Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Side 19
DV Sport
MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 19
ÍR-HK 28-39
Mörk ÍR: Einar Hólmgeirs-
son 9, Sturla Ásgeirsson
5/3, Ingimundur Ingi-
mundarson
4, Fannar
Þorbjörns-
son 4,
Hannes Jón
Jónsson 3,
Bjarni Fritzson
2,Tryggvi
Haraldsson
1.
Varin
skot:
Ólafur Helgi
Gíslason 18,
Hreiðar L. Guðmundsson
8. Mörk HK: Andrius
Rackauskas 9, Alexander
Arnarsson 7, Ólafur Vfðir
Ólafsson 7, Samúel
Árnason 6, Atli Þór
Samúelsson 5, Már
Þórarinsson 3, Davíð Hös-
kuldsson 2/2. Varin skot:
Björgvin Páll Gústavsson
23/3.
Stjaman-Haukar 20-46
Mörk Stjörnunnar: Guð-
mundur S. Guðmundsson
6, Bjarni Gunnarsson 3,
Vilhjálmur Halldórsson 3,
Björn Friðriksson 2, Sig-
tryggur Kolbeinsson 2,
Freyr Guðmundsson 2,
Gunnlaugur Garðarsson 1,
ArnarTheódórsson 1. Var-
in stobJacek Kowal 11,
Guðmundur Karl Geirsson
9/1. Mörk Hauka: Jón Karl
Björnsson 11/7, Andri
Stefan 8, Þórir Ólafsson 5,
Matthías Árni Ingimarsson
5, Ásgeir Örn Hallgríms-
son 4/1, Þorkell Magnús-
son 3/1, Pétur Magnússon
3, Robertas Pauzoulis 2,
Vignir Svavarsson 2, Aliak-
sandrs Shamkuts 1, Hall-
dór Ingólfsson 1, Gísli Jón
Þórisson 1/1. Varinskot:
Birkir Ivar Guðmundsson
9/1, Bjöm Viðar Björnsson
12.'
Fram-Valur 27-23
Mörk Fram: Arnar Þór Sæ-
þórsson 8/3, Valdimar
Þórsson 6, Héðinn Gilsson
4, Þorri Björn Gunnarsson
3, Hafsteinn Ingason 3,
Stefán Baldvin Stefánsson
2, Martin Larsen 1,Jón
Björgvin Pétursson 1,
Guðjón Drengsson 1. Var-
in skot: Egedijus Petke-
vicius 18/2. Mörk Vals:
Baldvin Þorsteinsson 6/3,
Atli Rúnar Steinþórsson 3,
Sigurður Eggertsson 3,
Hjalti Gylfason 3, Hjalti
Þór Pálmason 3, Heimir
Örn Árnason 3, Freyr
Brynjarsson 2. Varin skot:
Pálmar Pétursson 9, Örvar
Rúdólfsson 9/1.
KA-Grótta/KR 33-32
Mörk KA: Arnór Atlason
11/1, Einar Logi Friðjóns-
son 7, Jónatan Magnús-
son 5, Andreus
Stelmokas 5, (gflK
Sævar Árnason 3,
Bjartur Máni
Sigurðsson 2. Varin skot:
Hans Hreinsson 11. Mörk
Gróttu/KR: Konráð
Olavsson 10, Kristinn
Björgúlfsson 6, Páll
Þórólfsson 4/2,
Brynjar Hreins-
son 4,
Mag-
nús
Agnar
Mag-
nús-
son 2, Daði Hafþórsson 2,
Kristján Geir Þorsteinsson
2, Þorleifur Björnsson 1,
Oleg Titov 1. Varin skot:
Gísli Guðmundsson 13.
Magdeburg féll úr leik í undanúrslitum meistaradeildar
Evrópu í handknattleik í gær eftir harða baráttu við Flens-
burg í ótrúlega sveiflukenndum leik.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Magdeburg
naga sig væntanlega í handarbökin í dag yfir því að
komast ekki í úrslitaleik meistaradeildarinnar í hand-
knattleik f gær. Magdeburg vann Flensburg með tíu
marka mun, 36-26, en féll úr leik á færri mörkum
skoruðum á útivelli þar sem Flensburg vann fyrri
leikinn á heimaveili, 30-20. Það verður því Flensburg
sem mætir slóvenska liðinu Ceije í úrslitaleik í
Fiamburg.
