Akranes - 01.11.1946, Side 12
120
AKRANES
Jósafat Jónasson. Þannig má telja skáld, stórbændur og
fræðimenn frá þessum bónda, sem látinn er fyrir eitt hundr-
að þrjátíu og fimm árum. Nú er fátt eitt vitað um hann ann-
að en það, að hann bjargaði einum munaðarlausum dreng
frá því að hanga í gaþastokki við Síðumúlakirkju á messu-
degi.
Allt fram til 1830 hékk tætan af þessum gaþastokki á
kirkjuþilinu. Var hann sem þegjandi vottur þess, að sá ald-
arandi væri nú að engu orðinn, sem gaf valdsmönnum rótt
til þess að beita slíku vopni, þótt um litlar sakir væri að ræða.
Ekki námu þau staðar í Borgarfirði, eftir því sem Daníel
Jónsson á Fróðastöðum skrifar, auðæfi þeirra Síðumúla-
hjóna, Jóns Ólafssonar og Helgu Guðmundsdóttur. Helga dó
í Stafholti þrem árum eftir að hún missti Jón Ólafsson, og
gekk allur auður þeirra til erfingja hennar, sem voru börn
Magnúsar Ólafssonar lögmanns á Meðalfelli í Kjós, en eins
og kunngt er, var Magnús albróðir hins þjóðkunna afburða-
manns, Eggerts skálds Ólafssonar. Meðal barna Magnúsar
Ólafssonar á Meðalfelli var Finnur þrófessor Magnússon í
Kauþmannahöfn.
Þessi þáttur, sem gerist fyrir nærfellt eitt hundrað og
fimmtíu árum, hefur eigi svo að vitað sé, verið skráður fyrr.
Hann hefur aðeins lifað á vörum gáfaðs fólks í Síðumúiu-
sóknum, svo sem hjá dætrum Halldórs Pálssonar á Ásbjarn-
arstöðum og Daníels á Fróðastöðum, tengdasonar Halldórs
Pálssonar.
í þessum þætti hef ég stuðzt við bændatal Hvítsíðinga,
skráð af Daníeli Jónssyni á Fróðastöðum og frásögur Magn-
úsar Halldórssonar frá Síðumúlaveggjum, sem er dótturson-
ur Daníels á Fróðastöðum. Magnús er bæði fróður og stál-
minnugur og verður því ekki kosið á betri heimildarmann,
þegar um munnmæli er að ræða.
En þegar sagnir fara að ganga frá manni til manns eina
öld eftir aðra, er ekki að undra, þótt smávillur slæðist með
bæði um tímatal og nöfn manna. Hefur þess lítið eitt orðið
vart-í þessum þætti.
Magnús Halldórsson gat ekkert frætt mig um Þorstein
þann, sem efm þáttarins snerist aðallega um. Leitaði ég því
aðstoðar frú Mörtu Valgerðar Jónsdóttur, Skólavörðustíg 21
í Reykjavík. Marta er með fádæmum ættfróð og fluggáfuð.
Hún gat dregið þá skýlu frá, sem tíminn var búinn að draga
yfir ætt og uppruna Þorsteins. Og með hennar leyfi læt ég
fylgja þessum þætti allar þær ágætu greinargerðir, sem hún
lét mér í té í sambandi við framanskráðan þátt.
Skýringar frú Mörtu Valgerðar Jónsdóttur.
Eg fór yfir húsvitjunarbækur Síðumúlasóknar frá 1786 til
1811. En þetta eru mestu skræður og vantar víða í. Til er
einnig bók í Þjóðskjalasafni, skrifuð af séra Magnúsi Sig-
urðssyni á Gilsbakka eftir gömlum slitnum skræðum, en séra
Magnús gjörir um leið grein fyrir fólkinu, — þ. e., hvað um
það varð, — svo að hann hefur horft til beggja hliða, er
hann skrifaði þessa bók. Hún hefir fengið nafnið Hvítsíð-
ingaskrá og er þar margan fróðleik að finna.
Hvítsíðingaskrá.
Hvammur í Hvítársíðu:
Árið 1772 er þangað kominn frá Tóftarhring
Jón Jónsson bóndi 49 ára, hefur dáið það sama ár.
Dýrleif Eyjólfsdóttir h. k. 38 ára, er mælt hún hafi siglt og
gifzt þar.
Jón Jónsson 13 ára, var seinast prestur á Barði í Fljótum.
Sigríður Jónsdóttir 11 ára, átti Guðmund Ormsson, bróður
Hans á Dysjum.
Þorsteinn Jónsson 6 ára, var kallaður skáld, fór norður og
giftist ekki.
