Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 Sport DV ífyrsta sinn Breski ökuþórinn Jenson Button, sem ekur fyrir BAR- liðið í Formúlu 1 kappakst- rinum, var maður dagsins á Sepang-brautinni í Malasíu í gær. Button náði þriðja sætinu og komst þar með á verðlaunapall í fyrsta sinn á ferlinum. Glæsilega gert hjá þessum 24 ára gamla Breta sem er að aka sitt flmmta tímabil í Formúlunni. Hann var að vonum sáttur eftir keppnina. „Þetta er ótrú- legt. Við höfum ekki toppað okkur en þetta er svo sann- arlega skref í rétta átt,“ sagði Button eftir kepp- nina. Hann er nú í fjórða sæti í keppni ökumanna með níu stig, þremur stig- um á eftir Kólumbíumann- inum Juan Pablo Montoya. Róbert skor- aði sjö mörk Róbert Gunnarsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Árhus GF þegar liðið bar sigurorð af Silkeborg, 31-19, ídönsku 1. deildinni í handknattleik á laugar- daginn. ÞorvarðurTjörvi Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir Árhus sem vann sinn flmmta sigur í röð. Petersons með átta Alexander Petersons skoraði átta mörk fyrir Dússeldorf sem rúllaði yfir Konstanz, 34-19, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Dússeldorf er komið með annan fótinn í þýsku 1. deildina. Tap hjá Garcia og félögum Jaliesky Garcia skoraði fimm mörk fyrir Göppingen sem tapaði fýrir Hamburg, 29-28, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik á laugardaginn. Göppingen er í fimmtánda sæti deild- arinnar en Hamburg í því fjórða. Ólafur og félagar úr leik Ólafur Stefánsson og félagar hans í spænska liðinu Ciudad Real eru úr leik í meistaradeild Evrópu í handknattleik eftir tap gegn Celje frá Slóveníu, 34-32, í seinni leik liðanna í undanúrslitum í Celje á laugardaginn. Ciudad Real tapaði fyrri leiknum heima með eins marks mun, 36-35, og var því við ramm- an reip að draga. Ólafur skoraði eitt mark í leiknum. Önnur keppni ársins í Formúlu 1 kappakstrinum fór fram á Sepang-brautinni í Malasíu í gær. Þjóðverjinn Michel Schumacher vann sinn annan sigur í röð en Bretinn Jenson Button var þó sennilega sigurvegari keppninnar en hann komst á verðlaunapall í fyrsta sinn á ferlinum ÚRSLIT OG STAÐA Það virðist fátt geta stoppað þýska ökuþórinn Michael Schumacher þetta tímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann fór með sigur af hólmi í Malasíu-kappakstrinum í gær og hefur því unnið tvær fyrstu keppnir ársins. Keppnin í Malasíu var þó jafnari heldur en fyrsta keppnin í Melbourne og því eru andstæðingar Schumachers ekki farnir að örvænta enn. enda,“ sagði Schumacher. Hann sagði að það væri auð- veldara fyrir Ferrari-liðið að vera í forystu frá byrjun heldur en að þurfa að elta önnur lið eins og raunin var í fyrra. „I hinum fullkomna heimi myndi ég leiða keppnina frá byrjun til enda. Það væri hin fullkomna staða. Við lifum hins vegar ekki í neinum draumaheimi og því er ég bara ánægður með að vera á toppnum sem stendur," sagði Schu- macher. Tókenga áhættu Juan Pablo Montoya var sáttur með annað sætið eftir keppnina og sagði að hann hefði ekki neina áhættu til að stefna ekki öðru sætinu í hættu. „Ég ók vel í byrjun og tókst að komast fram úr Rubens [Barri- chelloj. Mér fannst bíllinn verða betri og betri eftir því sem líða tók á keppnina og þess vegna reyndi ég að ná Michel [Schumacherj. Ég sá hins vegar að það gat orðið erfitt og því ákvað ég að róa mig niður og halda öðru sætinu sem gaf okkur mikilvæg stig,“ sagði Montoya eftir keppnina í gær. oskar@dv.is Michael Schumacher var fyrstur á ráspól líkt og í Melbourne og hélt forystunni allan tímann. Ástralinn Mark Webber, sem ekur fyrir Jaguar, var annar á ráspól en honum hlekktist á í ræsingunni sem gerði það að verkum að Kólumbíu- maðurinn Juan Pablo Montoya, sem ekur fyrir Williams-liðið, komst í annað sætið. Montoya varð síðan fyrsti ökumaðurinn fyrir utan Schumacher til að leiða keppni á þessu ári þegar Þjóðverjinn tók viðgerðarhlé á níunda hring. Sú forysta stóð þó stutt og þrátt fyrir að Montoya næði hraðasta hring keppninnar þá tókst honum ekki að ná Schumacher. Bretinn Jenson Button, sem ekur fyrir BAR-liðið, komst í fyrsta sinn á verðlaunapall en martröð Finnans Kimi Ráikkönen heldur áfram. Hann þurfti að hætta keppni þegar fimmtán hringir vorú eftir vegna vélarbilunar og á hann enn eftir að klára keppni á þessu tímabili. Michael Schumacher fór varlega í yfirlýsingar á blaðamannafundi eftir keppnina en þetta var í þriðja sinn á ferlinum sem hann vinnur keppnina í Malasíu. Hann sagði að það væri hættulegt að afskrifa aðra keppendur strax þar sem lítið væri búið af tímabilinu. Bíllinn var nægilega hraður „Það eru aðeins búin tvö mót af átján. Ég er kominn með tuttugu stig sem er mun meira en á sama tíma í fyrra. Það er samt ekki hægt að segja að ég hafi verið afslappaður í þessari keppni því ég var undir pressu allan tímann. Bíllinn okkar sannaði hins vegar að hann væri nægilega hraður til að ég gæti haldið forystunni til Staða ökumanna Michael Schumacher, Ferrari 20 Rubens Barrichello, Ferrari 1 Juan P. Montoya, Williams 12 Jenson Button, BAR 9 Fernando Alonso, Renault JarnoTrulli, Renault 6 Ralf Schumacher, Williams 5 David Coulthard, McLaren 4 Felipe Massa, Sauber 1 Staða bílasmiða Ferrari 33 Williams 17 Renault HBMHI BAR 9 McLaren 4 Sauber 1 Úrslit í Malasíu Michael Schumacher Ferrari Juan Pablo Montoya Jenson Button Rubens Barrichello JarnoTrulli David Coulthard Fernando Alonso Felipe Massa Williams BAR Ferrari Renault McLaren Renault Sauber venulega Fastir liðir eins og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.