Það voru ekki margir sem höfðu trú á því að
Magdeburg ætti möguleika á því að vinna upp tíu marka
forystu Flensburg í fyrri leiknum þegar flautað var til
leiks í gær. Leikmenn Magdeburg hófu þó leikinn af
krafti og höfðu sex marka forystu í hálfleik, 19-13,
dregnir áfram af stórleik Frakkans Joels Abati og
markvarðarins Johannesar Bitter. Flensburg byrjaði
síðari hálfleikinn af miklum krafti og náði að minnka
muninn í eitt rnark, 21-20, þegar tíu mínútur voru liðnar
af hálfleiknum. Þá breytti Magdeburg um vörn, fór úr 6:0
vörn í 5:1 þar sem hinn ungi Yves Grafenhorst var fyrir
framan. Grafenhorst, sem er nýorðinn tvítugur, fór
hamförum og náði Magdeburg að auka forystuna í sjö
mörk, 27-20, á aðeins sjö mínútum.
Lokamínútan var síðan æsispennandi. Horna-
maðurinn Christian Schöne kom Magdeburg í 36-25,
ellefu marka forystu sem hefði dugað þeim til að komast
í úrslitaleikinn. Danska stórskyttan Lars Krogh
Jeppensen lagaði stöðuna fyrir Flensburg í, 36-26, þegar
fimmtán sekúndur voru eftir en leikmenn Magdeburgar
voru miklar klaufar á lokasekúndunum. Þeir flýttu sér
alltof mikið og möguleiki þeirra á að komast áfram hvarf
með ótímabæru skoti Olegs Kuleschow nokkrum
sekúndum fyrir leikslok.
Joel Abati skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg, Stefan
Kretzschmar skoraði sex, Grzegorz Tkaczyk skoraði
flmm mörk, Yves Grafenhorst var með fjögur, Christian
Schöne og Oleg Kuleschow skoruðu þrjú mörk hvor,
Sigfús Sigurðsson skoraði tvö mörk og Stefan Just
skoraði eitt mark. Dönsku landsliðsmennirnir Sören
Stryger og Lars Krogh Jeppensen voru markahæstir hjá
Flensburg með sjö mörk, Pólverjinn Marek Lijewski
skoraði fjögur mörk og þeir Johnny Jensen, Lars
Christiansen, Joachim Boldsen og Andrej Klimovets
„Ég er mjög stoltur afstrákunum
og þetta var alveg frábær leikur
hjá þeim."
Stoltur af sínum mönnum Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar,
var stoltur afsínum mönnum eftir leikinn gegn Flensburg og sagði að
þetta hefði tapast i fyrri leiknum i Flensburg. DV-mynd Pjetur
skoruðu tvö mörk hver fyrir hið sterka lið Flensburg sem
getur þakkað fyrir að vera komið í úrslitaleikinn.
Frábær leikur
Alfreð Gíslason þjálfari Magdeburgar, sagði í samtali
við DV sport í gær að það væri fúlt að komast ekki áfram,
sérstaklega þegar mið er tekið af því að liðið var með
boltann sfðustu flmmtán sekúndurnar.
„Ég er mjög stoltur af strákunum og þetta var alveg
ffábær leikur hjá þeim. Við klúðruðum þessu í Flensburg
og það var alveg ljóst að það þurfti allt að ganga upp í
þessum leik til að við kæmumst áfram. Við erum með
yngsta iiðið í deildinni, eigum auk þess í meiðslum og
það má segja að við höfum farið lengra heldur en menn
hefði órað fyrir. Flensburg er með breiðari hóp og
reyndari en á góðum degi erum við með jafngott ef ekki
betra lið og mun meiri karakter," sagði Alfreð.
oskar@dv.is
Hlynur dró
vagninn
Snæfell vann góðan
sigur á Njarðvík, 97-87, í
fyrsta leik liðanna í undan-
úrslitum Intersportdeildar
karla í körfuknattleik í
Stykkishólmi á föstudags-
kvöldið. Jafnræði var með
liðunum fyrstu þrjá leik-
hlutana en Snæfell seig
fram úr í þeim fjórða og
tryggði sér öruggan sigur.
