Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 Siðast en ekki síst DV Ha? Eins og DV hefur greint frá und- anfarna daga hefur poppstjarnan Birgitta Haukdal nýverið flust bú- ferlum, úr Kópavoginum í hjarta miðborgarinnar. Birgitta býr nú með kærastanum, Benedikt Einarssyni, syni Einars Sveinssonar í Sjóvá, í miðbæ Reykja- víkur. Að sögn vina parsins hafa þau komið sér vel íyrir í íbúðinni, sem er svokölluð penthouse-íbúð. íbúðin mun hafa kostað eitthvað um 22 milljónir en Birgitta kynntist Bene- dikt síðasta sumar þegar þau komu bæði fram í Grease-sýningunni, hún að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu en hann sem dansari. Benedikt stundar annars nám í lögfræði við Háskóla íslands. Þegar gengið er að húsinu er þar einungis að flnna nafn hans á pósthólfinu, enda ekki hægt fyrir poppstjörnu íslands að gefa það upp hvar hún býr. Nýtt heimili Birgittu Hér býr hún ásamt nýja kærastanum þó nafn hennarsé ekki á póstkassanum. Birgitta flutt inn • EddaBjörgvinsdóttír, leikkonan snjalla, stendur sannarlega í ströngu þessa dagana því fyrir utan að leika í 5stelp- um.com vinnur hún nú hörðum höndum að því að setja upp Latabæ í Sólheimum. Stefnt er að því að frumsýna verkið sum- ardaginn fyrsta og er . t sagt að Glanni glæpur Sólheimaleik- hússins sé síst ógnvænlegri en sá sem Stefán Karl Stefánsson skóp í Þjóðleik- húsinu... • DV greindi frá því í gær að hjónin Telma Tómasson fyrrverandi upplýs- ingafulltrúi og hinn virti kvikmynda- Síðast en ekki síst tökumaður Kari Óskarsson væru hætt í Latabæjar genginu sem nú er-að taka upp sjónvarpsþætti fyrir skemmtana- , iðnaðarstórfyrirtækið Nickelodeon. Þráfelldur orðrómur gengur nú manna á milli þess efn- is að fleiri séu hættir enda mun gríðarlegt álag vera á fólki og I unnið dag og nótt. Mun þetta vera vegna þess að tímaáætlanir hafa ekki staðist og yfirvofandi em dagsektír. fþróttaálfúrinn og höfuð- paurinn Magnús Scheving er sagður hafa leitað til Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra með það fyrir augum að ríkið gangist í ábyrgðir. Ekkert af þessu hefur hins vegar fengist staðfest því algert fjölmiðlabann hefur verið við lýði í tengslum við gerð Latabæjar- þáttanna... 5 ákjósanlegir eftirlits- menn með forseta- kosningum á íslandi 1. Jay Leno 2. Abba-flokkurinn 3. Michail Gorbatsjov 4. Quentin Tarantino 5. Alex Ferguson hefur í vöxt að nafnþekktir ís- lendingar séu sendir til útlanda til að hafa eftirlit með kosningum þar. Nú síðast var Sigmar í Kastljósinu við rætur Úralfjalla. Færst Bára Sigurjónsdóttir var frábær hjá Gísla Marteini f sjónvarpinu; unglegri, frískari og skemmtilegri en flestir gest- ir hans til þessa þó svo hún hafi verið að halda upp á 82 ára afmæli sitt. /r | ■■ ■ Fotkaldir verkamenn Frægir sokkarnir komnir á rétta fætur Þeir mega heita sögulegir ullar- sokkarnir sem nú eru loksins komn- ir í réttar hendur, eða öllu heldur á rétta fætur. DV hefur greint frá þessu sérkennilegu máli sem er í stuttu máli á þá leið að Kvenfélaginu Bláklukkunum barst fyrir nokkru pakki frá „gamalli konu að vestan". f bréfi sem pakkanum fylgdi sagði að konan hefði fylgst með fjölmiðlaum- ræðu frá því um haustið (2003) og ekki litist á blikuna þegar íjallað var um fótkalda portúgalska verka- menn. Gamla konan vissi sem var að fátt er mikilvægara en að hafa þurrt á fótunum. Þrátt fyrir að flestir Ómar og Gunnhildur Talsmaður Impreg- ilo veitir hér loks ullarso.kkum viðtöku frá Bláklukkunum á Egilsstöðum. Verkamenn fagna Þessir þrír starfa á hálendinu og þeir kunna sannarlega að meta góða ullarsokka. Portúgalarnir hafi fengið meina sinna bót með sérstakri 300 ullar- sokka sendingu frá Reykjavík um haustið, settist „gamla konan að vestan" niður við prjónaskap. Þegar liðið var á Þorrann var afraksturinn tilbúinn - 30 pör af ullarsokkum sem send voru Gunnhildi Ingvarsdóttur, formanni Bláklukkn- anna, kvenfélagsins á Egilsstöðum. Hinir knáu blaðamenn tímaritsins Austur- glugginn á Norðfirði, vildu hafa milli- göngu í málinu en þá leist Ómari R. Valdimars syni tals- m a n n i Impregilo ekki betur á blikuna en svo að hann taldi þarna um sér- kennilegt sokka- grín að hætti Norðfirðinga að ræða og brást ókvæða við. Það var svo ekki fyrr en Ómar las í DV að allt væri þetta nú sannleikanum samkvæmt, þó með ólíkindum væri, að skriður komst á málið. í kjölfarið afhenti Gunnhildur svo Ómari hina frægu sokka sem kom þeim áleiðis til þakklátra portú- galskra verkamanna. Lárétt: 1 þjáning, 4 veiða, 7 kvabba, 8 þekkt, 10 hópur, 12 leikföng, 13 málmur, 14 kúgar, 15 tryllt, 16 slóttug, 18 eirir, 21 undur, 22 kvæði, 23 muldra. Lóðrétt: 1 ávana, 2 ann- ríki, 3 varanlegur,4 hjálp- uðu, 5 bakki, 6 hagnað, 9 orðrómur, 11 trufli, 16 hlóðir, 17 áköfu, 19 tók, 20 sefa. Lausná krossgátu •eoj 02 ’uieu 61 'njæ l L '<?is 91 '!>|eujo tt jeiujn 6'gje 9'}ej s'nengojsge t^'jn6æ|pue| e'uuo j'>)æ>| t ujajgpo •e|ujn £2'Jngo zz'egmj LZ'-jun gt '6æ|s 91 'gjæ si 'je>jo t?l jejs £i 'jop z\. '69is oi 'uun>| g 'egneu / 'eye þ '|oa>| | :u3Jei Veðrið .... +1 Deb Strekkingur * é < +31 Strekkingur ~#fi Nokkur vindur Gola Nokkur vindur ■1 o * * Gola +5 -3 Strekkingur Strekkingur 4 Allhvasst + 1V* é Strekkingur 'CX* +3 •• Strekkingur C

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.