Akranes - 01.11.1946, Side 14

Akranes - 01.11.1946, Side 14
122 AKRANES um, sem hann sendi mér til minningar um komuna, og hafa margir dáðst að henni. Haraldur Böðvarsson sendi mér einnig ágæta ljósmynd af Akraneskirkju, sem mér þykir mjög vænt um, því að kirkjan er bæði hin fegursta og bænum að sama skapi til sóma. Eigi fór það heldur fram hjá mér, hve miklar verklegar framfarir hafa orðið á Akranesi á síðari árum, eins og svo víða annars staðar heima á íslandi, og að sjálfri lýðveldis- stofnuninni undantnekinni, var það ekkert, sem gladdi mig eins mikið í heimferðinni og gaf metnaði mínum sem íslend- ing slíkan byr undir vængi, eins og einmitt það, hve verklegu framfarirnar höfðu verið miklar síðan ég kom seinast heim Alþingishátíðarsumarið 1930, og sá framsóknarandi og vor- hugur, sem ég fann að þjóðinni brann í brjósti. Skal þá horfið aftur að Borgarfjarðarferðum mínum. Og vitanlega verður mér eigi horft um öxl þangað, svo að mér verði ekki jafnframt hugsað sérstaklega til hinnar ágætu frændkonu minnar, frú Þórunnar Richardsdóttur Sivertsen í Höfn. Hefði ég að sjálfsögðu lagt leið mína rakleitt þangað, ef ég hefði eigi vitað, að þessi kæra frænka mín dvaldi um þær mundir í Reykjavík, en þar höfðum við stuttu áður átt ógleymanlega kvöldstund á heimili frænda okkar, Ríkarðar Jónssonar myndhöggvara. Eg veit, að Borgfirðingar skilja það vel og meta, að ég er stoltur af þessari frændkonu minni, tel hana ættarsóma, rétt eins og þeir telja hana sveitarprýði. Eigi hvarflar hugur minn heldur svo til Borgarfjarðar, að ég minnist ekki komunnar að Stóra-Kroppi og þess, hve við- tökurnar þar voru innilegar og rausnarlegar. Var mér það mikið ánægjuefni að fá nú tækifæri til að kynnast persónu- lega bændahöfðingjanum og fræðimanninum Kristleifi Þor- steinssyni, sem ég átti svo mikla skuld að gjalda fyrir marg- víslegan fróðleik og skemmtilegan, sem hann hefir, góðu heilli verið að draga á land undan tímans sjó. Harmaði ég það að- eins, að ferðaáætlim mín leyfði mér eigi að dvelja þar nema stutta stund, því að margt hefði ég viljað ræða um við þann virðulega fræðaþul og merkismann. Annars gafst mér á ferðum mínum milli Suður- og Norður- lands allgott tækifæri til þess að kynnast fjölbreyttri náttúru- fegurð Borgarfjarðar og njóta hennar, því að bæði lá leið mín yfir Dragháls norður á bóginn í einni ferðinni og í annarri með sjó fram fyrir utan Akrafjall. Síðari leiðina fór ég einnig aftur suður til Reykjavíkur og öðru sinni frá Akureyri að Hvammi í Norðurárdal á leið vestur í Dali. Naut ég einnig á ferðum þessum, svo að kalla imdantekningarlaust, fágætrar veðurblíðu, svo að mér hlóu svipmiklar og gróðursælar byggð- ir Borgarfjarðar við augum í sumardýrð sinni. Gleymist mér aldrei för niður Borgarfjörð, frá Forna- hvammi dýrðlega morgunstund, og þá skildist mér það fylli- lega, hve rétt og fallega Halldór skáld Helgason á Ásbjarnar- stöðum lýsir hugumkærri sveitinni sinni í kvæði um Borgar- fjörð er honum falla þannig orð: „Fjarsýnið hstmálar fjöllin blá. Fosshörpur glitra í ljósum. Síðhetti þokunnar sveipar frá sólheitur andvari, er blessar hvert strá, sandkorn hjá elfarósum og ilmihn af dalarósum.“ Allt það, sem hér er lýst, sá ég nú ljóma fyrir augum mín- um, hin bláu fjöll í fjarska, glitrandi fossa í morgunbjarma, næturþokuna sundrast fyrir geislum hækkandi sólarinnar, og fann heillandi blómilm leggja að vitum mér. Hrifning, sem eigi verður auðveldlega með orðum lýst, gagntók huga minn, og mér ómuðu í eyrum, eins og ljúfur lækjarniður, orð Huldu skáldkonu: „Hver á sér fegra föðurland?