Akranes - 01.11.1946, Side 10
118
AKRANES
Árni Sigurðsson
rakari.
hafi vegna starfs síns kynnst mörgum manni, og vegna þess
eignazt í gegnum árin marga ágæt vini. „Þrátt fyrir, hvað
mennirnir eru margvíslega misjafnir, er einkennilegt hvað
þeir eru í innsta eðli sínu líkir,“ segir Sigurður. En sjálfsagt
stafar þetta nokkuð af eðli Sigurðar sjálfs, sem sér og leitar
fyrst eftir því í fari manna, sem sameinar, og er sennilegast,
en vill helzt a. m. k. gleyma því sem lakara er.
Það mun ekki eins algengt hér sem í öðrum löndum, að
starf manna eða iðn gangi í ættir. En í þá áttina virðist krók-
urinn beygjast hjá Sigurði. Því ekki færri en þrjú börn hans
eru fullnuma rakarar. Dóttir hans Guðrún, sem ásamt Huldu
Sveinbj arnardóttur eru fyrstu kvenrakarar á íslandi. Tóku
próf 1932,og synir hans Páll og Jón, báðir rakarar í Reykjavík.
Hér á Akranesi var ekki opnuð rakarastofa fyrr en 1. okt.
1931. Það gerði Gísli Eylert, sem nú er rakari á Akureyri
Var það í kjallara hússins á Vesturgötu 26. Gísli er fæddur á
ísafirði, en mun vera Eyfirðingur að ætt. Hann byrjaði rak-.
aranám hjá Kjartani Ólafssyni í Reykjavík 12. jan. 1927, en
lauk námi í Vestmannaeyjum hjá Árna Böðvarssyni 12. jan.
1930. Eftir það stundaði hann iðnina í Reykjavík m. a. hjá
Óskari Árnasyni, þar til hann fluttist til Akraness eins og
fyrr segir. Þar hafði Gísli svo rakarastofu til 14. maí 1937, er
hann flutti til Akureyrar, þar sem hann hefur dvalið síðan.
Hér giftist Gísli konu sinni, Huldu Einarsdóttur frá Esju-
bergi. Gísli heidur því fram, eins og sjálfsagt mun vera rétt,
að rakarar þurfi að vera smekkmenn og helzt listhneigðir.
Þeir þurfa og að vera þrifnir menn, því að það hvetur til
þrifnaðar.
Gísli saknar Akraness og vildi gjarnan vera hér enn, en
enn er bærinn tæplega svo stór, að hann geti borið tvær
rakarastofur. — Þó mun ný rakarastofa vera í uppsiglingu
hér á Akranesi, og mun hafa aðsetur sitt á Vesturgötu 26.
Mim hún verða rekin af ungum manni úr Reykjavík, Ara
Magnússyni að nafni.
Það mun líklega hafa verið 1912—13, sem þeir Árni Sig-
urðsson frá Sjávarborg og Sveinbjörn Oddsson, þá í Árnabæ,
gera þó nokkuð að því að raka og klippa menn heima hjá sér,
þegar þeir gátu komið því við. Báðir mennirnir — eða heim-
ilin — höfðu af þessu mikið ónæði og erfiði, því vitanlega var
þetta „uppbótarvinna“ hjá þeim eftir að hafa í flestum til-
fellum lokið fullu dagsverki við önnur óskyld og stundum
erfið störf. Það var mjög títt, að í þetta færu laugardagar og
sunnudagar að meira eða minna leyti, og stundum fram á nótt.
Eg var eitthvað að tala um „uppbótarvinnu“, en ég fullyrði,
að á þetta var ekki goldin „verðlagsuppbót". Framan af a. m.
k. var ekkert sett upp fyrir þessa vinnu, og þá sennilega fáir
boðið greiðslu, og þó svo væri, tíðum bandað á móti pening-
um.
Af þessari miklu aðsókn, sérstaklega hjá Árna, sem hafði
stærri húsakynni, lét hann það berast að hann hjálpaði mönn-
um í þessa átt á laugardögum. Var þetta vel þegið og mikið
notað og mun þetta hafa verið 1917 eða 18.
