Akranes - 01.11.1946, Page 22

Akranes - 01.11.1946, Page 22
130 AKRANES Úr dagbókum Sveins Guðmundssonar Undir þessari fyrirsögn mun blaðið ef til vill við og við birta nokkra kafla. Sveinn Guðmundsson var mikill reglu- maður, svo sem Akurnesingum er fullkunnugt. Nærtækasta dæmið um það er dagbók hans, sem hann hefur haldið sam- fellt frá 1. jan. 1887, svo að segja án þess dagur félli úr, nema þá þegar hann var að heiman. Jafnvel þá daga hefur hann þó stundum a. m. k. dregið saman það helzta, sem hann vildi um þá sagt hafa þegar hann kemur heim. Upp- haflega virðist sem markmið Sveins með dagbókarhaldinu hafi fyrst og fremst verið að skrá veðurlag, sjóferðir og fiskirí. Eru fyrstu árin hér um bil án undantekningar um þetta eitt. Síðar kemur ýmislegt fleira, svo sem þér munuð sjá í því, sem hér verður birt. Mun það í mörgum tilfellum gefa öruggar upplýsingar um ýmislegt á þessu tímabili, þar sem nákvæmlega er getið um ár og dag. Það væri mjög gagnlegt ef fleiri „reglumenn“ hefðu Sveins sið og héldu dagbók aðeins um daginn og veginn. Því jafnvel þó hinum sömu finnist það vera næsta lítilsvirði, sem þeir skrifi nið- ur þann og þann daginn, þá getur það gefið næsta mikils- verðar upplýsingar og verið mikils virði eftir tugi eða hundruð ára. Við þökkum þann velvilja að hafa fengið aðgang að þess- um dagbókum og viljum þá lofa lesendum blaðsins að njóta af og teljum víst að þeir hafi af því mikið gaman og finni þar fróðleik.---------- „21. nóv. 1888 gerði hér aftakaveður með foráttubrimi. Við aðeins hálffallinn sjó gekk hann miklu lengra á land en elztu menn mundu. Enda brotnuðu þá mörg skip og bátar, jafnvel þau, sem búið var að „færa undan sjó“ áður. Þá braut mikið af Grenjunum. 5. marz 1889 var fundur í Görðum. 123 vildu hafa prestinn í Skaganum, 62 í Görðum. 112 vildu hafa kirkjuna í Skag- anum, en 59 í Görðum. Á hvítasunnu 9. júní 1889 blíðalogn og gott veður. Full kirkja 60—80 manns of mikið og 150 manns stóð úti. ,21. nóv. 1888 gerði hér aftakaveður með foráttubrimi. Við kirkju. M. O. og B. Þ. tónuðu. Ræða mjög góð hjá sr. Jóni. Slæmt að ganga, samt meiddist enginn. Þetta blessað ár gott. Líkl. eitt allra bezta á þessari öld. Meðalafli um allt land. Gras mikið, nýting góð og skepnuhöld í bezta lagi. Vertíð 1890 mjög rýr, 120 í hlut af þorski. Vorvertíð allgóð frá 3—1100 í hlut. 30. nóv. 1891 fór Narfi suður. Braut skip sitt og skemmdi farangur. (Þetta mun vera Narfi á Mel og hefur farið í slæmu veðri.) 12. marz 1892. Blíðalogn, réri og fékk 3 „kindur“ á skip. Þá var enginn fiskur allan marz. 24. marz 1894 er samþ. á safnaðarfundi að færa kirkjuna í Skagann. í maí 1894 stendur: Verzlun var góð við Ward. Hann seldi salt á 3,00, kol á 3,50, olíufatið á 22,00, tjörukagga á 26,00. *Hann keypti fiskinn fyrir þessar vörur og peninga og borgaði fiskinn með 34 kr. skpd. mjög blautan. 25. júlí 1894. ,.Nú fer að líta illa út með þurk á öllu. Eldi- við, töðu og fiski allt í voða.“ Þerrir kom rétt eftir að þetta er skrifað. Aðfaranótt 28. des. 1894. Ofsarok, gekk sjór langt á land upp. Tók af veginn vestur á Bakka. Skemmdi og tún, en skip sakaði lítið. Við árslok 1896. Þetta er að mörgu leyti eitt hið versta ár: 1. Jarðskjálftamir. 2. Fiskileysi. 3. Botnvörpuveiðarnar. 4. Óþurrkaár. Kláði í fé og talsverð bráðapest. 4. apríl 1898 (á skírdag) réru 5 í togara og fiskuðu allir. Björn H. 3 hleðslur, Teitur 2, aðrir eina. Allir utan Ó. G. skiptu kirkjunni einum hlut 9. Botnvörpungar búnir að flæma allan fisk í burt. 18,. maí ákaft fiskirí í botnvörpungunum. 