Akranes - 01.11.1946, Page 23
AKRANES
131
Jólin í Odda
eftir Stgr. Matthíasson lækni.
Beztu jól ævi minnar voru jólin í Odda frá því ég var á 8.
ai'inu og þar til ég var kominn á 12. árið. Þá sannfærðist ég
um að engin hátíð né neinir tyllidagar kæmust í samjöfnuð
við blessuð jólin. Samkvæmt almanakinu voru að vísu pásk-
^rnir og hvítasunnan þríheilagar hátíðir eins og jólin, en í
reyndinni fannst mér það daufar hátíðir og óeftirminnileg-
ar- Þeirra gleðiboðskap skildi ég ekki og skil ekki enn. Það
Vai> eitthvað annað um jólin, minningarhátíðina miklu, um
Jesú, fríðasta og bezta barnið, sem nokkurn tíma hafði fæðst
°g sem óx svo að viti og snilli, að hann var guðdómlegastur
ahra manna, og svo góður að hann varð ljómandi fyrirmynd
aHra í hugsun og breytni. Þess vegna varð hann tilbeðinn og
úýrkaður sem guð og settur í hásæti himnanna til hægri
h&ndar guði almáttugum. Af öllum ævmtýrum, sem faðir
^inn hafði sagt mér, var Jesúævintýrið allra bezt. Einna mest
úáðist ég að kraftaverkum hans og því hve ágætur læknir
hann var, og ekki sízt því, að djöfullinn og allir draugar
íældust í burtu hvar sem hann kom, já, jafnvel það eitt
na2gði, að nafn hans væri ákallað.
Það var fyrst er ég var kominn á 8. árið, sem ég rétt kunni
að meta hina andlegu hlið jólanna og varð hrifinn innst í
hjarta þegar jólasálmarnir voru sungnir og guðspjallið var
lesið um elskulega litla barnið, sem fæddist úti í fjárhúskofa
^nan um ær og lömb. Ég hafði þá lært að syngja jólasálm-
aua og var orðinn lagviss. Mörg versin kunni ég utan að, en
sumt skildi ég þó ekki, eins og það sem þar stóð um mein-
villa mannkind og andlegan seim, en ég kunni ekki við að
Vei’a að spyrja um slíkt, eins og ég væri kjáni og skildi ekki
^ennskt mál! Það var einstaklega gaman að geta sungið
^eð fullorðna fólkinu, en mér líkaði illa ef einhver söng
hjáróma eða þegar afi gamli brá fyrir sig gamla laginu með
rrngjum í endann.
Mikið hugsaði ég um jólasöguna alla og studdist ég þar
við biblíumyndir, sem pabbi átti og ég hafði grandgæfilega
athugað. Það var miklu skemmtilegra að skoða myndir en
að þurfa að vera að lesa langt mál um hlutina.
Ég trúði því þá, að Jesús hefði fæðst úti í fjárhúsi. En
seinna sá ég myndir, sem ótvírætt bentu til þess, að það
hefði verið í fjósi, því María lá á auðum bás með nýfætt
barnið og Jósef hafði breitt hey imdir hana. Á annarri mynd
Sa ég barnið komið í litla snotra jötu með heyi fyrir imdir-
sæng, 0g þar næst var kýr á bás og kálfur og boli á öðrum
frelsað og hafið menn á hærra andlegt stig og auk annars
tleira var hann með þeim fyrstu, sem sá hvað ofdrykkjan
hafði illt í för með sér og var bæði bindindismaður og sann-
Ur vinur. Þannig mætti marga fleiri telja af Fjölnismönnum
^eð Jón Sigurðsson í broddi fylkingar. Þessir menn ræða
rett um allt, sem landinu í framtíð gæti orðið fyrir beztu,
eri sérstaklega um stjórnfrelsi og verzlun. Þeir berjast fyrir
^ggjöfinni og að Alþingi verði sett í Reykjavík. Fram-
hvæ'mdir þeirra í ræðum og ritum fá svo miklu til vegar
homið að undrun sætir, og höfum við nú þegar rúma hálfa
°lú skorið upp sannarlega blessun fyrir dugnað Jóns Sig-
Urðssonar og fylgismanna hans í því að fá þessum stórvægi-
tegu málum komið í það horf, sem þjóðin samkv. óhrekj-
andi dæmum hefur haft stórmikið gagn af. Vér megum því
vera mjög þakklátir Jóni Sigurðsyni o g öllum þeim, sem
bannig á liðinni öld hafa unnið fósturjörð vorri með lífi og
sal sem kallað er til blessunar fyrir alda og óborna.
