Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 13
TlMARIT VFl 1958 59 Hin lífvana jörð ber vitni auðnuleysi mannanna, sem einu sinni áttu þar heimkynni — og- gervitunglin, sem sveima eftir brautum sínum, mynda einskonar sigurboga til minja um frábæra — en misnotaða — tækniþekkingu og snilli jarðarbúa. Tjaldið fellur. Harmleiknum er lokið. En mannkynið óskar ekki eftir slíkum lokaþætti. Það óskar eftir því, að örvænting snúist í nýja von, að eigi verði lokaþáttur heldur ný byrjun. Vér, sem höfum helgað störf vor tækni og vísindum, höfum hlotið þá skyldu og köllun að sýna heiminum hið fyrirheitna takmark, sem veitir lífinu tilgang. Vér erum þess megnugir að hefja upp merkið, sem glætt getur vonir um nýja dagrenning. Ilr hvaða stéttum koma verkfræðingar ? 1 byrjun október 1958 gerði ég athugun á stétt og starfi feðra félagsmanna VFl frá öndverðu í þeim til- gangi að komast að raun um, úr hvaða stéttum verk- fræðingar kæmu og hvaða breytingar ættu sér stað á þvi frá einum tíma til annars. Voru feður félags- manna taldir saman eftir stéttum annars vegar og hins vegar eftir tilteknum tímabilum, er synir þeirra luku verkfræðiprófum. Þannig fæst samanburður á því, úr hvaða stéttum verkfræðingar koma á hverju tímabili, og ljósar verða breytingar á stéttaruppruna þeirra frá einu timabili til annars. Niðurstöður þessarar athugunar, sem sýndar eru í eftirfarandi töflu, eru að ýmsu leyti at- hyglisverðar. til háskólanáms og Ijúka prófum í ýmsum fræðigreinum. Á aldrinum 25—30 ára koma hæfileikabörn alþýðufólks- ins út úr háskólunum eignalaus og stórskuldug og jafn- framt mörg hundruð þúsimd krónum á eftir ólærðum jafnöldrum stnum í tekjuöflun til lífsframfæris, og for- eldrar þeirra hafa rúið sig eins og hægt hefur verið til þess að standast hinn mikla námskostnað. En þegar út i atvinnulífið kemur, tekur „launajöfnuðurinn" við. í launakerfinu og skattakerfinu er ekkert tillit tekið til langs og kostnaðarsams náms þeirra og ekkert um það hugsað, að háskólagengnir menn eigi aðeins um 65—80% starfsævi samanborið við aðra þegna. Það hefur á und- anförnum áratugum aðeins verið klifað á „launajöfnuði" án þess að menn gerðu sér nokkra rökhugsaða grein Fcður ÍKlcnzkra Fjöldi vcrkfræðinga, cr luku prófi fclagKmanna VFl fyrir 1930 1930—39 1940—19 1950 og síðar. Bændur 21 42,0% 8 21,1% 18 23,7% 29 24,2% Háskólamenn 16 32,0% 12 31,6% 17 22,4% 12 10,0% Iðnaðarmenn 5 10,0% 9 23,7% 16 21,1% 29 24,2% Verkam. og sjómenn . 3 6,0% 4 10,5% 5 6,6% 22 18,3% Verzlunarmenn 4 8,0% 4 10,5% 15 19,7% 25 20,8% Ýmsar stéttir 1 2,0% 1 2,6% 5 6,6% 3 2,5% 50 38 76 120 Þær sýna m. a., að verkfræðingar koma að miklum meirihluta og í vaxandi mæli úr alþýðustéttum þjóðar- innar, bæði hlutfallslega og tölulega séð. Á því er varla nokkur vafi, að það er bein afleiðing af bættum lífskjör- um alþýðu manna, sérstaklega á tímabilinu eftir 1940. Hæfileikabörn úr alþýðustéttunum brjótast æ meir til háskólanáms og ljúka því, og er það vissulega ánægjuleg og heilbrigð þróun. En hvernig er svo búið að þessum hæfileikabörnum alþýðunnar? Það má draga nokkra ályktun um það af fjölda verkfræðinga úr stétt háskólagenginna manna. Af töflunni sést, að f jöldi þeirra stendur nánast í stað, enda þótt háskólagengnum mönnum hafi fjölgað mikið jafnt og þétt allt frá aldamótum, og á sama tíma og fjöldi verkfræðinga úr alþýðustéttunum margfaldast. Það er athyglisvert, að fjöldi verkfræðinga úr stétt háskóla- manna er sá sami á tífnabilinu frá 1950 til þessa dags og hann var á kreppuárunum 1930—39. Hlutdeild háskólagenginna manna, þ. e. hæfileikabarna alþýðustéttanna, í framleiðslu verkfræðinga hefur m. ö. o. raunverulega hrakað gífurlega, og er það bein afleið- ing af árásum á lífskjör þeirra. Rás viðburðanna er þannig, að fyrst streitist alþýða manna við að koma börnum sínum til mennta, og hæfileikabörnin brjótast fyrir, hvað það raunverulega væri. „Jöfnuðurinn" átti að vera í þvi fólginn, að munurinn á launum manna skyldi vera sem minnstur án tillits til. verðmætis starfanna og án tillits til þess kostnaðar, sem einstaklingurinn hafði lagt fram, beint og óbeint, til þess að verða hæfur til þess að vinna hin vanda- og ábyrgðarmestu verk. Af- leiðingin er efnahagsleg niðurniðsla háskólagenginna manna, sem með þessu móti eru búin mun erfiðari lífs- kjör en foreldrar þeirra úr alþýðustéttunum áttu við að búa. Háskólagengnir menn eru m. ö. o. gerðir kerfis- bundið að öreigalýð. Það er vissulega hlálegur árangur af miklu og fórnfúsu starfi hinna beztu þegna. Sem dæmi um skilningsleysi yfirvalds á hag verk- fræðinga og árás þess á lífskjör þeirra, má benda á „afgreiðslu“ fjármálaráðuneytisins á bréfi Lífeyrissjóðs VFI, dags. 12. marz 1957, varðandi frádráttarbær Hf- eyrissjóðsiðgjöld, sem birt er á öðrum stað hér í ritinu. Og að lokum má spyrja, hverjir hagnist á þessu fyrir- komulagi, og hvaða þjóðfélagslegar afleiðingar hefur það, þegar til lengdar lætur? Um það mættu stjóm- málamennimir og einkum þeir, sem telja sig fulltrúa alþýðu manna, gjarnan fara að hugsa og jafnframt átta sig betur á launa- og skattamálum en verið hefur. H. G.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.