Árið 1936 opnar svo Árni B. Sigurðsson frá Sjávarborg rak-
arastofu í kjallara hjá Magnúsi Gunnlaugssyni á Vesturgötu
25. Þar er hann til ársins 1937, er hann kaupir „gömlu sím-
stöðina“ og flytur stofuna þangað, þar sem hann rekur hana
enn.
Ámi fékk meistararéttindi í iðninni árið 1942. Hjá honum
er nemandi 'sonur hans, Geirlaugur, sem nú hefur fengið
meistararéttindi. Hefur hann nú keypt stofuna og rekur hana.
Eg hefi alla tíð verið svo mikill klaufi, letingi og amlóði,
að ég hefi aldrei getað rakað mig. Báðir þeir Árni og Svein-
björn — um langa tíð ófaglærðu — sáu því aumur á mér, og
er ég þeim seint' og snemma þakklátur — sem ég og hér með
geri heyrum kunnugt. — Fyrir a. m. k. samskonar menn og
mig, álít ég því rakarana eina af nauðsynlegustu stéttum
þjóðfélagsins, og ráðlegg mönnum eindregið að „leggja sig
undir hnífinn“ hjá þeim, — jafnvel þó þeir væru „bolsivikk-
ar“ — heldur en að vera ekki „penir og puntaðir, klipptir og
skornir11. „Samkvæmishæfir11 hvenær sem er.
Árni er mikið snyrti- og nettmenni og hefir fengist við
margt um ævina, þó ekki sé hann gamall. Þannig hefur hann
verið sjómaður, smiður, bakari, málari og um langt skeið
rakari, eins og hér hefur mátt sjá. Að hverju þessu verki,
sem hann hefur gengið, hefur hann sýnt mikla atorku og
samhliða ekki síður hina mestu vandvirkni og traustleik. Er
sennilegt, að hann fari nú ekki meir úr rakarasloppnum, en
þar er hans sæti líka vel skipað sem annars staðar. — Jú, Árni
er orðinn smiður og málari á ný, og alltaf eftirsóttur.
Af því sem hér er sagt, má því hiklaust fullyrða, að Akur-
nesingar hafa staðið sig sæmilega, ekki aðeins um mannval,
heldur og að nálgast það að vera brautryðjendur í þessari
iðn, og þeir tveir fyrrnefndu, sem sækja lærdóm sinn og
þekkingu til „heimsmenningarinnar“ á þessu sviði.
KVENFÓLKIÐ OG „KRULLURNAR“.
Hárprýði kvenna og góðri hirðing þess var lengst af mikið
lagt upp úr, og var víst talið að menn gengjust mikið fyrir
því um kvennaval. En ekkert stendur stöðugt 1 þessum heimi,
ekki einu sinni mat manna á því, hvað ljótt er eða fallegt..
Því í þeim efnum getur einhver hlutur verið óhæfur á morg-
un, þó verðlaun hafi hlotið í dag. Svo reikult er fólkið í ráði,
það getur eða lætur telja sér trú um eitt og annað. Það er
svo sorglega oft dansað eftir annarra pípum.
I stað þess það þótti hinn mesti fengur að geta hulið sig
í hári sínu, fer nú kvenfólk að snoðklippa sig. Það fer að
mála sig og „meiða“ á marga vegu, púðra sig og „pynta“-
Hárinu er nú eins mikið „bölvað“ eins og það áður var bless-
að. Af þessu má sjá, að kvenfólkið er ekki við „eina fjöl fellt“
fremur en karlmennirnir í kvennamálum.
Karólína Jónsdóttir Þorkelsson (kona Jóns Þorkelssonar),
mun vera fyrsta íslenzka konan, sem lærði í Danmörku ný-
tízku hársnyrtingu. Mun það vera 1905, sem hún byrjar „á
þessum fjanda“„ þ. e. setur upp hársnyrtistofu á Laufásvegi
og stundar þessa iðn lengi. Sú hin næsta mun vera frá
Kristólína Kragh.
Á Akranesi kveður víst lítið að því, að kvenfólk klippi sig
og snyrti á þessa vísu fyrr en eftir 1930. Fer kvenfólk þá eitt-
hvað héðan til Reykjavíkur þessara erinda. En 1. okt. 1934
kemur hingað ung stúlka, Ragnheiður Gísladóttir úr Reykja-
vík og setur sig hér niður í þeim tilgangi að annast allskonar
I