Þórunn Jónsdóttir 9 ára, giftist ekki.
Guðný Jónsdóttir 3 ára, giftist ekki.
Sigríður Jónsdóttir 1 árs, giftist ekki.
Gunnlaugur Jónsson, giftist á Seltjarnarnesi og átti ekki
börn.
Kolbeinn Jónsson, átti dóttur Jóns lóðs í Hlíðarhúsum.
Gróa Jónsdóttir, átti Sigurð Vigfússon, þ. b. Sigurður og
Helga dóu barnlaus.“
Sonur Jóns bónda, áður en hann giftist, var Halldór, bóndi
í Jötu í Hrunamannahreppi, en séra Magnús á Gilsbakka
nefnir hann ekki, enda hefur hann aldrei í Hvítársíðu verið.
Jón bóndi, faðir þessara systkina, var hálfbróðir séra Kol-
beins í Miðdal Þorsteinssonar og hefur efalaust flutzt í Hvít-
ársíðu með séra Kolbeini. Séra Jón á Barði er einmitt fædd-
ur á Bjarnarstöðum í Hvítársíðu, 24. júní 1760, og hefur þá
séra Kolbeinn búið þar.
Þorsteinn hefur því ekki átt langt að sækja skáldskapar-
gáfuna og glettnina, sem skín svo vel frá vísunni úr Púl-
nefssálmi. Gaman væri að kunna fleiri erindi, en líklega er
„sálmurinn“ glataður. Ekki veit Steinn Dofri neitt um hann
og kann ekkert úr honum, en hann hafði samt heyrt hann
nefndan í sambandi við Þorstein og hafði heyrt hann nefnd-
an: Rauðnefssálm. En það er auðsjáanlega rangt, það sést á
erindinu, sem þú skrifaðir í þáttinn, rímið þolir ekki Rauð-
nef. — Nú er ég komin af leið, því að ég ætlaði að halda
áfram með það, sem ég veiddi í Hvítársíðunni.
Árið 1786 er til húsvitjun í Síðumúla, þar er þá vinnu-
drengur hjá Jóni Ólafssyni „Þorsteinn Jónsson 20 ára.
1787 er Þorsteini gefinn vitnisburður og sagður „gáfaður."
1788 er sami vitnisburður: „gáfaður,.“
1789 „gáfaður, óstilltur, frómlegur.“
1790 „vel gáfaður, fær ei gott orð.“
1791 vantar vitnisburð, en manntal í Síðumúla það ár er
svona:
Jón Ólafsson húsbóndi 47 ára,
Helga Guðmundsdóttir h. k. 57 ára,
Jón Halldórsson præp. h. 69 ára,
Egill Egilsson (vantar aldur og stöðu),
Þorsteinn Jónsson vm. 26 ára,
Helga Þorvarðsdóttir v. k. 61 árs,
Arnlaug Árnad. v. k. 41 árs,
Oddný Finnbogad. v. k. 65 ára,
Hildur Jónsdóttir ns. 15 ára,
Sigríður Eiríksd. 89 ára,
Halldóra Sigurðard. 79 ára.
Það tel ég víst, að Egill sá, sem skráður er í Síðumúla
1791, sé einmitt.sá Egill, er síðar bjó á Þorgautsstöðum. Egill
bjó fyrst á Kolsstöðum, býr þar 1793 og fram yfir 1801, hann
kvæntist Guðrúnu, dóttur Jóns bónda á Kolsstöðum Guð-
mundssonar og konu hans, Guðrúnar Bjarnadóttur; hafa þau
Egill gifzt 1792 eða 1793.
Manntal á Kolsstöðum 1801:
Egill Egilsson bóndi 38 ára,
Guðrún Jónsdóttir h. kona 34 ára,
Þuríður b. þ. 7 ára,
Jón b. þ. 5 ára,
Kolbeinn b. þ 4 ára,
Guðrún b. þ. 2 ára,
Guðmundur b þ. 1 árs,
Guðrún Kolbeinsdóttir móðir húsb. 74 ára,
Þóra Jónsdóttir systir konunnar 31 árs,
Guðrún Jónsdóttir systir konunnar 29 ára,
Jón Ólafsson vinnumaður 24 ára.
Guðrún Bjarnadóttir, móðir Guðrúnar, konu^Egils, var hjá
þeim og dó á Kolsstöðum 1795, 69 ára.
í húsvitjun á Kolsstöðum 1795 er Egill sagður „sæmilega
að sér.“ Guðrún, kona hans, „ekki síður“, Guðrún, móðir
hans, „skörugleg“, og Guðrún, móðir hennar, „óheimsk,
dyggðug“.