22. maí afarafli kominn á land úr botnvörpungunum. 31. desember stendur: Bátafiskirí í Faxaflóa sama sem ekkert, nema í botnvörpungum, enda hefur það verið ákaf- lega mikið, og svo hér, að ekki hefur Akranes verið á nein- um tíma svo vel komið í efnalegu tilliti sem nú og getum við yfirleitt lýst því með ánægju yfir, að botnvörpungar hafa heldur en hitt fært oss í skyrtuna. — Verzlun hefur verið í lakasta lagi og ljótt útlit með hana. Útlendar vörur í heldur háu verði, en innlendar í lágu. Ull 45—50 aura, kjöt frá 12—16 aura. Fiskurinn var betur borgaður frá 30— 45 kr. skpd. 22. apríl 1900. Nú hef ég og Albert (Þórðarson) málað að innan alt Templarahúsið og kostar ca. 35 kr. 7.—12. apríl. Afli á botnvörpungana mjög mikill, en þess njóta aðeins fáir menn. 1.—12. júlí. Sumir fengið ákaflega mikinn afla í togurun- um og verzlun með fisk mjög góð, svo efnahagur pláss- manna hér á Akranesi er mjög góður. Hin nýja verzlun Ed- inborg hefur keypt fiskinn fyrir peninga þurran frá 50—60 kr. skpd. og saltaðan frá 8—10 aura pundið. Nú er árið 1900 að enda og vér stöndum nú á aldamótuim Það er því hentugur tími að litast um og verður þá fyrir oss að líta til baka og skoða í endurminningu liðna tímann og sjá hvað hin líðandi öld hefur fært oss fram eða aftur. Á þessari liðnu öld höfum vér fengið til viðreisnar þæg' inda og blessunar: I. Ráðgefandi þing, og svo löggj afarþing. II. Frjáls verzlunarviðskipti. III. Ýmsar menntastofnanir. IIII. Landsbanka og sparisjóðsstofnanir. V. Miklu fullkomnari spítala eða sjúkrahús og yfir þa^ heila tekið bæði margt og mikið, sem veitir oss þægindi og hagsæld. Ég leyfi mér að ganga út frá því, að með löggjafar' þingi voru sé lagður grundvöllur undir öll hin atriðin, sern ég nefndi, auk alls annars, sem hún hefur hrifið oss áfram með. Þess vegna höfum vér nú mikið að þakka þeim mönn- um, sem mest og bezt hafa unnið að því að fá löggjöfina i það horf, sem hún nú er, þótt henni þyki talsvert ábótavant- Það mætti því mikið segja um tildrög þessa máls, en ég legg ekki út í það, heldur aðeins geta þess að landið átti sannar- lega góða menn, svo sem Fjölnismenn og Félagsrita.' Maður verður að álíta, að framfaratími þessarar liðnu ald- ar byrji 1835 með framkomu Fjölnismanna, því bæði þeir og svo Félagsritamenn hafa bæði verið hvata- og stuðningS' menn að öllu hinu stórvægilegasta í breytingum þeim, sem óss hafa orðið til frama og frægðar á þessari öld. Tómas Sæmundsson ritar meðal annars ákaflega góðar og nytsamar ritgerðir viðvíkjandi landbúnaði vorum, og þótt vér fengjum ekki að njóta hans lengi, þá hefur hann óefað haft mjög stórkostlega mikil batnandi áhrif á búnaðinn og framtíðina. Konráð Gíslason lagði sérstaka stund á mál' fræðina og er víst af mörgum talinn að hafa lagt undirstöðu að voru rétta fallega hljómfagra máli íslenzkunni. Hann á því miklar þakkir skilið hvað hann 1 þessu falli lagði mikið að sér eins og oss er kunnugt eingöngu fyrir ættjörðu vora- Jónas Hallgrímsson, vort nafnfræga skáld, hefur hafið þjóðina ótrúlega hátt upp í þeirri fögru list, skáldskapnum, að hann skipar þjóðinni ef til vill á bekk með öðrum þjóð' um í þessari grein. Pétur Pétursson biskup hefur með sín- um andlegu prédikunum, hugvekjum qg bænum huggað.

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.