Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Blaðsíða 10
7 0 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Fréttir DV Hættirað leika Leikkonan Angelina Jolie segist tilbúin að hætta að leika og snúa sér alfarið að mannúðarmálum. Leik- konan er nú að læra til flugmanns og ætlar að nota þá kunnáttu til að fljúga með lækna og mat um heiminn. Hún er virkur stuðningsmaður Samein- uðu þjóðanna og segist vilja meiri tíma til að starfa fyrir þær. „Draumur minn er að hætta að leika innan nokkurra ára og fljúga með mat og fólk um heiminn." Önnur ástæða fyrir flug- náminu segir hún áhuga sónarins Maddox á flugvél- um og henni finnst lífið of stutt til að eyða því ein- göngu í leikinn. Ætlar að gifta sig í sumar Söngkonan Kylie Minogue ætlar að giftast franska kærastanum sínum í sumar að sögn Dannii systur hennar. Sam- kvæmt Dannii bað Kylie hans og giftingin fer væntanlega fram í París, Sidn- ey eða á Barbados. Kylie hafði einungis sagt fjölskyldu sinni fíá fyrirætl- unum sínum en Dannii var fljót að fara með fréttirnar í blöðin enda þarf hún á allri þeirri athygli að halda sem hún getur fengið. Dannii hefur alltaf verið afbrýði- söm út í velgengni systur sinnar því söngferill hennar hefur ekki gengið eins vel og hún vildi. Jón Ársæll býryfir eðlislægu glaðlyndi og hefur einstakt lag á að umgangast fólk. Enda meistari viðtalstækn- innar. En það var honum ekki meðfætt heldur hæfi- leiki sem hann kom sér upp. Jón Ársæll er fylginn sér og þrautseigur. Annað sem merkilegt má heita er að Jón Ársæll er afar verklagihn, jafnvígur á huga og hönd. Jón Ársæll er einn þeirra sem sprakk út um miðjan aldur - með glæsibrag. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur kveðið upp úrskurð þar sem kröfu móður um meðlag er hafnað fyrir tímabil þar sem barnið dvaldi til skiptis hjá móður og föður eða viku i senn hjá hvoru. Garðar Baldvinsson og Gísli Gíslason Ábyrgir feður sem berjast fyrir rétt- indum sínum. - DV-myndVilhelm Piklnp born eldd Sýslumaðurinn í Reykjavík kvað upp úrskurð á síðasta ári í máli þar sem móðir gerði kröfu um meðlag með barni sínu fyrir tímabil þar sem barnið dvaldi til skiptis hjá henni og föður sínum eða viku í senn hjá hvoru. Sýslumaðurinn hafnaði kröfunni og taldi að með því að hafa barnið til helminga á móti móðurinni hefði faðirinn sinnt framfærsluskyldu sinni að fullu. Félag ábyrgra feðra telur þetta vera tímamóta- úrskurð og lið í baráttu þeirra fyrir því að fá með- lagsgreiðslur þær sem þeir inna af hendi viður- kenndar sem framfærslu gagnvart skattyfirvöld- um. Umrætt tímabil var frá því í maí 2002 og fram til mars 2003. Garðar Baldvinsson formaður Félags ábyrgra feðra og Gísli Gíslason talsmaður vinnuhóps fé- lagsins um meðlagsmál segja að það sé fáránlegt að feðrum sé gert að greiða meðlag meðan þeir hafi sjálfir börn sín á heimili sínu og standi straum af framfærslu þess á meðan. „Við höfum svo gert þá eðlilegu kröfu að meðlagsgreiðslur séu metnar sem framfærsla barns gagnvart skattyfir- vöidum," segir Garðar. „Við sendum skattstjóran- um fyrirspurn um málið nýlega en hann svaraði okkur einfaldlega að hann hefði ekki lagaheimild til slíks.