Akranes - 01.11.1946, Page 21

Akranes - 01.11.1946, Page 21
AKRANES 129 getið í Héraðssögu Borgarfjarðar og því ekki þörf að rekja Það nánar hér. í þesum harðindum, eða næsta vetur, 1882, Var sent hingað til lands gjafakorn. Urðu eins og oft vill Verða deildar meiningar um skiptingu þess. Hér hafði hreppsnéfndin með hana að gera, en var talið mest verk Hallgríms hreppstjóra í Guðrúnarkoti, og fékk að launum ^argar ljótar vísur, en litlar þakkir. Ef unnið var við landvinnu, mun hún hafa verið greidd rneð 15—25 aurum um kl.tímann. Við uppskipun fengu 25 aura aðeins þeir, sem notaðir voru fyrir „bryggjur“. Þ. e. Þeir, sem allt báru í land og úr landi í bátana. Var þetta eins °g gefur að skilja eitt hið versta verk. Ekki var þá um að raeða eftir- eða næturvinnu. Sama kaup dag og nótt. Þótti mikið, og gott að fá það, sérstaklega ef borgað var í pen- úrgum. Lítið var um peninga í vösum almennings á Skaga fyrir árum. Allur fiskur var lagður inn til kaupmannsins í reikning, og svo tekið út í reikning til heimilisþarfa. Þóttu Þeir menn vel settir og sæmilega stæðir, sem gátu borgað Þrnggjöld á vorþingi. Ekki var fataþvottur leikur einn í þá daga — á vetrum. Hf frosthörkur voru lengi, var oft lítið um vatn. Þótt brunn- arnir væru djúpir, var allt vatn dregið upp úr þeim í litlum iréfötum, — sem ef mikil frost voru voru hálffullar af klaka. Hannig stóð kvenfólkið oft í djúpum snjó og hörkufrosti við úrunnana og þóttust mjög góðar ef þær fengu einhvern úarlmann til að draga fyrir sig vatnið upp úr brunnunum. Hú sjálfar stóðu þær þarna berhentar með frosin pils og illa H1 reika, meðan þær voru að skola sápuna úr þvottinum, esm þær voru með miklum erfiðismunum búnar að nudda Hmunum saman. Svo skemmtilegt sem það nú var, því þá Var ekki óalgengt að „grútarlykt“ slægi fyrir af sápunni, Sem kölluð var. Mikill munur er nú á lífi stallsystra þess- kvenna. Þvottahúsin, þvottaduftið, þurrkloftin o. fl. Þasgindi. Htjög hafa fiskigöngur hagað sér misjafnlega hér í Faxa- Hóa alla þá tíð, sem ég man eftir, og hef ég stundum lagt Þar nákvæmlega merki til. Stundum var fiskur fyrir nálega aHan tímann, ekki þó alltaf jafn ör. Fyrir 60 árum var tak- ^aðrkuð vegalengd, sem þessum smáu fleytum var róið. Var ráið til norðvesturs á vetrarvertíð, þótti það ótryggt þótt hiikið væri þá sótt á Skaga. Einni vertíð man ég eftir — var þá orðinn fullorðinn — aé ekki fékkst í soðið fyrr en á síðasta vetrardag. En þá íeugu allir „eins og borðið bar“, og upp frá því hvern dag Hl vetrarvertíðarloka. Varð sú vertíð því sæmileg vegna eilrmuna veðráttu. Ekki var þá togurunum um að kenna, Því þá sáust þeir ekki hér í flóanum. Þeir komu ekki hingað fyrr en 1896. Held ég að nútímamönnum þætti þau veiðar- ^ri, sem þeir notuðu þá, fremur óveiðileg. Einn eða tvo sá eS nota hlera fyrsta sumarið, en alla hina nota langa tré- Þómu, sem átti að hala út vörpuna. Var sú bóma höfð í Þanafæti og lásað í einn vír eftir að hanafóturinn var kom- lnu í sjó. Síðan var slakað út einum vír eftir þörfum, en Þegar veiðarfærið var tekið inn, var lásað úr er komið var a® hanafætinum og virðist það seinlegt og erfitt, og fiskað- Ist illa í þau. Þeir, sem höfðu hlerana, fengu veiðarfærin íull á nokkrum mínútum, ef þeir héldu þeim heilum. Á þessu sumri 1897 datt mér í hug að fara á stýrimanna- sEólann í Reykjavík