Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 10
56 TlMARIT VFl 1958 SlfWÍIMIIW Verksmiðjan séð frá sjó. Til vinstri stjórnarbygginf?, fremst efnageymsla. Byggingarf ramkvæmdir við verksmiðjuna hófust fyrir alvöru í lok maí 1956 og var haldið sleitulaust áfram. Þeim var að mestu lokið, er hornsteinn þessi var lagður. Uppsetning á vélum verksmiðjunnar hófst 11, maí 1957, og hófst mölun líparits i Hvalfirði 30. maí 1958, en framleiðsla hráefnaleðju í verksmiðjunni á Akra- nesi 31. maí 1958. Sama dag og hornsteinn þessi var lagður vígði menntamála- og iðnaðarmálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, verksmiðjuna og kveikti um leið eld í ofni hennar. Fyrirkomulagi verksmiðjunnar hefur stjórn hennar ráðið ásamt Árna Snœvarr, verkfræðingi, og verk- fræðingum, frá F. L. Smidth & Co. A/S. Uppdrætti að byggingum verksmiðjunnar hefur Almenna hygginga- félagið h.f., Borgartúni 7, Reykjavik, gert, en fram- kvæmdastjórar þess voru Arni Snævarr og Gústaf E. Pálsson, verkfræðingur. Hornstein þenna lagði forseti Islands, herra Asgeir Ásgeirsson. I landi voru hafa engar fornar byggingar varðveitzt. Orsök þess er öðrum þræði sú, að hér var skortur byggingarefnis, er þyldi tímans tönn. Þessari verk- smiðju er ætlað að framleiða varanlegt efni til fag- urra og nytsamra bygginga, öldum og óbornum til yndis og hagsældar. GÆPA FYLGI GÓÐU EFNI. Armstrong-Perfex gólfeinangrun fyrir geislahitun Armstrong korkverksmiðjurnar á Spáni hafa hafið framleiðslu á einangrunarplötum úr korki í þeim til- gangi að einangra hita í gólfum, þar sem geislahitun- arpípur eru fyrir. Einangrunarplöturnar eru framleiddar úr hreinum korki fyrsta gæðaflokks og í samræmi við amerísku gæðastaðlana: HH-F-341a Type 1 Class A, ASTM Spec. D 544—49 Type 1, ASTM Spec. D 544—52T Type 1, AASHO Spec. M 153—52 Type 1. Þær eru taldar hafa ágæta mótstöðu gegn raka, þola allt að 100°C hita og hafa eðlisþungann 0,2. Plötustærðirnar eru 12"X36" í þykktunum 8 mm, %", %." og 1". Armstrong framleiðir einnig nýtt titringseinangrun- arefni, VIBRACORK, og er það m. a. sett í gólf undir vélar áður en steypt er, og einangrar það titring og hristing frá vélunum. Innflutningur er þegar hafinn á þessum einangr- unarefnum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.