Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Page 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1958, Page 12
42 TÍMARIT VFl 1958 Iðnaðarmálastofnun Islands hefur nú nýlega hafið und- irbúning á stöðlun á byggingarvörum og hlutum, en annars hefur byggingariðnaðurinn enn ekki notið þeirr- ar stofnunar svo um muni. Húsnæðismálastofnunin er ný stofnun, sem hefur tólf- þætt markmið, en er þó ennþá aðeins skrifstofa til út- hlutunar á ríkistryggðum byggingarlánum. —•k— Ýmis konar gagnasöfnun hefur verið framkvæmd öðru hverju á ýmsum atriðum iðnaðarins, en úrvinnsla þeirra gagna er mjög af skornum skammti. Staðbeztu upplýsingarnar um byggingariðnaðinn mun að finna í ársyfirlitum byggingarfulltrúans í Reykjavík. 1 skýrslu hans fyrir árið 1957 má sjá, að 2533 íbúðir hafa verið I smíðum á árinu, en þar af var lokið við 935. Á 1000 íbúa hefur þannig verið lokið við 14.3 íbúðir í Reykjavík, en til samanburðar má benda á, að í norð- vestur Evrópu, að Noregi og V-Þýzkalandi frátöldu, er hún frá 4—6 íbúðir á 1000 íbúa. 1 Noregi komst talan 1953 upp í 10, en hefur síðan verið lækkuð með hömlum. Auk þessa er meðalíbúðin á Islandi heilu herbergi stærri en meðalíbúðir nágrannalandanna, og er auk þess vandaðri að öllum frágangi. Margvíslegar fleiri upplýsingar má vinna úr þessari einföldu skýrslu byggingafulltrúans, og það hefur freist- að margra að draga af henni ákveðnar ályktanir, sem ýmist fordæma eða ofurgylla íslenzkan byggingariðnað. Þetta er þó mjög varhugavert, því miklu fyllri upplýs- inga er þörf, til þess að hægt sé að taka skynsamlegar ákvarðanir í byggingamálum. Þessara upplýsinga verð- ur að leita, og leitin er vinna sérhæfra manna 5 stofn- unum, sem hafa það eitt hlutverk að vinna iðnaðinum í heild gagn. Það kostar að vísu átak að setja á laggirnar stofn- anir af því tagi, sem hér hefur verið rætt um, en dýrt verður það ekki. Þessari fullyrðingu til áréttingar skal sett hér eftirfarandi innskot. Áætlað er, að leggja í Bandaríkjunum á þessu ári um 7 milljarða dala í rannsóknir, og samsvarar það nærri 2% af þjóðartekjum þeirra. Bandarikjamenn telja sér þó mikinn hagnað af þessum framlögum, og há- værar raddir eru um stóraukningu þeirra. Væntanlega liggur það ljóst fyrir, að ekki er þörf framlaga, sem nema hundraðshluta af framleiðslu bygg- ingariðnaðarins til þess að koma á laggirnar rannsókna- stofnun, sem þjónaði iðnaðinum skaplega. Hitt má eins vera ljóst, að vert er að leggja eitt prósent í þann lið iðnaðarins, sem likur eru til að spari 20%. —k— 1 viðhorfunum, sem rakin hafa verið hér að framan, hefur ekki verið gerð tilraun til að kryfja þessi mál til mergjar, heldur hefur verið brugðið upp svipmyndum af einstökum atriðum. Ályktanir af þessum ihugunum verða engar teknar, nema sú, að skorturinn á vitneskju um eigin hag og eigin iðnað dregur úr eðlilegri þróun byggingartækninnar í landinu. Byggingariðnaðurinn í landinu er mjög þróttmikil at- vinnugrein, og störfin í honum eru leyst af hendi af kost- gæfni og dugnaði. Hæfni hinna ýmsu stétta iðn- aðarins er heldur ekki verulega ábótavant. Framfarir í þessum iðnaði eru líka þjóðfélaginu svo nauðsynlegar, að freista ætti allra leiða til þess að greiða fyrir heil- brigðri þróun hans. Skýrsla um störf VFÍ 1957—58 Stjóm félagsins var þannig skipuð: Sveinn S. Einarsson, formaður, Snæbjöm Jónasson, varaformaður, Hannes B. Kristinsson, meðstjórnandi, allir kosnir á aðalfundi VFl 28. febrúar 1956, og Björn Sveinbjörnsson, ritari, Magnús Reynir Jónsson, gjaldkeri, kosnir á aðalfundi 27. febrúar 1957. Vegna dvalar Hannesar B. Kristinssonar erlendis, hef- ur varamaður hans, Guttormur Þormar, mætt á flestum fundum stjórnarinnar. Alls hefur stjórn félagsins haldið 18 bókaða fundi á árinu og tekið fyrir nær 90 mál. Félagsmenn VFl voru á síðasta aðalfundi 241 1 félagið hafa gengið á árinu þessir menn: Björn E. Pétursson, vélaverkfr. frá Ólafur Gunnarsson, byggingaverkfr. — Sigurður Björnsson, byggingaverkfr. Bragi Sigurþórsson, byggingaverkfr. Björgvin Sæmundsson, byggingaverkfr. —- DTH Halldór Helgason, matvælafr. frá Oreg. State Coll. Gyözö Pölöskei, námavélaverkfr. frá Leningrad Gunnar M. Steinsson, byggingaverkfr. frá DTH Gústav Arnar, rafmagnsverkfr. frá Edinborg hásk. Baldur Jóhanness., mælingaverkfr. frá T. H. Múnch. Gunnar H. Kristinsson, vélaverkfr. frá Edinb. hásk. Haukur Pálmason, rafm.verkfr. frá KTH Stokkh. Sigurður Vilh. Hallsson, efnaverkfr. frá Glasg. hásk. Hörður Jónsson, efnaverkfr. frá Edinborg háskóla Markús Þórhallsson, rafmagnsverkfr. frá NTH 15 256 Látizt hafa 3 félagsmenn, þeir: Bjarni Jósefsson, efnaverkfræðingur Axel Sveinsson, byggingaverkfr. Ólafur Dan Danielsson, dr. phil., stærðfr. 3 DTH Ór félaginu hefur gengið 1 félagsmaður: DTH Willy Norup, byggingaverkfr. 1 4 DTH DTH Félagsmenn em nú 252

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.