Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 17
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 17
Verulegur árangur hefur náðst hjá fikniefnalögreglu og tollyfirvöldum í baráttunni
gegn flkniefnum en sífellt eykst það magn sem þeir koma höndum yfir.
Tugir
handteknir
Kaupmannahafnarlög-
reglan réðst í fyrrinótt inn í
fríríkið Kristjaníu og hand-
tók rúmlega fimmtíu
manns. Rassía lögreglunn-
ar er sú umfangsmesta í
langan tíma og var beint
gegn hasssölumönnum.
Aðgerðir lögreglunnar
stóðu í tíu klukkustundir
og voru hasssölubásar við
Pusher Street meðal ann-
ars rifnir niður. íbúar
Kristjaníu samþykktu bann
við sölu á hörðum fíkni-
efnum árið 1980. Sala á
kannabisefnum hefur hins
vegar farið fram fyrir opn-
um tjöldum í Kristjaníu en
nú vilja dönsk stjórnvöld
að tekið verði fyrir slíka
verslun. Fregnir herma að
44 verði ákærðir fyrir eitur-
lyfjasölu og geti átt allt að
tíu ára fangelsisdóma yfir
höfði sér. Um þúsund
manns búa í Kristjaníu og
segir talsmaður þeirra,
Peter Plett, aðgerðirnar
ekkert annað en fjölmiðla-
fár lögreglunnar.
Umtalsvenð aukning n
nevslu e-pilla ng knkaíns
Allt síðastliðið ár var lagt hald á
tæp 55 kg af hassi en fyrstu tvo
mánuði ársins hafa lögregla
og tollgæsla lagt hald á ríflega
helming þess magns, þá hefur
einnig verið lagt hald á umtals
vert meira magn en áður af e
töflum og kókaíni. Á landamær
um var lagt hald á 23.6 kg af
hassi, 228 g af kókaíni og 3,5
g af amfetamíni og 1.000 stk.
af e-töflum. Þetta kemur
fram í frétt frá ríkislögreglu
stjóra.
Embætti sýslumannsins á Kefla-
víkurflugvelli lagði hald á 14 kg af
hassi og 97 g af kókaíni í 19 málum.
Rannsókn vegna þessara mála var í
höndum lögreglustjórans á Keflavík-
urflugvelli, utan tveggja mála er
hlutu rannsókn við embætti lög-
reglustjórans í Reykjavík. I þeim
málum var lagt hald á 10 kg af hassi
og 97 g af kókaíni.
Embætti tollstjórans í Reykjavík
lagði hald á 9.6 kg af hassi og 3 g af
amfetamíni, 132 g af kókaíni og
1.000 e-töflur í 15 málum.
, Rannsókn vegna kókaínsins
I og e-taflanna sem
' tollgæslan lagði hald á fór
fram við embætti lög-
\ reglustjórans í Keflavík.
Þá var einnig lagt
hald á mikið af
fíkniefnum inni í landinu
á tímabilinu og má helst
nefna amfetamín en lögreglan í
Reykjavík lagði hald á 561,74 g
og lögreglan í Keflavík 544,63 g.
Lögregla og tollgæsla hafa á liðn-
um árum lagt áherslu á að sinna
fíkniefnamálaflokknum. Skráðum
fíkniefnabrotum hefur því fjölgað
mikið um allt land á liðnum árum,
eða úr 103 árið 2000 í 240 árið 2004,
vegna aukinna aðgerða lögreglu og
tollgæslu f240 árið 2004.
Kókaín Er að aukast á flkniefnamarkaði
hérlendis
SHanöa\\s»
Askriftar
happdrætti
Ferð fyrir 2 til London eða
Kaupmannahafnar
Á hverjum föstudegi til páska
verður dregið úr öllum
áskrifendum DV og sá heppni
fær ferð fyrir 2 með lceland
Express til London eða
Kaupmannahafnar.
, Vinningshafar verða kynntir í
Askriftarsíminn er 550 5000 helgarblaði daginn eftir útdrátt.
Með DV fylgist þú betur með
þjóðmálaumræðunni hverju
sinni. Helgarblaðið fylgist með
þeim einstaklingum sem skara
fram úr. Helgarviðtalið,
krossgátan, sérstæð sakamál og
margt fleira. DV tekur á málum
af harðfylgi og áræðni. DV veitir
stjórnvöldum hverju sinni
kröftugt aðhald. Á DV duga
engin vettlingatök.