Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 15
TÍMARIT VFl 1958 61 1958, þrátt fyrir þaS, að skattalögin voru endurskoðuð á seinasta Alþingi, og þrátt fyrir það, að Stéttarfélag verkfræðinga skrifaði undir kjarasamninga við fjármála- ráðuneytið f. h. ríkissjóðs 25. júní 1957 jafnframt því að taka fram skriflega við ráðuneytið, að það væri því aðeins gert, að félagið treysti því, að frádráttarbær líf- eyrissjóðsiðgjöld yrðu hækkuð svo sem augljós rök lægju til. Þá, 28. október 1958, heimilaði fjármálaráðherra loks með bréfi til skattstjórans i Reykjavík frádrátt frá tekj- um við skattaframtal vegna lífeyrissjóðsiðgjalda allt að 10% af launum. Má skv. því samanlögð iðgjaldagreiðsla launþega og vinnuveitanda ekki fara fram úr þeirri fjár- hæð. Þessi frádráttur var aðeins heimilaður frá tekjum árs- ins 1957, en ekkert tillit tekið til þess, að skattur hafði einnig verið lagður á lifeyrissjóðsiðgjöld ársins 1956. Það er heldur ekkert tillit tekið til þess, að iðgjaldagreiðslur til Lífeyrissjóðs VFl þurfa að vera hærri en til flestra annarra lífeyrissjóða af ástæðum, sem skýrt er frá í framangreindu bréfi. Sama regla er látin gilda fyrir hann og ýmsa aðra lífeyrissjóði, sem eiga fjárhagslega baktryggingu í þvi fyrirtæki eða stofnun, sem að þeim stendur, og geta því veitt sömu réttindi fyrir lægri beinar iðgjaldagreiðslur heldur en Lífeyrissjóður VFl. Það er því alveg augljóst, að það er réttlætismál, að heimilaðar séu hærri iðgjaldagreiðslur en venjulegt er til frádráttar tekjum, þegar um iðgjöld til Lífeyris- sjóðs VFl er að ræða. H. G. BÓkARUMSÖGN Proceedings of the second symposium on CONCRETE SHELL ROOF CONSTRUCTION 1,—3. july 1957 Teknisk Ukeblad, Oslo, Norway. 382 pp. -- 425 illus. Verð n. kr. 107,— Tímariti VFl hefir borizt til umsagnar ofannefnd bók. Hefir ritstjórinn beðið mig að geta hennar að nokkru. Tilkoma ritsins er á þann veg, að dagana 1.—3. júlí 1957 var haldinn fundur i Osló um „skurn‘‘þök úr steinsteypu. Þetta var annar fundurinn, sem til hefir verið stofnað um þetta efni. Hinn fyrri var i Lundúnum árið 1952. Norska verkfræðingafélagið og norska stein- steypusambandið sáu um fundinn. Rúmlega 200 fulltrúar frá 26 þjóðum sátu fundinn. Bókin er skýrsla um það, er þarna kom fram um þetta efni. Ekki verður annað sagt, en að ritið hlýtur að vekja athygli verkfræðinga, og ekki er hún síður girnileg fyrir arkitekta, þvi þarna gefur að líta myndir og lýsingar af fjöldamörgum skurnþökum. Á hinn bóginn má það vera fyrirkviðanlegt fyrir okkur íslenzku verkfræðingana, þegar og ef arkitektarnir fara að heimta af okkur útreikninga á ýmislega löguðum skurnþökum. Reynslu okkar í því efni er ekki fyrir að fara. Væri vissulega óskandi, ef einhver hinna efnilegri ungu verkfræðinga snéri sér að þvi að kynna sér slíka útreikninga og gerði þá að sérgrein sinni. Hinn ný- stofnaði vísindasjóður ætti að standa slíkum manni op- inn til nokkurs stuðnings. 1 bókinni eru fjórir aðalkaflar: 1. Athyglisverðar nýjungar á sviði skurnþaka ,,sniða“ (design). 2. Nýjar brautir í útreikningi skurnþaka. 3. Rannsóknir á skurnþökum. 4. Forspenntar skurnir og skurnþök úr fyrirfram steyptum hlutum. Ekki hefi ég lesið bókina, þegar þetta er ritað, og má vel vera að á því verði dráttur, heldur aðeins flett henni og blaðað í henni. Er þess vegna ekki að vænta merkilegrar umsagnar frá mér um hana, þó að ég hafi fallizt á að geta hennar. 1 1. kafla er gerð grein fyrir sögulegu yfirliti og fram- vindu í skurnþakagerð í ýmsum löndum. Er þar lýst fjöldamörgum þakgerðum, bæði ein og tvíhvelfdum skurnum yfir mislagaða grunnfleti, svo sem trapizur, þrihyrninga og ferhyrninga. Verða hér ekki rakin dæmi, enda er sjón sögu ríkari. Þó skal þess getið, að mörg eru „formin" þarna skemmtileg og gegna sjálfsagt sinu hlutverki vel, sum hver. En ekki gat ég varizt þeirri hugs- un, að þrátt fyrir efnisrýrar þakgerðir, eigi þær ekki allar rétt á sér, kostnaðarlega séð. Kostnaður við mótasmiði hlýtur að vera mjög mikill víða, nema þá helst þar, sem um endurtekningar er að ræða. 1 fyrsta erindinu segir Amp, að þó bendi framvindan í Bretlandi til þess, að af sé sú öld, er skurnþök voru notuð i tíma og ótíma, nú séu þau frekar notuð þar, sem þau eigi rétt á sér. 2. kaflinn er um útreikninga á skurnþökum og virðist mikið á þessum kafla að græða fyrir þá, sem við þá fást. Ekki treysti ég mér til að fara frekar út í þá sálma, enda ekki tilætlunin. Nægir að benda á, að i þessum kafla er geysimikinn fróðleik að finna. Má hið sama segja um hina kafla bókarinnar. Því verður að fagna, að þessir fundir hafa verið haldn- ir og birtingu þess, er þar hefir verið rætt. Þó að skammt sé síðan byrjað var á því, að gera skurnþök að nokkru ráði, þá eru það þó tveir til þrír áratugir. Hins vegar er miklu skemmra síðan að hægt sé að nefna, að um þessa þakgerð hafi verið til aðgengilegur bókakostur. Fyrst framan af var það svo, að við útreikning þess- ara þaka fengust ekki nema nokkrir útvaldir, og maður hafði á tilfinningunni, að þeir lægju á þessari kunnáttu sinni, en miðluðu ekki af henni. Það er ekki fyr en I síðari heimsstyrjöldinni, að um þetta var farið að skrifa og gefa út bækur svo nokkru næmi, en nú má heita, að um þessi visindi liggi fyrir allgóður bókakostur, og fyllir sú bók, er hér er getið þann flokk. S. T.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.