Akranes - 01.11.1946, Síða 11

Akranes - 01.11.1946, Síða 11
akranes 119 Kristleifur Þorsteinsson: Gapa stokkurinn í Síðumúla Sagnaþœttir Frá 1777 til 1809 bjó sá maður í Síðumúla, sem Jón hét. Hann var sonur Ólafs ríka á Lundum í Stafholtstungum og bróðir Þorbjarnar ríka, gullsmiðs á Lundum, sem fjöldi ftianna er frá komið, bæði um Þverárhlíð og Stafholtstung- ur og miklu víðar' hér á landi. Kona Jóns Ólafssonar var Helga Guðmundsdóttir, sýslumanns á Ingjaldshóli. Hún var auðug bæði að löndum og lausum aurum. Er svo að sjá, að hann hafi gengizt fyrir auðnum, því að talið er, að hún hafi verið öldruð og undarleg, þegar hann kvongaðist henni. Þau voru barnlaus, en hann átti eitt barn framhjá konu sinni, sem ekki kornst til aldurs. Jón Ólafsson var hreppstjóri Hvítsíðinga og hafði því ekki htil völd, þar sem hann var líka auðugri en allir aðrir bænd- ur sveitarinnar. Á síðari búskaparárum þeirra hjóna var rneðal hjúanna piltur einn, sem Þorsteinn hét. Ekki er vitað, hvaðan hann var kynjaður. Hann var greindur, skáldmælt- ur, en að líkindum nokkuð óráðsettur. Eitt sinn varð Þorsteini það sama á og Einari smalamanni Hrafnkels Freysgoða, að hann tók reiðhest húsbónda síns °g reið honum, að líkindum ekki sem glæsilegast. Ekki vildi Jón Ólafsson láta slíku gjörræði óhegnt fremur en Hrafnkell íorðum, sem hjó smalamann sinn banahögg fyrir sömu sök °g Þorsteinn hafði nú framið. Svo stórhöggur ætlaði Jón þó eigi að verða. En nú var hægur hjá með refsitæki þar í Síðu- ^úla. í kirkjuþilinu hékk gapastokkur. Með honum var öll- um ógnað, sem á einhvern hátt brutu á móti almennum siða- reglum. Skyldu þeir seku hengjast í hann á messudögum, þó eigi hærra en svo, að fætur þeirra næmu aðeins við jörðu. í þessum heljargreipum urðu þeir seku að pínast, meðan ^nessan stóð yfir. Þá voru þeir látnir lausir, ef þeir voru þá ekki dauðir áður, sem ekki var dæmalaust, eftir því sem sagnir herma. En ekki er vitað um, að slíkt hafi borið við í Síðumúla. Vel rná vera, að Jón hreppstjóri hafi kinokað sér við að láta Þorstein, vinnumann sinn, í gapastokkinn fyrir þá einu sök að taka reiðhest hans án leyfis, en þá kom fleira iil sögunnar. Á Guðnabakka, sem er í Síðumúlasókn og all- n£Erri bjó maður sá, er Jón hét, Helgason. Hann var vel fjáður, en hélt fast í fé og þóttust sum hjú hans vansæl í vistinni. Meðal anpars hafði Jón Helgason vinnumann, sem Jón hét, auknefndur ábætir. Hann vildi slíta af sér vistarböndin a Guðnabakka, en Jón, húsbóndi hans, vildi aftur á móti herða þá hnúta sem fastast og leitar á fund Ólafs stiftamt- hársnyrtingu kvenna. Var hún útlærð í iðninni frá Reykjavík. ^etta starf stundar hún svo eingöngu þar til 1942, en þá giftir hún sig Kristjáni Einarssyni 1 Landakoti. Þetta sama ár 1942 kemur hingað önnur stúlka, Nanna Jó- hannsdóttir, til þess að sinna þessari „köllun“ og gerir enn. Seinni kona Árna Árnasonar læknis, frú Agnes Guðmunds- hóttir, hefur og meistararéttindi í hársnyrtingu, og rak slíka stofu í Reykjavík áður en hún giftist. Hér hefur hún ekki haft opna stofu, en þó eitthvað fengist við hárlagningu. Það er bezt að láta ykkur fá rakaraþátt í „jólagjöf“. Það getur ef til vill gert tvöfalt gagn. Annars vegar að minna °kkur á, hve þessi stétt er nauðsynleg nú til dags, og hins Vegar að minna okkur á, hver á sínum stað, að