og sjá hvernig það gengi. Ég var álitinn Hemur heppinn formaður á smábátum. Af því hélt ég að ^ér mundi ef til vill ganga sæmilega á stærri skipum líka. Hór ég á skólann eftir áeggjan Geirs Zoéga kaupmanns og Ulgerðarmanns í Reykjavík, og Markúsar Bjarnasonar skólastjóra. Réði ég mig þetta sumar á kútter „Lusty“, en ^ór svo á skólann seint um haustið til þess að losna við próf- því ég hafði engin kunnáttuvottorð nema tvær vitnis- Þurðarbækur frá bamaskólanum, sem báðar sýndu að ég hafði veið efstur af rúmlega 30 börnum þá tvo vetur. Sagði Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Björnsson. Gjaldkeri: Óðinn Geirdal. Afgr.: Unnarstíg 2, Akranesi. Kemur út mánaðarl. 12 síður. Verð 20 kr. Markús heitinn að ég hlyti því að geta eitthvað lært. Zoéga bauðst til að útvega mér þær bækur, sem með þyrfti. Fór ég með þetta á skólann og útskrifaðist þaðan um votið og var einnig þar efstur við prófið. Næsta sumar var ég stýri- maður á kútter „Sjönu“, sem Zoéga átti. Skipstjóri var Jafet. heitinn Ólafsson. Árið eftir varð ég skipstjóri á kútter „Toi- ler“ og svo áfram lengst af á kútter „Sjönu“, sem fyrr get- ur og Geir Zoéga átti. Eitt sinn eftir síðustu aldamót sat ég í góðu yfirlæti á heimili Zoéga — þá átti ég heima á Akranesi —, var ég þar tíður gestur ef ég var ekki um borð. Þetta kvöld sagði Geit mér ýmislegt frá upphaíi útgerðar sinnar. Fyrst eignaðist hann hálft tveggja manna far á móL öðr- um. Spann móðir hans í einskeftusegl á bátinn, en hann fléttaði sjálfur höfuðböndin úr hrosshári. Segldúkur kom héi ekki fyrr en nokkru eftir miðja öldina, sem leið. í Vogum suður réri Geir þessum báti og var sjálfur for- maður. Fáum árum síðar eignaðist hann áttæring, og var einnig formaður á honum. Sagðist hann hafa verið heppinn að afla. Þótti mér það ekki ólíklegt, með hans mikla ákafa og fyrirhyggju, sem mér virtist einstök á stærri útgerðinni eftir að ég kynntist honum. Hestamaður sagðist Zoéga hafa alltaf verið. Kostaði fyrsti hesturinn, sem hann eignaðist, 4 dali. Nokkru seinna keypti hann brúnan hest, er hann gaf fyrir 12 dali. Þótti það svo mikið fé í þá daga, að hesturinn fékk viðurnefnið Tólfdala- Brúnn. Árið 1865 fara þrír menn héðan á fiskisýningu, sem haldin var í Björgvin í Noregi. Þeir Geir Zoéga, Kristinn í Engey og Jón Þórðarson frá Hlíðarhúsum. Talaðist þeim svo til að reyna að kaupa skip, sem væri stærra nokkuð en verið hafði hér í notkun áður. Árangur þessarai farar var kaup á þil- skipinu „Fanney“. Kom hún hingað 1866 og var bráðum send á hákarlaveiðar. Þilskipið Reykjavík keypti hann 1873, og gat hann ekki um að neinir hafi verið þar meðeigendur. Fálkann keypti hann nokkru síðar frá Færeyjum, var hann líka einn um það skip. Þá lét hann smíða „Geir“ hákarla- skip. Matthildi keypti hann af Vogamönnum. „To Venner“ keypti hann með Jóni Ólafssyni í Hlíðarhúsum. Einnig átti hann „Margréti11, „Harald“, lítinn kútter, og „Toiler“. Árið 1897 fór Geir Zoéga til Englands og keypti 5 kúttera, sem nefndir voru „Sjana“, „Fríða“, „Jósefína“, „Sigríður“. Fyrir Th. Th. keypti hann „Harald“, sem síðar varð eign Ak- urnesinga og haldið þaðan til fiskveiða. LANGNÆTTISÞANKAR. Hugsun raskar kuldi, kíf, kvenna braskið villti mig. Því er aska allt mitt líf að ég, flaska, kyssti þig. Dulvin.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.