Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Qupperneq 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Qupperneq 11
TIM ARHT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLAIMDS 2. hefti 19 58 43. árg. Forspennt steypa Erindi flutt á fundi i Byggingaverkfræðideild VFl í marz 1957. Eftir Árna Pálsson, yfirverkfræðing. Almenn atriði. Fyrir nær tuttugu árum var gerð grein fyrir aðalat- riðum forspenntrar steypu í erindi er flutt var í VFl í febrúar 1938 og birt í timariti félagsins í 1. h. sama ár. Var þar lýst helztu aðferðum sem þá voru notaðar. Síðan hefur hér mikil breyting á orðið og verður í er- indi þessu reynt að gera grein fyrir þeim í aðalatriðum. Aldrei hefur þó forspennt steypa verið notuð hér á landi, svo enginn okkar hefur átt þess kost að fást raun- verulega við þau viðfangsefni, en þar eð þau eru mik- ið rædd meðal verkfræðinga um Evrópu alla, þykir hlýða að gera þeim nokkur skil hér í félagi voru. Fyrstu tilraunir á þessu sviði eru gerðar nokkru fyrir aldamótin, með þvi að teygja jámin er þau liggja í mótunum — áður en að steypan er sett í þau. — Siðan harðnar steypan og þegar hún er orðin nægilega hörð, er slakað á járnunum. Dragast þá bitajárnin saman og orsaka þrýsting i steypunni á þeim stað er annars yrði tog og er þá aðalatriðið, að með forspennu komi fram spennur mótsettar þeim er eiginþungi og hvikþungi mynda og þá helzt nægilega miklar til að vega á móti þeim með öllu. Jafnframt þurfti einnig að vinna bug á áhrifum frá samdrætti srteypu og plastiskum breyting- um. Við fyrstu tilraunir var notað venjulegt stál St. 37 1. mynd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.