Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Side 15
DfV Fréttir
MÁNUDAGUR 22. MARS2004 75
samlega óviljugar í þetta stríð, það
var harðstjórinn í Bagdad sem
knúði þær í þetta stríð. Og það var
sú tilfmning og sú afstaða, sú mál-
efnalega afstaða, sem ég var að
túlka með mínum orðum sem nú er
verið að snúa út úr fyrir mér. Ég er á
hinn bóginn sammála því að ég á
verðlaun skilin fyrir það sem ég
sagði og svo mikið er víst að enginn,
alls enginn, ekki nokkur maður er
betur kominn að þeim en ég. En öll
umgjörðin í kringum þetta er upp-
hlaup, fáránlega upphlaup, og það
er sorglegt, afskaplega sorglegt þeg-
ar fullorðið fólk kýs að sýna sam-
stöðu með illmennum og hryðju-
verkamönnum með þessum hætti."
UPPGÖTVUN ÁRSINS er næst á
dagskrá. Allt frá því að Aristóteles
hrópaði „evreka" vegna einnar af
sínum merku uppgötvunum hafa
vestræn samfélög verið heltekin af
tækni, vísindum og uppgötvunum
hvers konar. í flokknum Uppgötvun
ársins hefur verið hrein gósentíð að
undanförnu. Eftirtaldir hafa verið
tilnefndir:
COliN PÖWELL Fyrir
að finna flutningabíla í
fraskri eyðimörk, ná af
þeim myndum, fram-
kalla þær og setja upp í
PowerPoint.
DONALD KUMSFELD Fyrir að
svipta hulunni af öllum
ódæðisverkum íraks-.
stjómar á árunum 1980-
1988 þegar hann sjálfur var
fastagestur hjá Saddam.
Betra seint en aldrei.
TONY BIAER Fyrir að
gera mannkyninu grein
fyrir þeirri staðreynd að
íraksher gæti ráðist gegn
svo gott sem allri heims-
byggðinni með efnavopnum með 45
mínútna fyrirvara. Áreiðanlega rétt
... bara ef þeir hefðu átt efnavopn.
BANDARÍKJAHER Fyrir Mark-77
sprengjurnar sem
innihalda öll sömu
efnin og napalm-
sprengjur, virka ná-
kvæmlega eins og napalm-sprengj-
ur og em jafn ilmsætar á morgnana
og napalm-sprengjur en eru samt
auðvitað ekki napalm-sprengjur.
HALLDÓR ÁSGRÍMS-
SON Fyrir að uppgötva - « 1
reyndar einn manna og |
án aðstoðar - sinneps- ji|p
gassprengjurnar í vegar- . '7|
kanti nálægt Basra.
Ogrigmvegatfnnei*
... Halldór Ásgrímsson
fyrir heimsatburðinn.
Eða hugarburðinn.
Er fulltrúi Halldórs
hér? Við þurfum að
finna hann. En það
getur tekið langan tíma að finna
hluti. Við geymum verðlaunin á
meðan...
ÞÁ VERÐUR HUGTAK ársins
verðlaunað. Síðastliðið ár hefur ver-
ið óvenju gjöfult þegar nýsköpun
tungumálsins er annars vegar. Fæst-
ir gera sér líklega grein fyrir því
hversu miklu ríkara íslenskt mál er
(slenska réttarríkið Fulltrúiþess tekur við verðlaunum úr hendi Davíðs Þórs Jónssonar en
vildi ekki flytja þakkarræðu.
nú heldur en fyrir ári, enda ekki auð-
velt að henda reiður á því í daglegu
lífi. Það var auðvitað úr hafsjó ný-
yrða og glæsilegra orðaleppa að
velja í flokknum hugtak ársins en
hinir heppnu eru:
GEORGE W. BUSH
Fyrir Gereyðingarvopna-
áætlunartengd athæfi
(weapons-of-mass-
destruction-progam-
related activities).
DONALDBUMSFELD Fyrir hug-
tökin „Gamla Evrópa“ og
„Nýja Evrópa" þar sem
sú gamla samanstendur
af þeim ríkjum sem ekki
studdu innrásina í írak
en sú nýja af „staðföst-
um ríkjum" á borð við Albaníu,
Tékkland, Litháen og Spán. Já, og
ísland.