Hlynur Bæringsson (sjá
mynd) átti frábæran leik í
liði Snæfells, skoraði 19 stig
og tók 28 fráköst en Corey
Dickerson var stigahæstur
með 23 stig. Edmund
Dotson skoraði 22 stig og
Sigurður Þorvaldsson skor-
aði 21 stig. Brenton Bir-
mingham var yfirburða-
maður hjá Njarðvík, skoraði
45 stig og tók 11 fráköst.
Liðin mættust á ný í Njarð-
vík í gærkvöld en leiknum
var ekki lokið þegar DV fór í
prentun í gær.
T~
úrslit
Keflavíkurstúlkur
tryggðu sér sæti í úrslitum
1. deildar kvenna á föstu-
daginn þegar þær lögðu
stöllur sínar í Grindavík,
66-62, í þriðja leik liðanna í
Keflavík. Leikurinn var
hnífjafn og spennandi og
réðust úrslitin ekki fyrr en á
síðustu mínútum leiksins.
Erla Þorsteinsdóttir var
atkvæðamest hjá Keflavík,
skoraði 18 stig og tók 8 frá-
köst, Anna María Sveins-
dóttir skoraði 16 stig og tók
15 fráköst og Svava Ósk
Stefánsdóttir skoraði 12
stig. Kesha Tardy skoraði 18
stig fyrir Grindavík og Ólöf
Helga Pálsdóttir skoraði 15
stig og tók 10 fráköst. Kefla-
vík mætir ÍS í úrslitum.
Grindvíkingar byrja undanúrslitin vel
Stungu Keflvíkinga
af á lokasprettinum
Grindvíkingar lögðu granna sína
í Keflavík, 99-84, í fyrsta leik liðanna
í undanúrslitum Intersportdeildar
karla í Grindavík á laugardaginn.
Grindavík hafði yfirhöndina í
fyrri hálfleik og hafði sex stiga
forystu, 47-41, þegar flautað var til
leikhlés. Keflvíkingar komu hins
vegar tvíelfdir til leiks í síðari hálfleik
og höfðu sex stiga forystu að loknum
þriðja leikhluta. í fjórða leikhluta
héldu hins vegar Grindvíkingum
engin bönd. Þegar staðan var, 80-75,
fyrir Keflvíkingum skoruðu Grind-
víkingar sextán stig í röð og sneru
stöðunni í, 91-80, þegar tvær og hálf
mínúta voru eftir. Þar með var
leikurinn búinn og Grindvíkingar
sigldu með fimmtán stiga sigur í
höfn.
Anthony Jones átti frábæran leik
hjá Grindavík og náði þrefaldri
tvennu. Hann skoraði 20 stig, 13
fráköst og 13 stoðsendingar. Darrel
Lewis var stigahæstur hjá Grindavík
með 25 stig og tók 9 fráköst, Jackie
Rogers skoraði 21 stig, tók 13 fráköst
og spilaði frábæra vörn á besta
mann Keflavíkur, Derrick Allen. Páll
Axel Vilbergsson skoraði síðan 16
stig. Nick Bradford var atkvæða-
mestur hjá Keflavík með 28 stig og
tók 8 fráköst, Derrick Allen skoraði
15 stig og tók 8 fráköst, Arnar Freyr
Jónsson skoraði 11 stig og Fannar
Ólafsson skoraði 9 stig og tók 13
fráköst.
Liðin mætast á nýjan leik í kvöld í
íþróttahúsinu í Keflavík en Kefl-
víkingar hafa ekki tapað þar fyrir
íslensku liði síðan 7. janúar á síðasta
ári. oskar@dv.is
Þreföld tvenna hjá Jones AnthonyJones skorarhér tvö aftuttugu stigum sinum Ileiknum
gegn Keflavik en hann náði þrefaldri tvennu i leiknum. DV-mynd Vilhem
*