Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1958, Blaðsíða 5
TlMARIT VFI 1958 51 vel byggilegt. Og sögur voru sagðar og bækur ritaðar innan þeirra veggja, sem urðu að vera úr timbri, torfi og grjóti, ef tungan átti ekki að stirðna og höndin að krókna í kulda vetrarins. En það reyndist erfitt að gæta sjálfstæðis landsins, án þess að hafa á eigin spýtur skil- yrði til þess að verjast stormi og regni, án þess að geta byggt eigin skip til þess að sækja nauðsynjar til annarra landa. Skortur byggingarefnis á Islandi hefur án efa átt sinn þátt í því, er Islendingar á þrettándu öld gerðu Gamla sáttmáia við Noregs konung og tryggðu sér sigl- ingu sex skipa árlega út hingað. Það, að þjóðin var ekki sjálfri sér nóg á því sviði, var eflaust ein orsök þess, að hún glataði sjálfstæði sínu fyrir sjö öldum. Hún endur- heimti það án þess að hafa öðlazt skilyrði til þess að fullnægja innanlands þörfum sínum í þessum efnum. En i raun og veru er fullveldi smárrar þjóðar aldrei nógu öruggt. Þess vegna er sjálfstæðisbarátta kotríkis ævarandi. Fyrir litla þjóð er vandi þess að vera eða vera ekki fólginn i því að reynast sjálfri sér nóg jafn- framt því að geta hagnýtt kosti verkaskiptingar þjóða í milli og þá tækni, sem hún gerir hagkvæma. Ef þjóð tekur í eigin hendur framleiðslu á nauðsynjum sínum og getur annazt hana á að minnsta kosti jafnhagkvæman hátt og nokkur önnur þjóð, þá er hún ekki aðeins að bæta hag sinn. Hún er einnig að treysta sjálfstæði sitt. Af þessum sökum er það, sem hér er nú að gerast í dag, ekki aðeins, að mesta iðnfyrirtæki, sem Islendingar hafa reist, er að taka til starfa, ekki einungis, að þjóðin er að hefja starfrækslu fyrirtækis, sem mun mala henni milljónaverðmæti á ári, ekki aðeins, að Islendingar eru að gerast stóriðjuþjóð, heldur einnig, að þeir eru að ná merkum áfanga í eilifri baráttu sinni fyrir því að vera sjálfstæð, öðrum óháð þjóð í eigin landi. 1 fyrsta sinn i nær ellefu hundruð ára sögu sinni geta Islendingar nú byggt sér fullkomin hús úr innlendu efni. Skömmu fyrir síðustu aldamót orti íslenzkt skáld, sem séð hafði önnur lönd, en elskaði ættjörð sína þess vegna enn heitar, Islandsljóð til þess að eggja þjóðina og hvetja. „Reistu i verki — viljans merki — vilji er allt, sem þarf", sagði Einar Benediktsson. Þegar hann orti íslandsljóð, áttu Islendingar engan botnvörpung, engin vél var notuð við landbúnaðarstörf, hér var engin verk- smiðja, þjóðin átti ekkert skip, enga bifreið, hér var naumast nokkur akfær vegur, tæpast brú, engin höfn, varla innlend verzlun. En skáldið sá, að þjóðin gat átt glæsta framtíð í þessu landi. Það skildi gildi fiskimið- anna. „Vissirðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. —¦ Hve skal lengi — dorga drengir, dáðlaus upp við sand?" Og skáldið hvatti til nýrra átaka í landbúnaði. „Og svo túnið. — Sérðu í blásnu barði, bóndi sæll, þar mótar fyrir garði?" En Einar Benediktsson sá lengra. I umkomuleysi alda- mótaáranna hvatti hann þjóðina til þess að gerast iðn- aðarþjóð. „Sjá, yfir lög og láð autt og vanrækt horfir himinsólin. Hér er víst, þótt löng sé nótt um jólin, fleira að vinna, en vefa og spinna, vel ef að er gáð. Sofið er til fárs og fremstu nauða. Flý þá ei. Þú svafst þig ei til dauða. Þeim, sem vilja vakna og skilja vaxa þúsund ráð". Til vinstri ofnhús. til hœsri kvarnahús. leðjugeynisla i baksýn. Þjóðin vaknaði og skildi. Draumur Einars Benedikts- sonar hefur rætzt. íslendingar eru orðnir iðnaðarþjóð. Bylgjur þeirrar iðnbyltingar, sem gerbreytti högum vest- rænna þjóða á síðari hluta 18. aldar, bíirust ekki hingao til lands fyrr en í upphafi þessarar aldar. En á þenr. fimmtíu árum, sem síðan eru liðin, hafa orðið hér á landi allar þær helztu framfarir, sem urðu á tveim öldum í nálægum löndum. 1 raun og veru er orðið iðn- bylting rangnefni á þeirri þróun í atvinnumálum, sem varð á Vesturlöndum upp úr miðri 18. öld. Miklu nær sanni væri að kenna það við byltingu, er hér á landi hefur gerzt, það sem af er þessari öld. Hér hefur orðið bylting í sjávarútvegi, landbúnaði, viðskiptum, sam- göngum — og síðast en ekki sízt: Hér hefur orðið svo gagnger bylting í iðnaði, að sú þjóð, sem fyrir fimmtíu árum þekkti varla nokkra vél og átti enga verksmiðju, fæðir nú fleiri borgara sína af iðnaðarstörfum en nokk- urri atvinnugrein annari, hefur haldið ótrauð út á braut stóriðju og stigur nú stærsta sporið á þeirri leið með þvi að hefja starfrækslu þessarar sementsverksmiðju, mesta iðnfyrirtækis Islendinga. Nú eru liðin tæp 130 ár, síðan fyrsta sementsverk- smiðjan var reist. Það var á Englandi. Tæp hundrað ár eru liðin, síðan fyrst er getið innflutnings á sementi til Islands í hagskýrslum. Arið 1864 voru fluttar inn 33 tunnur af þessu undraefni. Enn liðu þrjátíu ár, þangað til fyrsta steinsteypuhúsið var byggt hér á landi. Það er skemmtileg tilviljun, að fyrsta sementssteypuhús landsins skyldi einmitt hafa verið reist I þessu héraði, þar sem sementsverksmiðjunni hefur verið valinn staður, en það hús byggði Jóhann Eyjólfsson í Sveinatungu árið 1895. Mörgum ber að þakka það, að þetta mikla fyrirtæki hefur komizt á fót. Ég vil taka undir þær þakkir, sem formaður verksmiðjustjórnarinnar, dr. Jón E. Vestdal

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.