Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 12
72 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Fréttir DV Lengir eftir borgarlög- manni Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram fýrirspum varðandi það hvenær staða borgar- lögmanns verði auglýst laus til umsóknar: „Nú em liðnar um sex vikur frá því að borgarlögmaður sagði starfi sínu lausu með þriggja mánaða fyrirvara. Mun hann því væntanlega láta af störfum um mán- aðarmótin apríl/maí næst komandi,“ benda sjálfstæð- ismenn á. Núverandi borg- arlögmaður Vilhjálmur Vil- hjálmsson hefur aðeins verið í embættinu í örfáa mánuði. Hann hyggst snúa sér aftur að hefðbundnum lögmannsstörfum. Haukur Jónasson var sviptur lækningaleyfi fyrir almennan dómgreindarskort og ekki síst fyrir þjónustu við ólánsmenn af götunni. Sektaður fyrir að halda lækning- um áfram. Hann segir dóminn út í hött. ■ % §5J§fí;f| SkJitið hangir enn Á gmgi Kirkjutargs 4 er Hauktn enn skráður með læknastofu. Skiltið var sönnunargagn i dómsmálinu. ‘ \1 Fór ofttil Noregs Marokkómaðurinn, Jamal Zougam, sem er í haldi spænsku lögreglunn- ar vegna gruns um aðild að hryðjuverkunum í Madrid síðastliðinn fimmtudag, hefur oftsinnis dvalið í Nor- egi. Komið hefur í ljós að Zougam heimsótti Mullah Krekar, stofnanda róttækra hryðjuverkasamtaka ís- lamskra króata, á árunum 1996 til 2001. Norskyflr- völd hafa haft horn í síðu Krekars um langt skeið og hann hefur meðal annars verið yfirheyrður vegna gruns um að hann tengist sjálfsmorðsárásum í N- frak. Rannsókn á hryðju- verkunum miðar að sögn innanríkisráðherra Spánar vel. Öryggi hefur verið hert til mikilla muna á flugvöll- um og lestarstöðvum. Baldur Vilhelmsson „Þaö er allt I lagi hér í fámenn- inu,einmunatíð", segirsr. Baldur Vilhelmsson fyrrver- andi prófastur í Vatnsfirði við ísafjarðardjúp.J gærmorgun klukkan 8 var hiti við frost- mark og í fyrramorgun mæld- ist 2 stiga hiti klukkan 7. Hér er farið að bregða lit á túnum, einkum undir veggjum að sunnan." Séra Baldur segir bú- skap I Vatnsfirði ekki nema svip hjá sjón,„ á veturna eru Landsíminn hér í sókninni 4 til 5 bæir I byggð og ekki er búið venju- legum búskap á þeim öllum." En með sumrinu fer þó að fjölga við Djúp því búið er að byggja mikið afsumarbústöð- um og Ferðaþjónustan i Reykjanesi er nokkuð vel sótt. „Ekki skortir okkur neitt í menningarlegum efnum",seg- irsr. Baldur, „hingað koma bókakassar frá Bókasafninu á Isafirði þrisvar í viku með póst- bílnum, fullir afgóðum bók- menntum enda erþjónusta safnsins hentug og starfsfólk lipurt. Maður á ekki að vera að kvarta", segir sr. Baldur en „ISDN tenging hingað í Djúp er bráðnauðsynleg. “ „Þessi dómur er út í hött,“ segir Haukur Jónas- son, sem var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt auk 120 þúsund króna sakarkostnaðar fyrir að hafa stundað lækningar eftir 20. nóvember 2002 þrátt fyrir að hafa frá þeim degi verið sviptur lækninga- leyfi og honum bannað að kalla sig lækni. Haukur vildi að öðru leyti alls ekki tjá sig um málið og sagðist þurfa að ráðfæra sig við lögfræðing sinn um hvort ekki væri ástæða til að áfrýja niðurstöð- unni til Hæstaréttar. Ákæran gekk út á að Haukur hefði tekið við sjúklingum á starfsstöð við Kirkjutorg í Reykjavík og meðal annars sent þá í blóðrannsókn á Land- spítalanum. Haukur bar hins vegar fyrir dómi, þar sem hann dró mjög í land frá framburði hjá lög- reglu, að hann hefði ekki stundað lækningar„í víðasta skilningi." Læknir og sérfræðingur Var skrifstofa hans sérmerkt honum sem lækni og sérfræðingi