Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 9
Á myndinni sjást hinar hrika-
legur aðstæður sem menn Arnar-
fells vinna við í Hafrahvamms-
gljúfri. Og jökuláin sem fossaði
þarna áður er horfin. Neðst til
hægri sést borvélin sem tvímenn-
ingarnir voru að vinna hjá er grjót-
hrun úr klifinu fyrir ofan banaði
öðrum þeirra, Árna Þór Bjarnasyni
úr Sandvík. Vinna á þessu svæði og
öðrum vinnusvæðum í gljúfrinu
hefur nú verið stöðvuð meðan
komið er upp varnargirðingum og
netklæðningu á bergstálið. Á með-
an sinna þeir verkamenn sem hafa
unnið á þessu vinnusvæði öðrum
verkum á Kárahnjúkum. Nóg mun
að gera á öðrum stöðum á virkjana-
svæðinu enda veður með ágætum
þessa stundina.
Vinnufélagar Árna Þórs sem
höfðu samband við DV segjast hafa
spáð því að slys yrði vegna grjót-
hruns í gilinu. Þeir vildu ekki láta
nafns síns getið af ótta við viðbrögð
yfirmanna sinna. Þeir segja bíla og
vinnuvélar hafa beyglast af völdum
grjóthruns og dæmi séu um að
steinvala hafi fallið á hjálm verka-
manns að ofan. Þeir segja grátlegt
að öryggiseftirlit Landsvirkjunar
hafi ekki brugðist við aðstæðunum,
þar sem grjót féll reglulega á vinnu-
svæðið, þrátt fyrir öryggisgirðingu
undir Kárahnjúk, ofan við bjarg-
brúnina.
Ljóst er að í sumar verður
verkamönnum að störfum á gils-
botninum fjölgað þegar unnið
verður að því að klára virkjunar-
stæðið.
- _ '1 - ‘ .