Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.2004, Síða 21
r py Sport MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 21 Hið stórkostlega lið Arsenal skráði sig í sögubækurnar um helgina þegar þeir lögðu Bolton á Highbury, 2-1. Eiður Smári skoraði stórkostlegt mark fyrir Chelsea og undur og stórmerki gerðust á Old Trafford þegar Man. Utd hélt hreinu Eitt besta lil sögunnar Það þýðir ekkert að rífast um þetta lengur. Liðið sem Arsenal teflir fram í dag er eitt það besta í sögu ensku úrvalsdeildar- innar. Eftir sigur á Bolton hafa þeir leildð 29 leiki í röð án þess að tapa. Það hafa aðeins tvö lið í sögunni gert áður - Leeds tímabilið 1973-74 og Liverpool tímabilið 1987-88. Þeir fá svo guilið tækifæri til þess að sanna sig og taka metið einir þegar þeir mæta Manchester United á Highbury um næstu helgi. Þá verður allt lagt undir hjá báðum aðilum. Arsenal var samt ekkert sérstaklega sannfærandi um helgina þegar þeir mættu Bolton en eins og svo oft áður í vetur gerðu þeir það sem til þurfti. „Ég sé ekkert lið stöðva Arsenal í dag,“ sagði Sam Allardyce, stjóri Bolton. „Þeir eru með þrennuna í höndunum og virðast styrkjast í hverri viku.“ Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gat iítið annað en hrósað sínum mönnum eftir leikinn. „Þetta er stórkostlegt afrek hjá mínum mönnum. Þeir hafa sýnt einstaka þrautseigju með því að spila 29 leiki án þess að tapa. Þeir eiga skilið mikla virðingu. Ekki aðeins fyrir að vera góðir heldur einnig fyrir að vera sterkir andlega um hverja einustu helgi," sagði Wenger sem mætir Chelsea í Meistaradeildinni á miðvikudag. Fergie hrósar Giggs Leikmenn Man. Utd girtu sig í brók á laugardag er þeir fengu Tottenham í heimsókn. Þeir höfðu ekki unnið heima síðan í janúar og þar að auki höfðu þeir ekki haldið hreinu f síðustu 10 leikjum. Það breyttist allt á laugardag. Það var Ryan Giggs sem stal senunni í leiknum með frábærri frammistöðu. „Þegar Ryan leikur svona er hann hreint einstakur," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd. „Hann er búinn að eyða fjórtán árum í að hlaupa upp vinstri kantinn og við ætlumst kannski stundum til of mikils af honum. Það má ekki gleyma öllum meiðslunum sem hafa áhrif á menn en hann hefur hrist það allt af sér og ég er einstaklega ánægður með hann í dag.“ sagði Sir Alex og bætti við að Roy Keane ætti einnig stóran þátt í sigrinum. David Pleat, stjóri Spurs, tók í sama streng. Frábært mark hjá Eiði Smára Eiður Smári skoraði stórkostlegt mark gegn Fulham í 2-1 sigri. Damien Duff gerði sigurmarkið í leik þar sem Claudio Ranieri, stjóri Chelsea, gerði sitt besta í að spara stjörnurnar fyrir leikinn gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag. „Eiður skoraði ótrúlegt mark og ég er verulega ánægður með stigin þrjú. Damien fékk líka fi'n færi en þetta var alls ekki auðveldur leikur," sagði Claudio Ranieri eftir leikinn. Chris Coleman, stjóri Fulham, var fúll. „Ég er mjög vonsvikinn því Chelsea voru ekkert sérstakir og við áttum möguleika að ná í stig hérna. Annars erum við slakir á útivelli og höfum í raun ekkert getað síðan við unnum á Old Trafford." Houllier andaði léttar Hinum hjartveika stjóra Liverpool, Gerard Houllier, var mikið létt eftir að Liverpool marði sigur gegn Wolves á heimavelli. Sami Hyypia skoraði eina mark leiksins á síðustu mínútu leiksins. „Ekki kvarta, við unnum leikinn," sagði Houllier. „Annars gerði sterkur vindur okkur erfitt fyrir og svo hefðum við átt að fá víti þegar Heskey var dreginn niður. Ég skil „Ég ræð bara ekki við mig.