bás. María beygði sig yfir jötirna og brosti framan í barnið
og það brosti á móti. Svipuð þeirri mynd var upphleypt
mynd útskorin í tré og fallega máluð við hliðina á altarinu í
Oddakirkju, og þar komu vitringarnir blessaðir inn með
rausnarlegu gjafimar, gull, reykelsi og myrru, en sungu
fyrst sálm áður en þeir afhentu þær. Þetta rifjaðist upp fyr-
ir mér seinna þegar ég lærði vísur á þýzku, sem skáldið
Heine hafði ort, því þar stendur, að „boli baulaði og barnið
grét og heilögu kóngarnir simgu*. Það fannst mér angurblíð-
ur kórsöngur, og bæði andlega og veraldlega eðlilegur; en
kónga kallaði hann þá, því svo eru þeir ætíð í minnum hafð-
ir í katólskum löndum og þrettándinn er hátíðlegur haldinn
þeirra vegna. En í því sambandi gleymdi ég aldrei argvítuga
fantinum honum Heródes, sem var grimmari en nokkurt
tígrisdýr. Að hugsa sér, að þessi þorpari sendi hermenn með
beittum sverðum til að drepa alla litla drengi innan tveggja
ára aldurs og sjá svo um að Jesús kæmist ekki undan. En
þar skjátlaðist honum, þeim erkidóna, og það var auðvitað
engum meira að þakka en Jósef. Þó verð ég að segja, að af
öllum myndum að dæma þótti mér Jósef ófríður og enginn
skörungur að sjá og ég hafði í huganum margt út á hann að
setja sem ferðamann. Því þurfti hann að teyma undir Mar-
íu? Því gat hann ekki lofað henni sjálfri að halda á taum-
unum? Mér var svarað, að asnar gætu verið rammstaðir og
stundum ausið eins og íslenzkir hestar. Mér fannst samt
ekkert vit í að teyma asnann alla leið frá Betlehem til
Egyptalands og þaðan aftur til Nazaret. Ég hugsði fyrir mitt
leyti, að ég hefði heldur fengið mér tvö góð hross og sezt
sjálfur á bak og vel treyst Maríu til að stjórna sínum gæð-
ing. Því það var auðséð á öllum helgimyndum, að henni var
vel treystandi til að ríða góðum hesti og reiða barnið sitt.
Ég man líka hvað ég spekúleraði út af myndunum af vitr-
ingunum og gjöfunum, sem þeir færðu litla barninu. Gullið
kunni ég vel að meta og fannst þeir rausnarlegir kallarnir,
engu síður en Þorvaldur í Núpakoti, sem oft gaf mér fallega
peninga. Reykelsið fannst mér einnig tilvalið hvort sem væri
í fjárhúsi eða fjósi, og ég þekkti ilminn ágæta, því mamma
var vön að kveikja á reykelsisstöngum í baðstofunni, ein-
mitt á jólunum, því aldrei átti það betur við. En til hvers
var myrran? Enginn sem ég spurði vissi þaðð gjörr og það
var fyrst á mínum námsárum í Khöfn að ég lærði að þekkja
myrru ásamt öðrum lyfjaefnum. En mér fannst lítið til þess
koma, því bragðið var beiskt og ilmur ekki teljandi, og til
lækninga var það aðeins notað við kverkaskít. Gott að ég
vissi það ekki í Odda, því þá trúði ég því, að það væri jafn-
vel reykelsinu framar að öllu ágætu.
Eftir þessar mestmegnis andlegu hugleiðingar skal ég nú
minnast hinna veraldlegu gæða jólanna og þess fagnaðar,
sem þau færðu okkur bömunum í Odda ekki einasta sjálfa
jóladagana, heldur í marga daga bæði á undan og eftir.
Fyrst var nú tilhlakkið. Ógn er gott að vera bam! Aldrei
kunni maður betur að njóta ýmsra gæða fyrir fram en þá.
Og ætíð kom nýtt og nýtt tilhlakk; en ekkert var betra en
jólatilhlakkið. Það má segja að það byrjaði með fyrsta
sunnudegi í aðventu og hjá sumum jafnvel fyrr, en það örv-
aðist fyrst fyrir alvöru síðustu tvær vikurnar fyrir jól. Því
þá hófst dag frá degi hinn margvíslegi undirbúningur undir
hátíðahaldið. Hvað okkur elztu systkinin snerti var móðir
okkar sérlega fundvís á ýms verkefni handa okkur. Ég var
t.. d. montinn af að vera einn um að útvega glerbrot, í viðbót
við þorskkvarnir þær, sem fyrir voru, til að hafa fyrir pen-
inga í púkkinn. Eg leitaði uppi ræksni af brotnum leir- og
glerílátum úti í öskuhaug og gamalli safngryfju. Líkt og ég
væri að grafa eftir fornmenjum; og mér varð mikið ágengt.
Síðan settist ég við að brjóta með hamri glerin í mátulega
stóra parta. Það var vandaverk og tafðist ég nokkuð fyrir það
að elzta systir mín truflaði mig og stríddi mér á því, að ég
væri ekki verkinu vaxinn. Ég gat þó sýnt henni að þar
skjátlaðist henni, enda þakkaði móðir mín mér fyrir vel