Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Qupperneq 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Qupperneq 4
50 TlMARIT VFl 1958 RÆÐA dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, Sðnaðarmálaráðherra Herra forseti Islands. Virðulega forsetafrú. Heiðruðu gestir. Islenzk þjóð hefur búið á Islandi í nær ellefu hundruð ár án þess að hafa annað efni í landi sinu en torf og óhöggvinn stein til þess að reisa sér híbýli og hús til at- vinnurekstrar. Þetta á ekki við um nokkurt annað ná- lægt ríki, þar sem lifað hefur verið menningarlífi. Margir mundu segja það land óbyggilegt, þar sem engin væru byggingarefni. Ýmsir mundu telja það ótrúlegt, að menn- ing gæti þróazt með mönnum, sem búa í mold og grjóti. Og enn mundu margir álíta það óhugsandi, að slíkt fólk gæti verið sjálfstæð þjóð. 1 þessu efni sem svo mörgu öðru má saga Islendinga þó teljast til einsdæma. Hún er ævintýri, sem er spenn- andi af því að það greinir frá tvisýnni baráttu, heillandi, af því að það er ótrúlegt, lærdómsríkt, af því að það er satt. Á fyrstu öldum Islandsbyggðar voru aðstæður til bygginga að vísu betri en síðar varð. 1 skógum þeim, sem þá uxu i landinu, mátti höggva við til húsagerðar, og gildur rekaviður flaut að ströndum. Samt varð að flytja mikið timbur til landsins. En fornmenn töldu það Ofninn í verksmiðjunni á Akranesi er 100 m að lengd. og hvílir hann á fjórum undirstöðum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.