“ Framhjá Tryggingastofnun Gísli Gíslason segir að í vinnuhópnum hafi einnig verið rætt um hvort foreldrar barna sem skilja geti ekki samið sín á milli um framfærslu barna sinna framhjá Tryggingastofnun. „í mörg- um tilvikum er faðirinn með börn sín á sínu eigin heimili í lengri eða skemmri tíma í einu og við vilj- um að slíkur tími komi til frádráttar meðlags- greiðslum,“ segir Gísli. „Við höfum kannað stöðu þessara mála í nágrannalöndum okkar og í Noregi til dæmis borga feður ekki nreðlög ef þeir hafa börn sín hjá sér til helmings á móti móðurinni." Hvað varðar skattalega hlið meðlagsgreiðslna segir Gísli að í Danmörku t.d. séu meðlagsgreiðsl- ur viðurkenndar af skattyfirvöldum sem fram- færsla og því frádráttarbærar. Þar að auki séu þær aðeins um 60% af greiðslunum hérlendis. „Það er vitað að meðlögum er ekki ætlað að standa undir framfærslu barna heldur eru þær framlag föðurs- ins til framfærslunnar," segir Gísli. Ráðgjöf Garðar Baldvinsson borgar meðlög með þrem- ur börnum og Gísli Gíslason borgar meðlög með tveimur börnum. Garðar segir að Félag ábyrgra feðra telji nú rúmlega 400 manns. Félagið veitir einstæðum feðrum ráðgjöf á ýmsum sviðum sem snerta samskipti við börn þeirra. „Það er einnig nokkuð um að mæður leiti til okkar og þá í þeim tilfellum að feður barna þeirra sinna þeim ekki sem skyldi," segir Garðar. „Við reynum einnig að leysa úr þeim vandamálum eins vel og við get- um.“ Sjónvarpsstöðin Al-Hurrah tók til starfa fyrir mánuði síðan í Springfield í Virgínu Bandarískt sjónvarp á arabísku Segja má að stjórnvöld í Wash- ington hafi ekki áttað sig á eðli og umfangi arabískra sjónvarpsstöðva, einkanlega Al-Jazeera, fyrr en eft- ir atburðina 11. september 2001. Brá þá nokkuð í brún er lagður var grunnur að sjón- varpsstöðinni Al-Hurrali sem skyldi ná til 310 milljóna áhorfenda í 22 löndum gegn- um gervihnettina Nilesat og Arabsat. Sjónvarpsstöðin er á fjárlögum vestra og hefur sem svarar fjórum og hálfum ís- lenskum milljarði til ráðstöfunar til að senda út efni 14 klulckustundir á sólarhring, allan ársins hring. Al- Hurrah hóf útsendingar 14. febrúar s.L, sendir út fréttir, fréttaskot og fréttaskýringaþætti, list, menningu, samfélags- og dægurmál - og íþróttir að sjálfsögðu. Bandaríkjamenn eru engir nýgræðingar þegar fjölmiðlar og áhrifamáttur þeirra eru annars vegar. For- maður útvarpsráðs fylkis- stjóra vestra og áður Vopnuð átök duga ekki til Sjónvarpsstöð- inni Al-Hurrah beint gegn Al-Jazeera og Al-Arabiya. útvarpsstjóri Voice of America, Kenneth Y. Tomlinson, segir Al- Hurrah ætlað að „lýsa eins og viti á sjónvarpsmarkaði þar sem æsi- fréttamennska og villandi umfjöllun ráða ríkjum." Hún skai einnig kynna ný sjónarhorn til eflingar gagn- kvæmri virðingu, sýna fbúum í Aust- urlöndum nær Bandaríkin í öðru ljósi, vera trúverðug og gæta jafnað- ar en um leið „sigra hug og hjörtu Araba“, eins og George W. Bush Bandaríkjaforseti orðaðiþað íviðtali á frumsýningarkvöldi sjónvarps- stöðvarinnar. Fréttamenn og þulir Al-Hurrah hafa því ekki síst þurft að taka til í orðaforða sínum, stríðandi Palestínumenn og írakar geta þar hvorki verið andspyrnumenn eins og í arabískum sjónvarpsstöðum né hryðjuverkamenn eins og í þeim bandarísku, lrjá Al-Hurrah eru þeir vopnaðar sveitir. Stjórnendur Al-Hurrah hafa sætt nokkurri gagnrýni fyrir nokkuð eins- leitan hóp frétta- og dagskrárgerðar- manna, þeir séu meira og minna all- ir frá Líbanon. Þeir segjast hins veg- ar ekki leggja sérstaka áherslu á að þar vinni fulltrúar frá sérhverju Arabalandanna, fagmennskan.skipti þá mestu. Aðspurðir segjast ungir Kafróbúar ekki þekkja sjónvarps- stöðina, í jórdönsku dagblaði er hún sögð dæmigerð fyrir heimsvelda- stefnu síonista og Bandaríkjamanna og haft er eftir einum áhorfanda að stöðin sé fáránleg, álíka líkleg til að bæta ímynd Bandaríkjamanna í arabalöndum og Biblíusala í Mekku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.