Akranes - 01.11.1946, Síða 20

Akranes - 01.11.1946, Síða 20
123 AKRANES einir rötuðu þangað. Ekki kom það sjaldan fyrir í þessum ferðum, að moka varð út miklu af farminum, sem búið var að ná í með miklum erfiðismunum. Því ef sjór komst í beitu- farminn, þyngdist skipið mjög fljótt. Ef útlit var fyrir það var betra að létta í tíma. Mikið kuldaverk var það í frosti á jólaföstunni að kafa eftir beitu. Verða allur holdvotur og setjast svo fyrir og bíða eftir næstu fjöru, ef ekki tókst að fylla bátinn eða skipið á einni fjöru, sem sjaldan varð með næturfjöru, því ósýnt var mönnum að ná í hana í myrkrinu. Undir þeim kringum stæðum þótti mönnum gott að komast í fjós til að hlýja sér, því ekki voru höfð með sér föt til skipta. Eg held maður fengi kvef nú á tímum í slíkum leiðangrum. Eg held ég verði að segja hér eina ferðasögu af mörgum, er ég fór í beitufjöru, svo ungt fólk fái dálitla hugmynd um þá erfiðleika, sem maður hafði stundum við að stríða. Þetta var á jólaföstu 1892, að við fórum á sexæring í beicu- fjöru. Fórum við í það skiptið inn að Bjarteyjarsandi á Hval fjarðarströnd, og gekk ferðin vel inn eftir. Fórum við í fjör- una um nóttina, en þóttumst ekki hafa fengið nægan farm í skipið og biðum því hádegisfjöru daginn eftir. Það var þá ið. Við fórum á stað strax er skipið var á floti, en komumst ekki nema að Eiðsvík við Hvammshóla, og það við illan leik. ekki nema að Eiðsvík við Hvammsflóa, og það við illan leik. Annað skip komst þangað líka, (formaður Kristján á Sól- mundarhöfða). Nú urðum við að bíða fram yfir flóð yfir skipunum. Svo var tekið úr þeim nokkuð af farminum, því það þótti reyna skipin of mikið að létta ekki á þeim. Það var komið aftaka sunnan rok, og var búið um skipin eftir föngum og farið að leita sér að einhverju skýli. Kaffi fengum við hitað kl. 9—10 um kvöldið. Skiptum við okkur svo í þá kofa, sem við fundum, en allir vorum við svo blaut- ir sem frekast var hægt og vorum því fegnastir að vera kyrrir í öllum skinnklæðum. Kl, 1 um nóttina lægir vindinn, en það var um háfjöru og útgrynni mikið. Samt var reynt að setja skipin fram. Þrátt fyrir samsetning gekk þetta treglega, þar sem mikil beita var í þeim, þó nokkuð væri losað úr þeim. Var svo beitan borin í, sem losuð var áður, og tók það vitanlega sinn tíma. Lagt var af stað um kl. 3 um nóttina og var þá logn. Var þá róið sem leið liggur út hjá og svo á ská yfir og út á fjörð- inn. Þegar við komum á móts við Katanes fór að hvessa á vestan eða beint á móti, og þegar komið var á móts við Galt- arvík var alveg orðið ganglaust. Var þá það ráð tekið að „krussa“ með öllum seglum rifuðum. Þegar komið var á móts við Grafarmel var orðið nokkurn veginn bjart. Langaði okk- ur til að komast a. m. k. að Innra-Hólmi, sem ekki þótti nú löng leið, Þegar komið var móts við Innra-Hólm var aftur komið myrkur. Köstuðum við því dreka rétt út af vörinni, meðan við vorum að laga farminn, því okkur sýndist mikið brimlöður við landið, en héldum öðrum þræði að það væru ofsjónir. Áður en lagt var að landi var skipað fyrir verkum. Ekki vorum við komnir svo nærri landi að stæði, er hvert ólagið reið á okkur af öðru. Af því að mennirnir voru kjark- miklir og duglegir tókst okkur að komast út úr brimgarð- inum. Gátum ausið og lagað okkur til. Skipið frá Sólmund- arhöfða — sem ýmist var á undan okkur eða eftir — var þarna komið, er við komum út aftur. Kallaði ég til þeirra, að ekki væri viðlit að lenda. i Ekki var nú sett upp nema aftursegl og látið fara með þrí- hyrnu af því, er var yfrið nóg, þar sem kominn var mold- bylur og skafningsrok. Komumst við við illan leik að ytri Galtarvík — bæði skipin — og höfðum mokað út helmingn- um af farminum. Það, sem eftir var, bárum við upp fyrir flóðfar, — úr báðum skipunum — og settum þau hátt upp á land. Breiddum seglin þar yfir og skriðum undir, og bíða þess að sjá hvernig viðraði daginn eftir. Allir vorum við vitanlega rennblautir allan þennan