í lyflækningum og meltingarsjúk- dómum. Ekkert kemur sérstaklega fram í ákæru um að Haukur hafi gefið út lyfseðla, þótt í lýsingu á málsatvikum sé getið um ábendingar um að Haukur hafi stundað lyfjameðferðir. Þá kemur fram að Haukur hafi gefið vitnaskýrslu í málaferl- um gegn öðrum einstaklingi eftir að hafa verið sviptur og þá tidað sig sem lækni og sérfræðing. Haukur bar hins vegar fyrir dórni, þar sem hann dró mjög í land frá framburði hjá lögreglu, að hann hefði ekki stundað lækningar „í víðasta skilningi", heldur talað við vini og kunningja og eftir atvikum vísað þeim til annarra lækna. Full- yrti hann að tilvísanir til blóðrannsóknar hefðu verið ódagsettar af sinni hálfu og orðið til ffá þvf áður en til sviptingar kom. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari taldi að í ljósi sönnunargagna og vitnisburða væri framburður Hauks ótrúverðug- Skert dómgreind Haukur er 74 ára og samkvæmt heimildum DV taldi Landlæknisembættið sig oft þurfa að hafa af- skipti af lækningum hans á undanförnum árum. Hann var sviptur lækninga- leyfi fyrir ýmsar sakir og almennt fyrir skerta dónt greind, meðal dyggra skjól- stæð- . inga hans voru óláns- menn af götunni. Sem fyrr segir vildi Haukur ekki tjá sig um dóminn og ekki heldur um lækningar sínar almennt. fridrik@dv.is en Haukur Jonasson, fráfarandi læknir Sektaður fyrir lækningar án leyfis. Sviptur fyrirýmsar sakir. Vefur sem flaggaði kennitölum þriggja Guðmunda kærður Persónuvernd hugar að kennitöluflassara „Við munum taka málið fyrir og erum að kanna hvort við getum lið- sinnt manninnum," segir Sigrún Jó- hannesdóttir, forstjóri Persónu- verndar, um kæru sem embættinu hefur borist vegna þess að nafn, kennitala og heimilisfang Guð- mundar Jóns Sigurðssonar var birt á þræði vefsins malefni.com. Vefnum er haldið úti af nafnleysingjum sem fjalla um menn og málefni undir dulnefni. Tilefni þess að einn nafn- leysingjanna tók sig til og birti kennitölur þriggja alnafna var les- endabréf Guðmundar Jóns í DV seinasta laugardag þar sem hann setti út á þá „rógbera" sem gerðu út á hvatir sínar á vefnum. Málverjinn Guðmundur góði lýsti því að hann hefði hringt í alnafnana þrjá og þeir þræti fyrir að eiga aðild að lesenda- bréfinu. Guðmundur Jón, sem kom fram á vefnum undir nafninu Guð- Nafnleysingi Persónuvernd leitar að manni sem birti kennitölur á Netinu. mundur betri lýsti því að nafnleys- inginn hefði aldrei haft samband við sig og fór fram á afsökunarbeiðni vefstjóra og nafnleysingja vegna flöggunar kennitölu sinnar og heim- ilisfangs en því var ekki sinnt. Því kærði hann vefinn. Sigrún segir að daglega sé haft samband við Málvernd vegna kennitalna. Fólk sé eðlilega mjög viðkvæmt fyrir notkun þeirra. Þannig sé kennitalna krafist af minnsta tilefni svo sem að fólk kaupi miða á tónleika. Hún segir þessa kennitölunotkun á Islandi vekja undrun meðal annarra þjóða. „Danir eru mjög hissa á þessu og skilja ekki af hverju svo persónu- legar upplýsingar eru stöðugt uppi á borðinu. Hér er fólk að vakna mjög til umhugs- unar um þessi mál,“ segir Sigrún. Hún segir að erfitt geti reynst að upplýsa um kennitöluflassarann á málefnin.com. Þegar um sé að ræða ís- lensk lén með endinguna .is þá sé hægt að finna ábyrgðarmann en í þessu tilviki eigi annað við. „Það hefur reynst okkur erfitt að eiga við vefi sem eru með .com end- ingu,“ segir Sigrún. Guðmundur Jón Sigurðs- son Vill fá frið með kennitöl- una sina. Sigrun Jóhannesdótt- ir Vill liðsinna Guðmundi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.