Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Page 6
6 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fréttir 0V Stúdentar krefjast Fulltrúar stúdenta í há- skólaráði, æðsta yfirvaldi Há- skóla fslands, munu krefjast þess á fímmtudaginn að skólinn veiti þeim greiðslufrest á skráningargjald til 4. júlí. f tilkynningu frá skrif- stofu nemendaskrár Háskól- ans, sem barst flestum nem- endum á mánudaginn, kom fram að stúdentar yrðu að greiða skráningargjald upp á 32.500 krónur á dögunum 22. til 26. mars skilyrðislaust, en fresturinn hefur verið framlengdur til 2. maí. Hing- að til hefur verið frestur til 20. ágúst. ETAvill ræða við Zapatero Basknesku aðskilnaðar- samtökin ETA hafa gefið út yfírlýsingu um að þau vilji viðræður við Jose Luis Zapatero, leið- toga Sósíalista, sem sigruðu í þingkosn- ingunum í síðustu viku. Samtökin skora á Zapatero að grípa til sterkra og djarfra aðgerða fyrír friði. Zapatero hvatti til vitrænna viðræðna og skyn- semi í baskadeilunni í síð- ustu viku til að binda enda á ofbeldi og finna viðunandi lausn fyrir alla. ETA áskilur sér enn rétt til að beijast fyrir sjálfstæði Baskalands, með ofbeldi eður ei. Á Davíð að hœtta í ríkisstjórn? Ólafur Harðarson prófessor i stjórnmálafræði. „Það eru bæði rök með og á móti. Frá sjónarhóii Davíðs gæti verið skynsamlegt að hætta því það er erftitt að sjá hverju hann getur bætt við fyrri afrek sín. Hins vegar er mjög skiljanlegt að margir sjálfstæðismenn vilji ógjarnan sjá á eftirjafnöflugum for- ingja, ekki síst þar sem alltafer hætta á óróleika og jafnvel upplausn þegar öflugir leið- togar hætta." Hann segir / Hún segir Strákarnir í 70 mínútum hittu og spjölluðu við stelpurnar í Sugababes. Gullfallegar og engin óvild milli þeirra, segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þær segja meint ósætti vera blásið upp; þær hafi verið kvefaðar. Lét Sugababes herma eftir dýrum „Það var ekki að sjá að það væri nein óvild á milli þeirra og þetta eru alveg gullfallegar og skemmtilegar stelpur," sagði Auðunn Blöndal en hann og Pétur Jóhann Sigfússon skelltu sér til Brighton um helgina á tónleika með stelpna- hljómsveitinni Sugababes. „Við fengum einkavið- tal við stelpurnar sem var alveg stórskemmtilegt. Þær gáfu okkur 10 mínútur af sínum tíma sem var mjög fínt enda virkuðu þær mjög ligeglad." Þegar þeir 70 mínútna-menn spurðu þær út í meint rifr- ildi innan hljómsveitarinnar, sem leiddi til frest- unar tónleika og sagna um að hljómsveitin væri að hætta, vildu stelpurnar sem minnst um það tala. „Þær sögðust búnar að tala svo mikið um þetta og væru komnar með leið á því en sögðu málið einungis hafa verið blásið upp og í raun hefðu þær bara verið kvefaðar." Pétri tókst að plata stelpurnar til að herma eftir dýrum en Pétur er náttúrulega frægur sela- „Heidi, þessi Ijóshærða, hljómaði eins og hvolpur sem verið var að stíga ofan á" eftirhermir. „Tvær þeirra voru til í að reyna. Heidi, þessi ljóshærða, hljómaði eins og hvolpur sem verið var að stíga ofan á og Keisha, þessi dökka, urraði eins og tígrisdýr," sagði Auðunn og bætir við að þetta verði allt sýnt í þættinum í kvöld og því mjög forvitnilegur þáttur. Stelpurnar eru væntanlegar til landsins í sumar og samkvæmt Auðunni hlakka þær mikið til. „Þær eru mjög spenntar að koma til Islands og þá sérstaklega að hitta Ásgeir Kolbeins. Þó hafa þær aldrei hitt hann,“ sagði Auðunn. Ferðasagan ásamt viðtal- inu verður sýnd í 70 mínútum í kvöld og segir Auðunn að enginn megi missa af þessum þætti. „Við fengum að hafa myndavélina á tónleik- _. unum og auðvitað vorum við alveg fremst. Það ...... oF '' vK“'\ m**i i "'>.111 hversu góðar á ,, x vi.'lk sviði þær eru U '\ Æi . % °g égætla a|- jak-* ve8 pottþétt ' að sjá þær Auðunn Blöndal Strákarnir 170 mínútum fengu einkaviðtal við stelpurnar I Sugababes. þegar hljómsveitin kemur hingað." í þættinum í kvöld er líka glæný falin myndavél þar sem strák- arnir klæddu sig upp sem vottar jehóva og segir Auðunn gaman að sjá fólk hurð- inni á Sugababes Auðunn sagði að stelpurnar væru greini- lega búnar að semja frið og að þær hlakki mjög til að ii koma til landsins. „Mér hefur virst að stjórn- máiamenn og valdamenn al- mennt eigi ofoft erfitt með að hætta. Davíð Oddsson á að baki glæstan feril á marga mælikvarða. Það kann að vera skynsamlegt fyrir hann að hætta á tindi þess ferils í stað þess að taka þá áhættu að héðan afliggi leiðin niður í móti. Svo er ég almennt þeirr- ar skoðunar að fæstum sé hollt að vera oflengi við völd." Margrét S. Björnsdóttir Forstöðumaður Stofnunar stjórn- sýslufræða og stjórnmála. Sat í gæsluvarðhaldi með sonum sínum Pabbi Skeljagrandabræðra vill skaðabætur Sívar Sturla Bragason hefur höfðað skaðabótamál á hendur ís- lenska ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem sat f ásamt sonum sínum tveimur árið 2002. Fer hann fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur. Sívar er faðir Skeljagranda- bræðranna svokölluðu, Stefáns Loga og Kristjáns Markúsar, en þeir voru ásamt föður sínum handtekn- ir í byrjun ágúst árið 2002 vegna stórfelldrar líkamsárásar á rúmlega tvítugan mann. Árásin átti sér stað á heimili feðganna við Skeljagranda í Reykjavík og þótti afar fólskuleg. Maðurinn sem ráðist var á hlaut meðal annars heilablæðingu og fannst hann í blóði sínu á göngustíg skammt frá heimili feðganna. Bræðurnir voru dæmdir síðastliðið vor og sitja nú í fangelsi - annar hlaut tveggja ára dóm og hinn þriggja og hálfs árs dóm. Sívar var hins vegar ekki ákærður í málinu og er það ástæða þess að hann sækir mál gegn ríkinu. Gæsluvarðhald hans varði í tæpan mánuð og var hann mestallan þann tíma í ein- angrun. Aðalmeðferð málsins fer fram fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann á að baki langan sakafer- il, hefur oftsinnis hlotið dóma fyrir Héraðsdómur Reykjavíkur Skeljagrandabræður voru dæmdir I fangelsi fyrir hrottafengna llkamsárás. Faðir þeirra var úrskurðaður I gæsluvarðhald vegna málsins en siðar kom i Ijós að hann tengdistekki árásinni. líkamsárásir, þjófnaði, hötanir, 2002 fyrir að stela videóspólum á fjársvik, rán, skjalafals og fíkniefna- myndbandaleigu og áfengispela í brot. Síðast var hann dæmdur árið ríkinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.