn og tryggt sér oddaleik og nú er
að sjá hvað gerist í Hveragerði á
laugardaginn.
ooj@dv.is
Skotnýting þessarar
stóru skyttu var
frábær, sérstakiega í
fyrri hálfleik þar sem
hann hitti úr 8 af 12
skotum og skoraði 22
af 48 stigum liðsins.
STÓRLEIKUR DONDRELLS
Dondrell Whitmore átti frábæran leik fyrir Snæfell þegar liðið vann fyrsta leik
sinn gegn Hamri, 99-86, í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Dondrell skilaði
sínu allan leikinn eins og sjá má hér fyrir neðan en hann skoraði 7 stig eða
meira í öllum leikhlutunum fjórum þar af yfir 10 stig í þremur þeirra.
Tölfræði Dondrell Whitmore í fyrsta leik Snæfells og Hamars:
1. leikhluti: (21-21)
Stig 12
Stoðsendingar 0
Stolnir boltar 1
Skotnýting 63% (5 af 8)
2. leikhluti: (27-20)
Stig 10
Stoðsendingar 3
Stolnir boltar 2
Skotnýting 75% (3 af 4)
3. lelkhluti: (24-21)
Stig , 7
Stoðsendingar 2
Stolnir boitar
Skotnýting
50% (3 af 6)
4. leikhluti: (27-23)
Stig 10
Stoðsendingar 1
Stolnir boltar 2
Skotnýting 40% (2 af 5)
Samtals: (99-86)
Stig 39
Stoðsendingar 6
Stolnir boltar 7
Skotnýting 57% (13 af 23)
Skotsýning í Stykkishólmi Dondrell Whitmore skoraði 39 stig, stal 7 boltum og gafó
stoðsendingar í fyrsta sigri Snæfellinga i úrsiitakeppninni frá upphafi. DV-mynd Hari
*
★
★
★
ir
★
★
★
Rafmagnsgítarsett
29.900,- stgr.
Rafmagnsgítar
magnari poki, ól- snúra -stillir
og auka strengjasett.
Gítarinn ehf.
Stórhöfða 27, sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Söngkerfi Trommusett frá
frá 59.900,- 49.900,- stgr.