Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Qupperneq 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1958, Qupperneq 14
20 TlMARIT VFl 1958 2) Togrifa er að myndast. Oft er þar krafist öryggis 1,2—1,5. 3) Komið er að broti og þá t. d. krafist þess að steypan standist spennur frá þunganum l,5g+2,5p. Að framan var þess getið að nota þurfi háar spennur í jámi, t. d. 10.000 kg/sm2 þegar forspennt er, til að vega á móti plastiskum breytingum og samdrætti steypu, en eftir því sem þær breytingar eiga sér stað í tímans rás, fellur spennan t. d. í 8500 kg/sm- og svipað á sér stað um steypuna. Það er því algengt að bæði steypan og stálið verði fyrir mestri raun, einmitt þegar for- spennt er, svo segja má að efnið hafi þá fengið próf- raun sem mikils er virði. Nokkur helztu forspennukerfi. Forspennu má framkvæma með ýmsu móti, og skal nú reynt að lýsa helztu kerfum sem fram hafa komið til þessa. Er þar fyrst að nefna a) Kerfi Freyssinet. Notað er þar ýmist 5 eða 7 mm sívalt járn úr stáli 150 og 12 slíkum þráðum komið fyrir í blikkröri svo sem sýnt er í 7. mynd. Spíral- undinn þráður er þar og lagður innan við þræðina til að tryggja rétta og hagkvæma legu þeirra. Á 8. mynd eru strengimir komnir á sinn stað í mótunum og sér þar langs eftir bita. 1 9. og 10. mynd er sýnt hvernig þræðir strengsins eru festir i enda bitans eða yfirborð hans. Er það gert með tveimur akkeris sívalningum úr járnbentri steypu. Er öðrum þeirra, — þeim ytri — komið fyr- ir í steypumótunum og festisrt hann þá í steypunni. Innri flötur sívalningsins er keilulagaður og þráðum strengs- ins þrýst upp að hliðum hans með þeim hætti, að vökvapressa teyg- ir þræðina og þrýstir síðan keilu- stúf sem einnig er úr járnbentri steypu, inn í ytri sívalninginn og klemmir þannig þræði strengsins svo þeir renni eigi til, neitt sem heitið getur. Er tilhögun þessi sýnd á 10. og 11. mynd en þar er í tvennu lagi þrýstidælan sem tengd er kólfi með vökvaknúnum stimpli og fær hann spymu í ytri sívalningnum jámbenta. Það er mikill hægðarauki að því, að allir 12 þræðir strengsins eru teygðir í einu, með pressu við hvom bita- enda og að tækin eru handhæg, því að hvort hinna tveggja stykkja er á myndinni sjást, vega 9. mynd. Si r e r>gr/> ^ e rs niá 10. mynd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.