tíma. Eftir róðurinn var ekki frítt við að sumir hefðu orðið fyrir afrifum. Um morguninn var velti útsynningur með snjógangi og rudda. Þegar bjart var orðið voru skinnklæðin skilin eftir og lagt af stað gangandi út á Skaga. Vorum við fegnir að komast heim úr þessum hrakningum og sögðum ferð okkar ekki slétta. Höfðum við fataskipti og sváfum af næstu nótt. Um morguninn var hann genginn til norðanáttar. Var þá lagt af stað að Galtarvík. Skipin sótt og það, sem eftir var af beitunni, og gekk nú ferðin vel heim. Margax fjöruferðir voru líkar þessari. Stundum festust skipin í ís í 6—8 klst. og var oft mildi, að ekki hlauzt af verulegt tjón. , Oft var það er leið á haustvertíð og fiskur tregðaðist hér við Akranes, að farið var í svonefnda Garðtúra, og gekk það mjög misjafnlega eftir veðráttu og fiskiríi. Það þótti langt að fara yfir þvera bugt — og var langt — frá Akranesi og suður í Garð, en þangað var ferðinni venjulega heitið. Ekki er þó suður réttnefni í þessu falli, því að segja má að það sé í vestur eftir áttavita. En ekki er alltaf gott að treysta átta- vita á þessari leið sem víðar í Faxaflóa, þar sem víða er mjög áhrifaríkt botnlag. Þessar ferðir voru oftast farnar fyrir jól, í svartasta skammdeginu, færðu oft björg í bú, en stundum tóma hrakn- inga og sama sem engan fisk. í þessum túrum var ég skemmst 36 klst., lenti hvergi og kom með hlaðna fleytu af hausuðum og slægðum fiski. — Lengst var ég aftur á móti 15 daga og kom með sama sem engan fisk. Urðum við þá oft og víða að lenda, og vorum stundum mjög hraktir. Fiskur, sem veiddist á haustin var alltaf hertur í trönum eða lofthjöllum, þangað til hann „hélt sér“ í hljaða. Beztur varð hann, ef hann fraus nýr. Verðlagið var þetta: Vætt af harðfiski, 40 kg., á móti vætt á landsvísu, sem var 10 kg., af smjöri, eða kind, sem hafði 35 kg. af kjöti og 10 merkur af mör. Þá fengust 5 aurar fyrir rauðmaga, 3 aurar fyrir grá- sleppu, en 6 kr. fyrir 100 stk., væri hún söltuð og lítið eitt þurrkuð. Þá var mönnum ekki vel við stóran skarkola, og var kallaður önglabrjótur, svo einstaka menn höfðu skora í öðrum enda goggsins (smá ífæra) til þess að þurfa hvorki að slíta hann né brjóta öngulinn, en svo var kolanum kastað útbyrðis, því enginn vildi eiga hann. Nú kveður dálítið við annan tón. Fyrir 50—60 árum datt engum í hug að selja ná- granna sínum fisk í soðið, heldur þótti sjálfsagt að láta af hendi við hann það sem honum þóknaðist eða hann taldi sig þurfa fyrir ekki neitt. Það kom fyrir í vondri veðráttu að ráið var á helgidegb sérstaklega ef þorskanet voru úti, því ef netin lágu lengi óumvitjuð, skemmdist fiskurinn. Á helgidögum var venju- legast gefinn einn hlutur af skipi til fátækra. Skipt var tveimur hlutum dauðum, sem svo var kallað, af færa- og lóðafiski, en fjórum ef net voru notuð. Þessa hluti fékk útgerðarmaðurinn fyrir skip og veiðarfæri og vai’ sízt ofhaldinn af. Mikið var oft um stórfiskavaði á þessum árum og voi'U þeim gefin ýms nöfn af þeim, sem þóttust þekkja þá. Flest- ir munu hafa reynt að halda sig í sem mestri fjarlægð frá þeim. Ég fékk eitt sinn nóg af því að vera of nærri er þeir voru í grindum sem kallað var. (Er þeir voru að eðla sig-) Við vorum að draga inn lóð og áttum erfitt um að fsera okkur án þess að skera á og skilja eftir línuna. Það var mér illa við þó ég yrði að gera það að síðustu. Stórfiskar þessir voru svo nærri skipinu, að við fengum stór áföll, og hálf' fyllti bátinn, og misstum út nokkuð af fiski. En af því eng' inn vindur var eða alda varð ekki meira tjón að, enda forð- uðum við okkur sem við frekast gátum. Ekki varð ég oftar fyrir neinum óskunda af völdum stórfiska. Frá 1880—1890 voru oft harðir vetrar með grimmdarfrost- um og mikilli hríð. Þá var „Fönix“-veðrið svonefnda, þegar póstskipið með þessu nafni komst upp á Mýrarnar. Þótti það afburða heppni, að þar hlauzt ekki af meira tjón. Þessa er

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.