AÁríttcst r\tm a vutv
. AavJlíCilJÍN ÍjLJStJítJ
Fyrir útlistanir sínar á
lymskulegri herfræði
Iraka, þ.e. að færa víg-
línuna inn í búðahverfi
stórborganna í stað
þess að hnappast saman í skærlitum
fatnaði á berangri þar sem hægt
væri að sprengja þá í tædur án telj-
andi vandræða.
RANDARÍSKI SKYNDBITAIÐN-
UDURINN Fyrir „Frelsiskartöflurn-
ar“ góðkunnu, svo al-
menningur þyrfti að
taka sér í munn hið
hryllilega blótsyrði
„franskar".
/v\
Mcponaids
MORGUNBLAÐÍÐ
Aftur! Það er ekki nema
eðlilegt að „blað allra
landsmanna" sé fyrir-
ferðarmikið í þessum
flokki og fimmtu tilnefhinguna fær
blaðið fyrir að kalla friðarsinna
„andstæðinga andstæðinga Sadd-
ams Hussein".
..........*. * * ... .. ....
ug sigtHveganini er ^ Morgun-
fyrir útlistanir sínar á her-
fræði íraka.
Meintur fulltrúi
1 blaðsins er mættur.
Hann tekur við
verðlaununum og
segir: „Takk, takk.
Þetta hefur verið við-
burðaríkt ár. Við höfúm ekki haft
undan að þýða og birta fréttimar frá
Reuter, AP, Bandaríkjaher og Hall-
dóri. Spennandi tímar. Takk aftur."
SfiJUSTU VERÐLAUNIN eru fyr-
ir „Réttarríki ársins“. Margir spek-
ingar hafa útlistað fyrir okkur fáfróð-
um hvað sé lögmætt og hvað ekki,
stundum með því að setja fram al-
veg nýjar túlkanir á aljóðalögum og
viðurkendnum mannréttindum í
nafni vestrænna gilda. Nú er komið
það besta af því besta, nefnilega
sjálfu réttarríkinu. Eins og í öðmm
flokkum eru margir kallaðir en að-
eins einn útvalinn. Tilnefnd em:
BANDAKfiON Fyrir að geyma
rúmlega 700 manns
f hlekkjum f Guant-
anamo-herstöðinni
á Kúbu og halda því
fram að lög um meðferð stríðsfanga
gildi ekki um „ólöglega" stríðsmenn.
MEÍLAND'Fyrir
Hutton-skýrsluna.
Ekki til að rannsaka
aðild Breta að stríð-
inu, dauða breskra hermanna eða
mannfall meðal íraka heldur til að
komast að því af hverju breskur
embættismaður ffarndi sjálfsmorð.
Og tókst að hvítþvo Alistair Camp-
bell í leiðinni sem hlýtur að teljast
sérstakt afrek.
HH> NÍFRJÁLSA ÍRAK Fyrir af-
tökur án dóms og
laga - með dyggri
aðstoð her-
námsliðsins.
RÉTf/iRRÍKIÐ
ÍSLAND Fyrir að
sýna Erpi Eyvindar-
syni þá virðingu að
dusta rykið af og dæma hann sam-
kvæmt lagaákvæðum sem síðast
voru notuð til að dæma Þórberg
Þórðarson og Stein Steinarr fyrir að
tala illa um Adolf Hitler og brenna
hakakrossfána.
HÉrTARRfiCIÐ ÍSLAND Að þessu
sinni fýrir svo örvæntingarfúllan
skort á einhverju sem líktist hryðju-
verkamönnum að litið er á ruslpóst
frá Ástþóri Magnússyni sem helstu
ógnunina við öryggi borgaranna.
Og sigurveg-
arinn er ... ís-
lenska réttarrík-
ið fyrir fram-
kvæmd lag-
anna um óvirð-
ingu við erlendar vinaþjóðir. Fulltrúi
þess er hérna við eftirlitsstörf - þessi
í svarta jakkanum með kylfuna.
Lögregluþjónn sem stóð ásamt
félögum sínum varðstöðu um
Stjórnarráðið tók síðan kurteislega
við viðurkenningu friðarsinna en
mun hafa hafnað því að láta nokkur
orð falla.