“ Og þegar neðar dró í sveitina þennan yndislega sumar- morgun, var það eigi aðeins hin hrífandi og fjölskrúðuga landslagsfegurð, sem greip huga minn föstum tökum, heldui einnig gróðursældin, sem þar blasir svo ríkulega við sjónum, og því hurfu mér í minni þessar ljóðlínur úr hinu mikla kvæði Einars Benediktssonar „Haugaeldur“: „Héraðsins ásýnd er hrein og mild, í háblóma er lífið á völlum og sléttum og úi og grúi af grænum blettum hjá gráum, sólbrenndum klettum. Náttúran sjálf er hér góð og gild, sem glitborð, dúkað með himneskri snilld, breiðir sig engið. Allt býðst eftir vild. Borðið er þakið með sumarsins réttum.“ En enginn, sem nokkuð þekkir til sögu hinnar íslenzku þjóðar, fer svo um Borgarfjörð, að hinar margþættu sögu- legu minningar sem tengdar eru við fjörðinn og héraðið, orki ekki stórum á hug hans. Svo fór og mér að þessu sinni. Mér varð litið í áttina til Borgar, og mynd skáldsins stór- brotna, Egils Skallagrímssonar, sem vann úr hinum þyngstu hörmum gull hins dýpsta skáldskapar, reis fyrir hugar- sjónum mínum úr djúpi aldanna. Og auðvitað varð ég að koma 1 Reykholt. Fór ég þangað ásamt með samferðafólki mínu frá Akranesi, en Björn Jak- obsson kennari slóst með í förina frá Stóra-Kroppi og reynd- ist hinn ákjósanlegasti leiðsögumaður. Prýðilegur þótti mér Reykholtsskóli, sæmandi hinum sögufræga stað, og fer sann- arlega ágætlega á því, að slík menntastofnun á þar aðsetur sitt. Óvíða á íslandi, að sjálfu Lögbergi og Þingvöllum und- anskildum, heyrir maður vængjaþyt sögunnar yfir höfði sér jafn glöggt og í Reykholti. Að sjálfsögðu var staðnæmst við Snorralaug. Fannst mér þá sem hmn forni héraðshöfðingi og höfuðskörungur fornbókmennta vorra stæði mér við hlið og lýsing séra Matthíasar Jochumssonar á honum varð mér að lifandi veruleika: „Goðum líkur svo er sá að svip og vexti til að sjá; skeggið sítt og silfurhár sextíu bera með sér ár; ennið talar um tign og vit, tálbrögð heims og feigðarlit, meðan augim, ern og snör, eilíft kynda sálarfjör.“ En koman i Reykholt var einn þátturinn í sérstaklega at burðaríkum degi, einhverjum minnisstæðasta deginum 1 ó- gleymanlegri Islandsferð minni, því að þetta var sunnudag- inn 2. júlí, 1944. á lýðveldishátíðardegi Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu, sem haldinn var á Hvítárbökkum undir Þjóð- ólfsholti, og lá ím leið mín þangað, því að Ungmennasam- band Borgfirðinga, er að samkomuhaldinu stóð, hafði sýnt mér þá vinsemd og þann sóma að bjóða mér þangað sem gesti og ræðumanni. Er samkomustaður þessi mjög vel- í sveit settur, því að þaðan er víðfeðm útsýn alla vegu yfir hið fagra hérað, og þar sem dagurinn var heiður og hreinn, naut hin tilkomu- mikla fjallasýn sín ágætlega. Varð mér það nú ljósar heldur en áður, að ekki er ofsögum sagt af fjalladýrð Borgarfjarð- ar. Fögur þótti mér Baula, en Eiríksjökull þó aðsópsmestur og tígulegastur, og hvarf mér í hug mælsk og myndauðug lýsing hans eftir Þorskabít skáld (Þorbjörn Bjarnarson): „Þlg skreyta’ ei blóm né skrúði græna hlíð; það skraut, sem fölnar, hæfir ekki þér. I sumarblæ, í hörkum vetrarhríða, þinn höfðingssvipur aldrei breytir sér; Og dagar, vikur, ár og aldir líða, og áframhaldið fer sinn vanahring; hjá þér, með fanna silfurhárið síða, ei sýnist vera nokkur runbreyting.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.