Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 11
TlMARIT VPÍ 1958 57 Við vegamót þessarar aldar ótta og vonar Eftir Edgar B. Schieldrop prófessor við háskólann í Osló. Stjórn Norska verkfrœöingafélagsins hefur sent öðr- um verkfrœðingafélögum um állan heim bréf, þar sem borin er fram tillaga um, að verkfrœðingar og náttúru- vísindamenn hefjist handa um að lýsa á raunhœfan hátt þeim framförum og bœttum lífsskilyrðum, sem nútíma tœkni og vísindi gœtu fœrt mannkyninu, ef þeim vœri beitt einvörðungu til friðsamlegrar uppbyggingar. Mann- lcynið hefur nú um tvennt að velja. Pað getur tortímt sjálfu sér með því mikla valdi á náttúruöflunum og þeirri tcekni, sem það hefur yfir að ráða, og sem hefur margsinnis verið lýst ýtarlega bœði í rœðu og riti, en það getur líka notað þessa þekkingu sína til þess að skapa sér hamingjuríkara líf. En þeim möguleika hefur verið minni gaumur gefinn. Norska verkfrœðingafélagið beitir sér nú fyrir því, að ráðstefna verkfrœðinga og náttúruvísindamanna verði háldin i Oslo í þeim tilgangi að leiða mannkyninu á skilmerkílegan hátt fyrir sjónir hið betra hlutskipti, er það á völ á. Ábyrgðin hvílir umfram állt á verkfræðingum og náttúruvísindamönn- um, að mannkynið þurfi ekki að velja sér lilutskipti án þess að þekkja betri kostinn. Prófessor Edgar B. Schieldrop við Háskólann í Oslo setti fyrstur fram þessa liugmynd í erindi, er hann flutti fyrir Norska verkfrœðingafélagið og birtist hér í þýð- ingu Guðmundar Martcinssonar. H. G. vænleg, að þótt hugsanlegar ýkjur væru frá dregnar, er hugsunin um slíkan möguleika sem lamandi martröð. Harla uggvænlegt atriði í sögu tækninnar kemur fram I því, sem kalla mætti: Fasvik milli ófriðartækni og friðartækni. Við margar byltingarkenndar nýjungar, sem orðið hafa á liðnum öldum, hefur ófriðartæknin komið fyrst, á undan friðartækninni. En þetta fasvik milli ófriðar- tækni og friðartækni hefur aldrei áður orðið jafnstórt og nú. Að þessu sinni gæti það orðið til þess að binda endi á örlög vor. Á 14. öld nötraði heimurinn af drunu, sem gaf til kynna slikt fasvik. Fallbyssur tóku til að þruma, og þær hafa ekki þagnað siðan á þessari jörð. En falibyssan, með hlaupi sínu, byssukúlunni, sprengiblöndunni og kveiking- unni, er hreyfill. Má því með töluverðum rétti segja, að á sviði ófriðar hafi, með tilkomu fallbyssunnar, vélaöldin hafizt á 14. öld, en á sviði friðar hófst hún ekki fyrr en á 19. öld. Þá hófust einnig um síðir raddir, sem vér i dag könn- umst við á öðm sviði. Árið 1687 sendi franskt timarit beiðni til allra verkfræðinga heimsins um að koma því til leiðar, að púður yrði ekki notað í fallbyssur, sem brátt myndu verða notaðar til þess að skjóta allan heim- inn í rústir. Nei, takið púðrið úr byssunum og notið það í vélar til friðsamlegra starfa. Vandamálið er i meginatriðum hið sama i dag. Þó er sá munur á, að nú er hættan miklu meiri og sínu meira í húfi. Vísindamenn og verkfræðingar ættu að sameinast um að sýna heiminum með ljósum og áþreifanlegum rökum, hvers vænta má í framtíðinni af nútímavísindum og -tækni. Nútímatækni og vísindi eru hugtök, sem vekja hjá mönnum sambland vonar og ótta. Hugsun vor, tvískipt, dvelur einatt við spurninguna: Hvert verður að lokum hlutskipti mannsins á þeirri öld, sem við lifum á, þessari öld, sem ennþá hefur ekki sýnt sitt rétta andlit, en rúm- ar slíka óramöguleika til góðs og ills. Að sjálfsögðu hefur mönnum ætið verið það ljóst, að framfarir í visindum og tækni eru ekki til blessunar ein- göngu, En útbreiddur ótti við áframhaldandi tækniþróun, almenn hræðsla við tæknivisindin í sjálfu sér, hefur aldr- ei verið áberandi þáttur aldarandans — fyrri en í dag. Hvað er það þá, sem vér óttumst? Barnaleg spurning. Svörin lesum vér daglega. Vér óttumst, að orka sú, sem vér sjálfir höfum leyst úr læðingi, kunni að brjótast fram ótamin og gereyða öllu lifandi á þessum hnetti, svo að hann framvegis reiki lífvana um himingeiminn. Sumir segja, að þessi ótti sé ýktur. Ef til vill er það svo. En sú ógn og skelfing, sem um ræðir, er svo geig- Dag nokkurn árið 1919 var hinn frægi eðlisfræðingur, Ernest Rutherford, við skotæfingar i rannsóknarstofu sinni. Smáskotaæfingar mætti kalla þær. Skotin sann- kölluð smásmiði. Köfnunarefnisatómið, sem hann skaut á, mun einnig hafa verið smæsta skotmark, sem um getur á nokkrum skotvelli. Það merkilega skeði, að hann hitti í mark. Og með þeim dapurlega árangri, að þetta atóm — þrátt fyrir mjög rómaðan eiginleika þess að vera fullkomlega óbrotgjarnt — fór í sundur. Nú, jæja, það er svo margt, sem fer i sundur i þessum heimi, svo að atómi meira eða minna — það færir varla heiminn úr skorðum ? Þetta óhapp með eitt köfnunar- efnisatóm getur þó ekki gert gæfumun fyrir gjörvallt mannkyn ? En aðeins 26 árum seinna, árið 1945, nötraði heimur- inn enn á ný af drunu, sem á svipaðan hátt og fall- byssudrunurnar á 14. öld gaf á áhrifamikinn hátt merlci um ný tímamót. Því að um leið og fyrsta. kjarnorku- sprengjan reið af, hófst kjarnorkuöldin á sviði ófriðar- tækninnar, enn einu sinni á undan samskonar viðburði á svið friðartækninnar. Og nú er ekki lengur aðeins um að ræða viðfangsefni vísindalegs eðlis. Það er yfirleitt engan veginn um að

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.