Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 3

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 3
TIMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 4. hefti 1958 43. árg. Vígsla Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi ÁVARP forseta íslands, herra Asgeirs Asgeirssonar, er hornsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var lagöur 14. júní 1958 Ég hefi nú lagt hornstein Sementsverksmiðjunnar eftir tilmælum verksmiðjustjórnarinnar, og læt nokkur orð fylgja þeirri athöfn. Það þykir máske sumum undarlegt, að hornsteinn skuli lagður, þegar verksmiðjan tekur til starfa. En hornsteinn er nú orðið meir tákn en veruleiki, og raunar enginn hornsteinn, í fornri merkingu, í steinsteypuhúsum. Þessi hornsteinn, sem geymir sögu verksmiðjunnar, er jafn- framt hornsteinn í byggingarsögu framtíðarinnar. Saga húsagerðar á Islandi er að mestu leyti raunasaga fram í lok síðustu aldar. Skógurinn var of smávaxinn, steinn ýmist of harður eða gljúpur, og torfið forgengi- legt byggingarefni. Auðunn biskup rauði lét að vísu brenna kalk úr skeljum í byrjun fjórtándu aldar, en á þvi varð ekki framhald, og kalkbrennslan í Esjunni á nítjándu öld reyndist erfið og dýr og varð skammær. Kalkið eitt hefði heldur aldrei leyst okkar þjóðarvanda. Það er ein þýðingarmesta uppgötvun, sem gerð hefir verið fyrir okkar þjóð, þegar Portlandssementið var fundið í Englandi snemma á síðustu öld, og tók þó nokkurn tíma að læra að blanda það hæfilega með sandi, möl og vatni svo úr því yrði traustur steinn, mótaður rneð því lagi, sem smiðir geta ráðið. Og það er merkilegt til frasagnar, að þegar hið fyrsta steinsteypuhús á Is- landi, Sveinatunguhúsið, var byggð skömmu fyrir alda- mót, þá virðast tveir Islendingar, þeir Sigurður stein- smiBur og Jóhann bóndi, hafa fundið þessa aðferð sjálf- stætt, án erlendra áhrifa. Sandurinn, mölin og vatnið er víðast nærtækt í okkar landi, og kostar lítið meir en flutninginn. Þarna var leystur einn stærsti vandi og mesta nauð- syn Islendinga til frambúðar. Þegar svo var farið að járnbenda steypuna, þá var fengin vörn gegn jarðskjálfta. Og ekki grandar eldurinn heldur. Lausn þessara mála var ákjósanleg, og landið að miklu leyti endurbyggt á síðustu fimmtíu árum. Um steinsteyputækni standa ís- lenzkir iðnaðarmenn nú hverri annari þjóð á sporði. Hvert sem litið er, i sveit og við sjó, þá blasir við sjónum vorum hin nýja steinöld sementsins. Það er því ekki að undra, að þörfin á því að framleiða sementið sjálft í landinu segði til sín. Steinsteypan færir stöðugt út sinn verkahring. Hús, skólar og kirkjur, hafnir, brimbrjótar og stíflur, sundlaugar, brýr og vegir, — til alls þessa þarf mikið magn af sementi, og fleiri viðfangsefni bætast við hvað líður. Tuttugu og tvö ár eru liðin frá því að hafizt var handa um rannsóknir, fyrir tveim árum var byggingarvinnan haf in, — og hér stendur nú sementsverksmiðjan, eitt hið mesta mannvirki, tilbúin að fullnægja þörf þjóðarinnar, og mest allt hráefni inn- lent og nærtækt. Hin miklu mannvirki setja svip sinn á þennan bæ, og þó heldur Akrafjallið fullri reisn sinni. Eg óska þess að sambýlið við aðra atvinnuvegi verði gott um fólks- hald og öll atvinnuskilyrði, og þess ber að gæta, að út- gerðin er, eftir sem áður, höfuðatvinnugrein þessa kaup- staðar. Ég óska þjóðinni í heild til heilla, að vera leyst úr aldagömlum álögum moldarkofanna, hafnleysu og vegleysu. Margt er enn ógert, en sementið og atorkan mun leysa hin stóru viðfangsefni framtíðarinnar, sem áður voru óviðráðanleg. Góðar óskir og guðsblessun fylg- ir þeirri starfsemi, sem hér hefst í dag!

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.