Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 18

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 18
64 TlMARIT VFI 1958 Sigurður Rúnar Guð- mundsson (V. 1958), f. 17. apr. 1929 í Rvík. For. Guðmundur Bjarni, skipa- sm. þar, f. 5. júni 1889, Halldórsson, bónda í Hnifsdal, Sölvasonar, og k. h. Elísabet Guðrún, f. 11. okt. 1901, Guðmundsdóttir, bónda að Melum, Árnes- hr., Str. Guðmundssonar. Stúdent Rvík 1951, próf í efnaverkfræði við T. H. Munchen 1957. Vann þar að rannsóknum á Acetyl- ene til 1958. Verkfr. við Sementsverksmiðju rikisins á Akranesi frá 1958. K. h. 29. okt. 1956, Guðrún Auður, f. 11. nóv. 1930 að Hofteigi, Jökuldal, N.-Múl., Benediktsdóttir, bónda og rithöfundar, Gíslasonar, og k. h. Geirþrúðar Bjarnadótt- ur, útvegsbónda á Akranesi, Gíslasonar. B. þ. 1) Þor- geir, f. 14. jan. 1957 í Rvík, 2) Friðrik, f. 5. maí 1958 í Rvík. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 18. sept. 1958. H. G. Þórður' Gröndal (V. 1958), f. 20. sept. 1931 í Rvík. For. Benedikt Þ. Gröndal, verkfr., f. 27. ág. 1899, sonur Þórðar, hér- aðslæknis í Hafnarfirði, Edilonssonar, og k. h. Halldóra, f. 17. júlí 1899, Agústsdóttir Flygenring, alþm. og kaupm. í Hafnar- firði, Þórðarsonar. Stúdent Rvík 1951, BS próf í vélaverkfræði frá Woreesrter Polytechnic Institute, Mass., 1957. Verkfr. hjá Jackson and Moreland, inc, consultant Engineers, Boston, Mass., 1957—58 og Vegagerð ríkissjóðs frá 1958. K. h. 15. okt. 1954, María Kristín, f. 7. des. 1931 i Rvík, Tómasdóttir, borgarlögmanns, Jónssonar, og k. h. Sigríðar dóttur Sigurðar Thoroddsens, landsverkfræð- ings. B. þ. Sigríður, f. 31. marz 1955. Þórður, Páll, byggingaverkfr. sonur Ingólfs Flygerings, og Kristján, vélaverkfr. sonur Garðars Flygenrings, eru systkinasynir. Þórður er bróðir Ingu konu Jóns A. Skúla- sonar, rafmagnsverkfr., og Helgu konu Sveins Björns- sonar, iðnaðai verkír. Maria er systurdóttir Valgarðs Thoroddsens, rafmagnsverkfr. Veitt innganga í VFI á stjórnarfundi 18. sept. 1958. H. G. Guðmundur Ragnar Ingimarsson (V. 1958), f. 10. sept. 1934 í Rvík. For. Ingimar Ástvaldur, húsa- smíðam. þar, f. 13. okt. 1907, Magnússon, bónda að Ytri-Hofdölum, Skag., Gunnlaugssonar, og k. h. Guðrún, f. 10. júlí 1911, Guðmundsdóttir, bónda að Litla-Holti, Dölum, Hann- essonar. Stúdent Rvík 1954, BS próf í byggingaverkfræði við University of St. Andrews, Skotlandi, 1958. Verkfr. hjá Bæjarverkfræðingi í Rvík frá 1958. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 18. sept. 1958. Jón Reynir Magnússon (V. 1958), f. 19. júní 1931 í Rvík. For. Magnús, húsa- sm.m. þar, f. 18. febr. 1893, Jónsson, trésmiðs i Vík, Mýrdal, Brynjólfs- sonar, og k. h. Halldóra, f. 8. apr. 1896, Ásmunds- dóttir, bónda að Hofi, Hofshr., A.-Skaft., Davíðs- sonar. Stúdent Rvik 1951, BS próf í efnaverkfræði frá Rensselaer Polytechnic Institute, Troy, New York, 1956 og MS próf í mat- vælaiðnaðarfræði (Food Technology) frá Iowa State College, Ames, Iowa, 1958. Kennari við Iowa State College 1956—58, verkfr. hjá Útflutningsdeild S.I.S. frá 1958. K. h. 11. júní 1955, Guðrún Sigríður, f. 30. júlí 1930 að Auðkúlu, Svínavatnshr., A.-Hún., Björnsdóttir, pró- fasts þar, Stefánssonar, og k. h. Valgerðar Jóhannes- dóttur, bónda að Torfastöðum, Svartárdal, A.-Hún., Sig- fússonar. B. þ. 1) Magnús Reynir, f. 22. okt. 1956 í Ames, Iowa, Bandarikjunum. Jón og Sveinn Torfi Sveinsson, byggingaverkfræðingur, eru þremenningar. Veitt innganga í VFl á stjórnarfundi 30. sept. 1958. TÍMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ISLANDS kemur út eigi sjaldnar en sex sinnum ú. ári og flytur greinar um verkfræðileg efni. Argangurinn er alls um 100 síður og kostar 100 krónur, en einstök hefti 20 kr. — Ritstjórl: Hinrik Guðmundsson. Rit- nefnd: Baldur Líndal, Guðmundur BjVnsson, Helgi H. Árnason og Magnús Reynir Jónsson. — Útgefandi: Verkfræðingafélag íslands. — Afgreiðsla tímaritsins er í skrifstofu félagsins á Skólavörðustíg 3 A, Reykjavík. Sími 19717. Pósthólf G45. STEINDÓRSPRENT H.F.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.