fara til þess- ara ágætu rakara eð annarra jafnoka þeirra í stéttinni, til þess að vera almennilega tilhafðir á jólum, og a. m. k. þess vegna verið í jólaskapi. manns og ber málið undir hann. Þorsteinn, hinn seki í Síðu- múla, fréttir um rekistefnu Jóns á Guðnabakka gegn þessum vinnumanni. Út af henni orti hann háðkvæði, sem hann nefndi Púlnefssálm. Púlnef notaði hann sem gervinafn á Jón bónda Helgason. Þetta er eitt vers úr Púlnefssálmi: Púlnefur fljótast ferðast vann, finnur Púlnefur stiftamtmann, mikið Púlnefur masar þá, mörgu Púlnefur segir frá, lögin Púlnefur lesa fer: Láfi minn góður, skoðið þér. Á ég að sleppa ábæter? Þegar það varð bert, að Þorsteinn hafði ort Púlnefssálm, ukust sakir hans svo, að í gapastokkinn skyldi hann dæmast vægðarlaust og taka þar út refsingu sína fyrir augum safn- aðarins á messudegi. Þegar saga þessi gerðist, mátti Síðumúlasókn heita vel skipuð bændum. Guðmundur Hjálmsson bjó á Háafelli, Egill Egilsson á Þorgautsstöðum og Jón Brandsson á Fróðastöð- um. Mátti segja, að þessir bændur byggju hlið við hlið og væru á einu bandi. Norðan megin við hálsinn í sömu sókn bjó Iialldór Pálsson, fræðimaður á Ásbj arnarstöðum. Allt voru þetta búmenn góðir og komu til framfæris miklum hóp barna. Egill mun hafa verið þeirra snarráðastur, ef úr vöndu var að ráða. Að minnsta kosti var það Egill, sem Þorsteinn leitaði nú til í þessum nauðum. Enginn vissi, hvort Egill gaf Þorsteini nokkra von um liðveizlu. Samtímis því, að messan hófst, var Þorsteinn leiddur að refsitækinu, þar sem hann átti að taka útgjöld glópsku sinnar. En þegar til átti að taka, var Egill bóndi búinn að vinna þannig að gapa- stokknum, að hann var með öllu ónýtur. Úr því að svo var komið, var ekkert annað við Þorstein að gera en láta hann lausan. Aldrei var gapastokkurinn gerður nothæfur eftir þetta. Ekki er víst, hvaða ár þessi saga gerðist. Egill flutti að Þorgautsstöðum frá Kolsstöðum í Hvítársíðu árið 1803, en Jón Ólafsson í Síðumúla dó á góu 1809. Hefur þetta því gerzt á árunum frá 1803 til 1808. Þessi saga er merkileg að því leyti, að hún sýnir berlega þau tímamót, sem þá voru í aðsigi. Jón Ólafsson, hinn vold- ugi auðmaður og hreppstjóri, hefur refsitækin yfir höfðum hjúa sinna, ef þau lúta eigi boði hans og banni í einu og öllu. Egill, sem þarna gerist svo djarfur að slá vopnið úr harðstjórans hendi, verður aftur á móti glæsilegur fulltrúi lítilmagnans. Er því vert að halda minningu hans á lofti, þótt lítið annað sé vitað um hann. Til fróðleiks skal ég geta þess, að Egill drukknaði 1811 við sjöunda mann í Kollafirði. Hann var þá í verferð. Á skipinu voru sex Hvítsíðingar, bændur og vinnumenn, þeirra á með- al Jón, sonur hans. Átti Egill þá eftir konu og sex börn ung, þrjá syni og þrjár dætur, sem allar gifust, og er margt fólk frá þeim komið. Þuríði Egilsdóttur átti Sveinn Jónsson, Brandssonar á Ffóðattöðum. Meðal núlifandi afkomenda þeirra er Guðmundur skáld Böðvarsson á Kirkjubóli í Hvít- ársíðu, er hann þriðji maður frá Þuríði og Sveini. • Þóra Egilsdóttir átti Helga Guðmundsson frá Háafelli, Hjálmsson- ar. Dóttursonur þeirra var hinn frábæri gestgjafi og fram- taksbóndi, Guðmundur Daníelsson í Svignaskarði. Sonar- sonur Þóru Egilsdóttur er hinn þjóðkunni ættfræðingur, I

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.