Égerað gera það næst besta á eftir því að vera leikmaður og ég myndi gefa mikið tilþess að geta skipt og orðið aftur leikmaður." ekki hvemig var hægt að sleppa því, “ sagði Houllier en Dave Jones, stjóri Wolves, sá atvikið ekki með sömu augum. „Mér fannst fyrst að þetta hefði átt að vera víti en eftir að hafa séð þetta í sjónvarpinu þá sé ég að dómarinn gerði rétt. Okkar maður fór í boltann." Shearer eins og Herkúles Alan Shearer „breytti til“ og fór á kostum með Newcastle er þeir lögðu Charlton á St. James's Park, 3-1. Shearer skoraði tvö mörk og var verulega frískur. „Við sýndum ótrúlegan karakter í þessum leik og maðurinn sem gaf tóninn var fyrirliðinn. Hann var eins og Herkúles. Samt var dæmt ótrúlega gegn honum en alveg sama hvað gekk á þá hélt hann bara áfram. Hann er alveg magnaöur," sagði Sir Bobby Robson, stjóri Newcastle, sem er ekki vanur að spara stóru orðin í garð fyrirliðans. Newcastle klifraði með sigrinum yfir Charlton á töflunni. Alan Curbishley, stjóri Charlton, var hundfúll í leikslok og kenndi dómaranum um. Souness opnarsig Blackburn kom verulega á övart um helgina með því að leggja Aston Villa að velli. Það hefur allt verið í hers liöndum hjá félaginu undan- farið og Graeme Souness, stjóri Blackburn, hefur þurft að glíma við harðar ásakanir frá Andy Cole og Dwight Yorke. Þrátt fyrir það var Cole í liðinu og Yorke á bekknum. „Ég er fimmtugur og langt frá því að eiga enga sök á því sem hefur gerst síðustu viku," sagði Souness. „Ég hef lært að ég á ekld að spila í fimm á móti fimm á æfingum jafn vel þótt það sem gerðist hjá okkur gerist hjá flestum félögum á landinu í hverri viku. Ég ræð bara ekki við mig. Ég er að gera það næst besta á eftir því að vera leikmaður og ég myndi gefa mikið til þess að geta skipt og orðið aftur leikmaður. Það er alveg klárt að ég verð ekki aftur með í fimm á móti fimm," sagði Souness um uppákomuna með Yorke en hann ræddi líka um Cole. „Ég sé eftir sumu sem ég sagði við Andy fyrir tveim vikum síðan. Ef við lentum aftur í álíka eftir viku myndum við báðir bregðast öðru- vísi við því það eina sem skiptir máli í þessu er Blackburn Rovers." Fergusontapaðisér Duncan Ferguson stal senunni þegar Everton heimsótti Leicester. Hann lét reka sig út af eftir 40 mfnútur og réðst svo á Steffen Freund í kjölfarið. „Mér skilst á dómaranum að hann hafi verið rekinn út af fyrir ítrekuð brot. Ég sá það gekk eitthvað á eftir að hann fékk rauða spjaldið en sá það ekki almennilega. Ég vil ekki ræða um það heldur fótbolta," sagði David Moyes, stjóri Everton, um Ferguson. Micky Adams, hinn magnaði stjóri Leicester, var eilítið fúll með að hafa ekki landað öllum þrem stigunum eftir að hafa verið manni fleiri í 50 mínútur. „Við gerum hlutina ekki á auðveldan hátt hér en við áttum samt skilið stig miðað við hversu mikið við vorum með boltann en ég hefði gjarna viljað öll þrjú." henry@dv.is Orvalsdeilo HETJAN... Sami Hyypia Sami Hyypia leysti lið Liver- pool úr fangelsi á lokamín- útunni gegn Wolves. Liverpool var langt frá því að vera sann- færandi í leiknum og lengi vel leit út fýrir enn eina brodend- inguna í vetur en þá kom fyrir- liðinn fyrrverandi svífandi á vettvang og bjargaði þrem mikilvægum stigum sem lyftu Iiverpool upp f fjórða sætið þar sem þeir vilja vera. Hver veit nema lukkan sé loksins gengin í lið með strákunum frá Bítla- borginni? Duncan Ferguson Duncan Ferguson erklár- lega ekki heill á geði. Hann gerði sig sekan enn eina ferðina um brjálæðislega hegðun um helgina þegar hann lét reka sig af velli í fyrri hálfleik gegn Leicester. Hann lét sér ekki ; nægja að fá rautt spjald heldur | gerði liann sitt besta til þess að kreista augun úr andlitinu á Steffen Freund í kjölfarið. Þannig að í stað eins leiks bann er þessi skapbráði Skoti væntanlega á leið í að minnsta j kosti þriggja leikja bann - ef j ekkilengra. Glæsilegt mark Eiður Smári Guðjohnsen skoraði gull afmarki gegn Fulham að heigina. Þrumuskot af25 metra færi sem söng i netinu. Hann sést hér skjóta boitanum í markið og svo fagnar hann með John Terry á eftir. Reuters „Paul er fyrsti maðurinn til að játa að hann var ekki upp á sitt besta í leiknum. Þetta var ekki sá Paul Dickov sem við þekkjum. Kannski hélt hann sér rólegum til að forðast að lenda á forsíðum blaðanna. Það gengur ekki og ég verð að hjálpa honum með þetta,"sagði Micky Adams, stjóri Leicester, um Paul Dickov sem var að leika sinn fyrsta leik eftir að hafa eytt viku íeinu alræmdasta fangelsi Spánar, Sangonera. ■-*-«« «»-n—« Newcastle Steven Gerrard (2) Gaizka Mendieta (3) Liverpool Middlesbrough mynum . í%\ Ryan Giggs (4) Man. Utd Sami Hyypia Liverpool Roy Keane (2) Man. Utd Mark Schwarzer Middlesbrough Brett Emerton (2) Blackburn Ko{oToure(2) Arsenal r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.