Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fréttir JJV 18 milljónir í bætur Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið stefnt tíu sinnum á síðustu flmm árum vegna meintra lækna- mistaka. Fimm af þeim mál- um fóru fyrir dómstóla og í tveimur tilvikum var spítal- inn sakfelldur. Þau mál tengdust bæði Jónasi Frank- lín fæðingarlækni sem ný- verið játaði að hafa borið ábyrgð á dauða bams í Keflavík. Af hinum málun- um sem spítalinn lenti í náðist dómsátt í einu tilviki og fimm sinnum náðust samningar um bótagreiðsl- ur án þess að til dóms kæmi. Alls námu bóta- greiðslur 18 milljónum króna á þessum fimm árum. Stungin í brjóstið Kona um fertugt var flutt á slysadeild um hálftíu á laugardagskvöldið með stungusár á brjósti. Maður sem var handtekinn á veitingastað klukkutíma síðar virtist saklaus af verknaðinum. Kon an var stödd í heima- húsi í miðbænum þegar verknaðurinn átti sér stað en ekki er enn vitað hver hafi verið að verkí eða jafn- vel hvort einhver annar hafi verið að verki en konan sjálf. Hún hefur verið góð- kunningi lögreglunnar um áratugaskeið. Hestur á hraðbraut Hestur á miðjum aldri kastaði knapa sfn- um við Breiðholts- brautina skömmu eftir hádegi á laug- ardag. Hestur tók síðan sprettinn upp á brautina og val- hoppaði á móti um- ferðinni. Talsverð ringulreið hlaust af þegar bílar mætti hestinum en snarráðum ökumönnum tókst að forðast að ienda í árekstri við gripinn. Knap- anum tókst með aðstoð að fanga hestinn. Dóphringur í Árnessýslu Fjórir menn og ein kona voru handtekin í Ár- nessýsíu á föstudag- inn vegna rann- sóknar sem tengist gruni lögreglunnar um sölu og dreif- ingu fíkniefna í sýsl- unni. Þeim hefur nú verið sleppt. Lög- reglan leitaði í nokkrum húsum á föstudaginn og fannst nokkuð magn af hassi, lítilræði af af- metamíni og tól tengd fíkniefnaneyslu. Fíkniefna- hundurinn Fenrir lék lykil- hlutverk í leitinni, en rann- sókn heldur áfram. Prestur Seljakirkju lagði hendur á fermingardreng eftir messu. Biðst afsökunar á framferði sínu. Hann segir drenginn hafa látið ófriðlega í messunni. Faðir piltsins fundaði með biskupi íslands og kærði til lögreglu. Prestup biönr Mngnr- dreng fyrirgefningar „Ég bað drenginn afsökunar strax eftir að þetta gerðist," segir séra Valgeir Ástráðsson, sóknar- prestur í Seljakirkju. Séra Valgeir er sakaður um að hafa lagt hendur á fermingar- dreng sem að hans sögn hafð' látið ófriðlega í messu. í kjölfar atviksins fóru for- eldrarnir með dreng- inn á slysadeild og fengu áverkavott- orð. Þau hafa nú lagt fram kæru á hendur Séra Valgeiri til lög- reglunnar í Reykjavfk. „Ég er ekki kæru- glaður mað- ur en þegar svona er gert á hlut barn- anna manns verður maður að grípa til sinna ráða,“ seg- ir Sindri Sveins- son, faðir drengs- ins. Hann segir séra Valgeir hafa tekið í • upphandlegg sonar síns. Dregið hann eftir kirkjunni og upp á skrif stofu. I áverkavott- orðinu kemur fram að drengurinn hafi hlotið húðrof og nokkuð mar á upphandlegg. Sindri segir jafnframt að enginn alvarlegur ófriður hafi verið af stráknum. Þeir hafi setið þrír saman og eitt- hvað verið að pískra - eins og krakkar geri oft á þessum aldri. „Aðalatrið- ið er samt ekki hvort krakk- arnir hafi látið illa í messunni eður ei,“ segir Sindri. „Svona gera menn ein- faldlega ekki.