Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 4
50 TÍMARIT VPl 1958 RÆÐA dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, iönaðarmálaráðherra Herra forseti Islands. Virðulega forsetafrú. Heiðruðu gestir. íslenzk þjóð hefur búið á Islandi í nær ellefu hundruð ár án þess að hafa annað efni i landi sínu en torf og óhöggvinn stein til þess að reisa sér híbýli og hús til at- vinnurekstrar. Þetta á ekki við um nokkurt annað ná- !ægt ríki, þar sem lifað hefur verið menningarlífi. Margir mundu segja það land óbyggilegt, þar sem engin væru byggingarefni. Ýmsir mundu telja það ótrúlegt, að menn- ing gæti þróazt með mönnum, sem búa í mold og grjótí. Og enn mundu margir álíta það óhugsandi, að slíkt fólk gæti verið sjálfstæð þjóð. 1 þessu efni sem svo mörgu öðru má saga Islendinga þó teljast til einsdæma. Hún er ævintýri, sem er spenn- andi af því að það greinir frá tvísýnni baráttu, heillandi, af því að það er ótrúlegt, lærdómsríkt, af því að það er satt. Á. fyrstu öldum Islandsbyggðar voru aðstæður til bygginga að visu betri en síðar varð. 1 skógum þeim, sem þá uxu í landinu, máttí höggva við til húsagerðar, og gildur rekaviður flaut að ströndum. Samt varð að flytja mikið timbur til landsins. En fornmenn töldu það Ofninn í verksmiðjunni á Akrancsi er 100 m að lengd. og hvílir hann á fjórum undirstöðum. :

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.