Akranes - 01.03.1943, Blaðsíða 1
II. árgangur. Akranesi, marz-apríl 1943. 3.—4. tölublað.
Vetrarins
mikla
vald
Sjálfsagt eru þeir margir á
meðal vor, sem kvíða „vetrar-
þraut“, en hlakka hinsvegar til,
þegar daginn fer að lengja og sól-
in hækkar sinn gang. Segja má
að þeir, sem nú eru miðalclra
menn þekki ekki nema af af-
spurn ægivald íslenzks vetrar, að
því er snertir frosthörkur og
hríðarbylji. Eigi að síður gerir
„Vetur konungur“ hér árlega
ægileg strandhögg. Er þess
skemmst að minnast og það stór-
kostlega. Slík slys eru lítilli þjóð
þungbær fórn. Þegar lítið sjóþorp
hefur misst allt að tíunda hluta
allra þorpsbúa á einni voðanótt.
Lífið er stundum erfitt og ó-
skiljanlegt, jafnvel stundum óbæri-
legt. Heilbrigður í dag, liðið lík á
morgun. Frjáls og glaður í dag,
en ef til vill þolað mannraunir til
næsta morguns. Setið í margföld-
um vinahóp í dag, en megin þorri
hans horfin á morgun. Svona er
lífið samofið sorg og gleði, Iífi og
dauða og oft mjótt á milli í báð-
um tilfellum. Vér höfum engin
orð. Enda duga þau svo skammt.
Þegar sorgin er þungbærust fyrir
einstaklinga sem heilar þjóðir er
ekki nema eitt, sem kemur að
haldi. Trúin er lífakkerið.
Ó. B. B.
Er hægt aö fækka
tegundum mótorvéla
Enn eru að vonum mörg og erfið verk-
efni óleyst í sambandi við atvinnuvegi
vora. Eitt þeirra verður gert hér að um-
talsefni. Hvort þess gerist þörf, og þá á
hvern hátt því verði við komið, að fækka
tegundum mótorvéla í umferð.
Það má segja að íslenzkur iðnaður sé
enn í bernsku og eigi við margskonar örð-
ugleika að etja, ekki sízt hráefnaskort í
landinu sjálfu. Framleiðsla í sumum iðn-
greinum krefst og fjölbreyttra og dýrra
véla, góðmálma og öruggrar tækni um
tilbúning þeirra. Tilbúningur aflvéla t. d.
krefst mikilla tilrauna, endurbóta og við-
auka, sem kosta mikið fé og fyrirhöfn,
og getur vart orðið seunkeppnisfært í
verði og gæðum nema með löngum tíma
og mikilli framleiðslu (sölu).
Héðan af verður íslenzk útgerð ekki
rekin án véla, fyrst og fremst í fiskiflot-
anum og einnig á landi. Það væri því æski-
Iegt ef hægt væri að búa þessar vélar til
í landinu sjálfu. En er það mögulegt? Ef
vér athugum þær þjóðir, sem langt um
lengra eru komnar um iðnað allan m. a.
í þessari grein, hefur reynzlan fullkom-
lega sannað oss, að vélar þær, sem hing-
að hafa fluttst eru næsta ólíkar að gerð,
gæðum og endingu allri. Af því verður
að álykta, að fyrirkomulag þeirra ýmsra
sé mjög ábótavant og efni þeirra sömu-
leiðis. Það virðist því augljóst, að þessir
gallar yrðu ekki minni á vélum, sem værv
gerðar hér, nema síður sé, auk ýmsra
annarra vandkvæða sem hér er nóg af í
þessum efnum.
Hingað til hefur íslenzkur sjávarútveg-
ur ekki verið þannig á vegi staddur, að
hann geti verið „tilraunadýr“ um tilbún-
ing og notkun algerlega nýrra, óreyndra
vélategunda. Ef til vill mun einhver segja:
Hefir hann ekki einmitt verið það? Og
er þá verra að vera slíkt „tilraunadýr“
fyrir innlenda fremur en erlenda menn
eða verksmiðjur? Þetta má að vísu að
einhverju leyti til sanns vegar færa. En
það er mín skoðun, að íslenzkur útvegur
hafi aldrei átt, né þurft að vera slíkt „til-
raunadýr” fyrir þessar saki.r, nema að
eðlilegu, og óverulegu leyti.
Vér vitum, að margar erlendar mótor-
verksmiðjur framleiða vélar, sem tekniskt
eru afburða góðar. Þær vélar hafa vitan-
lega í flestum tilfellum feikna sölu um
allar álfur heims., Má því nærri fara iim
hversu gagnólíkt er um slíkan rekstur
þeirra, og þess kotreksturs, sem hér væri
um að ræða, sem ekki yrði nema tilferðin
ein, ef svo mætti að orði komast; þó oss
þyki allt stórt í þessum efnum. Því íangt
mundi þess að bíða, að vér gætum keppt
um efni, verðlag og tækni, svo skapaot
gæti sala þeirra til annarra landa eða
heimsálfa.
Um langt skeið hafa verið seldar hér
ískyggilega mikill fjöldi vélategunda. Til
þess liggja sjálfsagt margar orsakir, sum-
ar eðlilegar en aðrar ekki. Hver verk-
smiðja er eðlilega áleitin um sölu sinnar
fréimleiðslu, hvort sem hún er vond eða
góð. Hún hyggst vitanlega að auka sölu
sína, til þess þar með að skapa sér betri
skilyrði til fullkomnunar, og samkeppnis-
hæfni yfirleitt. Þá koma hér og til greina
innlendir kaupmenn og heildsalar, sem
kosta kapps um að auka umsetningu
sína og þar með afrakstur vinnu sinnar,
með því að afla sér umboða í þeim grein-
um eða vörutegundum, sem sífelt seljast
vegna stöðugrar notkunar, ekki sfet í
framleiðslugreinunum sem aldrei mega
stöðvast í nokkru landi. Þetta er ekki síð-
ur girnilegt, sem sala í þessum greinum
skapar oft fljótt stórar upphæðir. En ekki
gætu allir þessir umboðsmenn með góðri
samvizku verið tekniskir ráðunautar
kaupenda á þessu sviði. Margir þeirra
ganga því feti framar um sölu þessara
véla en æskilegt væri, með hliðsjón af
hagsmunum og heill þeirra einstaklinga,
sem fyrst eiga að njóta, sem svo þegar
lengra er rakið, bitnar vitanlega á landinu
í heild og framleiðslu þess.
Það hefur hér á undan verið viður-
kennt, að hér séu í notkun margar heims-
þekktar vélar að gæðum. Það skal þá líka
viðurkennt, að sumir umboðsmenn þess-