“ Séra Valgeir það skyldu sókn- arprests að láta krakka vita af því þegar þau haga sér illa „Mér þykir þetta mjög leiðin- legt en get ekki séð að ég hafí gert eitthvað rangt" og í þessu tilviki hafi hann verið að trufla guð- þjónustuna. „Ég tók í hendina á honum og hann reif sig af mér,“ útskýrir Valgeir og segist vita af því að hann hafi kannski haldið of fast. „Það komu einhverjir marblettir en þetta heitir hvorki mis- þyrming né annað." Henný Gestsdóttir var stödd í umræddri messu. Hún segist ekki hafa orðið vör við að krakkarnir höguðu sér illa. „Það voru engin læti sem hægt er að tala um,“ segir Henný. „Kannski smá pískur en ekkert alvarlegt." Valgeir segir þetta atvik vera undantekningar- tilvik; oftast nær hegði fermingarbörnin sér vel. „Ef hann hefði ekki rykkt sér frá hefði ekkert séð á honum,“ segir Valgeir. Hann segist hafa talað við foreldra drengsins og beðist afsökunar. „Mér þyk- ir þetta mjög leiðinlegt en get ekki séð að ég hafi gert eitthvað rangt." Atburðurinn hefur vakið undrun sóknarbarna sem mörg hver eiga krakka sem munu fermast hjá Séra Valgeiri. Sindri segir að nú komi ekki til greina að strákurinn sinn verði fermdur hjá sókn- arprestinum. „Ég átti fund með biskupi um þetta mál og honum þótti þetta leitt," segir Sindri og bætir við: „Eins og okkur öllúm.“ simon@dv.is Séra Valgeir Ástráðsson. Prestur Selja- kirkju ersakaðurum að hafa lagt hendur á fermingardreng og biðst afsökunar á fram- ferði sinu. Af hverju fær Svarthöfði ekki að skrifa? Svarthöfði skilur ekkert í því hvers vegna Ólafur Teitur fékk hann ekki til að skrifa eins og einn kafla í stórvirkið sem Bókaútgáfa ríkisins ætlar að gefa út í haust á D-degi, það er að segja deginum þegar Davíð hættir. Þó er Svarthöfði þaulvanur rit- höfundur eftir að hafa skrifað þenn- an fasta dálk sinn áratugum saman og hefur víðtæka þekkingu á íslensk- um stjórnmálum bæði að fornu og nýju. Miðað við ýmsa þá sem nú hefur verið kynnt að skrifa eigi kafla í bókinni, þá sýnist Svarthöfða aug- ljóst að hann sé miklu betur til þess fallinn að skrifa í bókina en ýmsir þeirra sem Ólafur Teitur hefur nú ráðið til starfa. Látum vera Davíð Oddsson for- Svarthöfði sætisráðherra. Hann er náttúrlega rithöfúndur þó að hann hafi ekki skrifað mikið um söguleg efni áður. Það ætti því ekki að vefjast fyrir hon- um að hripa upp kaflann um Hann- es Hafstein. Svarthöfði hefur að vísu nokkrar áhyggjur af því að nýjar upplýsingar um Dýrafjaröarmálið kunni að vefjast svolítið fyrir forsæt- isráðherra. Tilraun Hannesar til að taka breskan togara 1899 hefur hingað til verið talin til marks um hetjulund Hannesar og dirfsku en í þætti í útvarpinu um daginn kom í ljós - og var riijað upp í DV - að Hannes hefði að líkindum bara ver- ið drullufullur og vart með ráði eða rænu. Fyrir Davíð að skrifa um þetta er svolítið eins og nefna snöru í hengds manns húsi en spá Svart- höfða er að Davíð muni skauta létt frá þessu og einbeita sér að fallegri málum sem Hannes stóð í, ekki síst húsbyggingum. En Svarthöfði skilur minna í að t.d. Birgir ísleifur móttökumeistari Seðlabankans sé látinn skrifa í bók- ina. Svarthöfði veit ekki til að hann hafi stungið niður penna síðan í menntaskóla. En hann á að skrifa um Jóhann Hafstein. Blessunarlega var Jóhann forsætisráðherra mjög stutt og kaflalengdin mun víst fara eftir lengd valdasetunnar. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.