Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 9
TÍMARIT VFI 1958 55 Stjórn Sementsverksmiðju rikisins. Helgi Þorsteinsson, dr. Jón E. Vestdal, Guðmundur Sveinbjörnsson. bœjarstjórn Akraness til þess að gefa lóð undir hana. Afsal fyrir lóðinni var gefið 3. nóvember 1950. Rannsókn á skeljasandinum var haldið áfram, eink- um magni hans. Siðari hluta árs 1952 ákvað atvinnu- málaráðherra, Ólafur Thors, að fengnum tillögum verk- smiðjustjórnarinnar, að sanddælingarskip skyldi tekið á leigu til að dœla sandinum i tilraunarskyni. Sú til- raunadæling fór fram i júni—ágúst 1953 og gaf góða raun. Að henni lokinni var undirbúningi að byggingu verk- smiðjunnar haldið áfram, leitað eftir lánsfé til hennar °g byrjað á jöfnun lóðarinnar í septembermánuði 1954. Snemma árs 1954 tókst fyrir atbeina rikisstjórnar- innar að útvega mestan hluta þess erlenda fjármagns, sem til verksmiðjunnar þurfti, 16 milljónir danskra króna. Forsætis- og atvinnumálaráðherra var Ólafur Thors og fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson. Undir- ritaði bankastjóri Framkvæmdabanka Islands, dr. Benjamín Eiríksson, 10. marz 1956 samning þess efnis við fjármálaráðherra Danmerkur, Sören Kampmann. Ambassador Bandaríkja Norður-Ameríku á Islandi, John J. Muccio, hafði veitt mikilvæga fyrirgreiðslu við lantöku þessa. Undirritaðir voru samningar um smíði véla og ann- ars útbúnaðar til verksmiðjunnar við F. L. Smidth & Co. A/S., Vigerslev Allé 77, Kaupmannahöfn-Valby 22. marz 1956, og gengu þeir í gildi 8. apríl 1956, en áður hafði verið leitað tilboða í vélarnar i ýmsum löndum. Á árunum 1956—1958 tókst fyrir atbeina ríkis- stjórnarinnar að útvega lán til greiðslu innlends kostn- aðar og þess erlends kostnaðar, sem fé var þá ekki fengið til. Menntamála- og iðnaðarmálaráðherra var þá dr. Gylfi t>. Gislason og fjármálaráðherra Eysteinn Jónsson. Framkvæmdabanki Islands hefir lánað af eigin fé til verksmiðjunnar 10.750.000 kr. Þá hefir Framkvæmda- banki Islands, að tilhlutan ríkisstjórnarinnar, tekið tvö lán, sem International Cooperation Administration í Washington, D. C, hefir veitt til framkvæmda á Is- landi, hið fyrra hinn 28. desember 1956, að upphæð 4 milljónir dollara, hið síðara hinn 27. desember 1957, að upphæð 5 milljónir dollara. Báðir lánssamningarnir voru gerðir við Export-Import Bank í Washington og voru undirritaðir af Vilhjálmi Þór, aðaibankastjóra Landsbanka Islands, Seðlabankans, í umboði Fram- kvæmdabankans. Ennfremur tók Framkvæmdabanki Islands fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hinn 11. apríl 1958 lán að upphæð DM 8.400.000.— hjá Kreditanstalt fiir Wiederaufbau, Frankfurt am Main. Lánssamninginn undirritaði í Frankfurt am Main dr. Benjamín Eiríks- son, bankastjóri Framkvæmdabanka Islands. Af fram- angreindum þremur lánum hefir Framkvæmdabankinn endurlánað Sementsverksmiðju ríkisins 48.500.000 kr. Af ríkisfé hefir verið varið 11.100.000.— kr. til und- irbúnings og byggingar Sementsverksmiðjunnar. Sumarið 1956 ákvað iðnaðarmálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gislason, að haga skyldi byggingu verksmiðjunnar þannig, að hægt væri að framleiða í henní allt að 20 þúsund tonn af áburðarkalki á ári.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.