Akranes - 01.11.1946, Side 25
AKRANES
133
ljúfa“, sem Þorlákur kallaði svo, og þar næst rúsínum og
gráfíkjum og öðru, þar á meðal döðlum sunnan úr Afríku,
Sern- enginn hafði bragðað fyrr. Allir fengu að smakka og
þótti ágætt. Margt kom fleira upp, sem ég man ekki að
nefna, en ekki gleymi ég vænni viskýflösku með skrautleg-
Urn, rauðbláum miða, áletruðum Þjóðfrelsisviský og neðan
Unúir marks konar hrós um drykkinn, allt á íslenzku. Slíkt
óafði aldrei þekkzt áður að á útlendum vínflöskum væri ís-
lenzkt nafn og meðmæli á voru móðurmáli, en þessa tízku
mnleiddi Þorlákur. Og ég þarf varla að geta þess, að flaskan
Var jólagjöf hans til föður míns, og hann varð glaður gjöf-
lnni eins og við krakkar okkar dóti. Ég man þó ekki að hon-
Urn þætti drykkurinn neitt afbragð. En flaskan tæmdist
ffjótt, því gestir komu, sem höfðu góða lyst á öllu hrífandi
Vlni.[T„Það koma frakkamenn sunnan leyti!“ sagði Sigurjón
a Laxamýri, „og bezt_að snúa upp á nokkrar dellur!“ sagði
óann við konu sína.) Þegar allir höfðu nægilega dáðst að
Sjöfunum og við börnin leikið með gullin okkar /og ólmast
Urn gólfið „hátt með hávaða og hvellu glamri" (eins og
Lröndal kvað, í grafskrift eftir valinkunnan reykvískan
borgara)//þá var næst á dagskránni, að móðir mín kvaddi til
þjónustumeyjarnar að taka til kvöldverðinn handa öllum
s°fnuðinum og færa hverjum sinn skammt — jólagraut —
Ur hrísgrjónum og nýmjók og mörgum rúsínum út í og
^hjólk út á, en þar á eftir brauð og smjör og hangiket vel til-
valið. Þetta var bezta máltíð ársins ög mátti hver borða eft-
lr lyst. En enginn át sig þó í spreng.
• Legar allir höfðu snætt lyst sína á hinum kjarngóða mat,
fórum við unglingar út, ef veður var gott, og hlupum út um
fún í tunglsljósi eða norðurljósa- og stjarnadýrð og hugsuð-
Urn til álfanna í Gammabrekku, sem við vissum að einnig
úéldu heilög jól, upp á sinn máta, eða eins og Sæm. Eyjólfs-
s°n kvað svo snjallt um í „Nú er glatt í hverjum hól“. Og
Vlð sáum í anda þeirra álfadans og kórónaðan kóng og
úrottningu og allt fínna en hjá okkur. — Svo heim, og í
Púkkið. Púkkið er skemmtilegasta spil, sem ég nokkurn
fhna hef spilað Öll önmnr spil hafa í ‘ mínum augum ætíð
Slðan verið eins og bláber hégómi og hundleiðinleg. En í
Pnkkinu fylgdist ég með af lífi og sál og gróðafíknin var af-
skapleg, þó ekki væru nema glerbrot og eintómar kvamir,
Sem ég fekk í hlut. Það voru yngri stúlkurnar og vinnu-
nrennirnir, sem tóku þátt í púkkinu með okkur elztu börn-
Unum og allir skemmtu sér. Svo fóru sumir úr og spiluðu
annað, laumu, hundvist eða marías (eiginlega mariage, sem
þýðir hjónaband) og aðrir komu og tóku við spilunum af
þeim. En eldra fólkið spilaði nólóvist. Svo var um hríð hætt
alhi spilamennsku og leikir hafðir — pantaleikur og jóla-
hikur. Það var líka undur gaman, en svo var aftur tekið
úl spilanna og við spiluðum oftast eitthvað fram yfir mið-
Ueetti. En um það leyti sem klukkan sló sín 12 slög, þá rank-
aði ég við mér og hugsaði: „Gaman væri að vera kominn út
1 mýri og vita tií, hvort sagan er sönn, að vatn allt breytist
1 vm einmitt á slaginu 12!“ Svona hugsaði ég alla tíð sem
e§ var í Odda, en aldrei fékk ég nógu gott tækifæri til að
Prófa sannleikann. En þetta stóð í þjóðsögunum og hlaut að
Vera satt. Breytingin stóð þó aðeins örstutta stund, sagði
Sagan, og þá var um að gjöra að vera kominn á staðinn og
að hafa flösku með og geta sopið á og tekið dropann með
heim. — Því miður fórst það fyrir að ég framkvæmdi þessa
Vlsindalegu rannsóknarferð.
'— Síðustu jólin mín í Odda voru, að mér fannst, allra
skemmtilegust. Það var af því, að þá komu austur til okkar
þeir ágætu frændur okkar Matthías Eggertsson og Jón Ara-
s°n, sem síðan urðu prestar og voru þá á Prestaskólanum.
^eir komu gangandi austur, vaskir og fríðir, og urðu á und-
an Einari stopp. Matthías kenndi mér og Matthildi systur
^inni að syngja ýms falleg lög, en báðir urðu í jólaleikjun-
Urn hrókar alls fagnaðar. Þeir kenndu okkur að leika máls-
úáttaleiki og ýmsar nýjungar og tilbreytni í pantaleik. Þetta
var okkur til mestu unaðssemda, en út yfir tók með „að láta
stafinn liggja fast.“ Þá var annar inni með göngustaf, en
hinn utan við dyrnar og maður þar að gæta hans að hann
ekki svikist til að horfa inn um skráargatið. Svo lagði sá,
sem inni var — það var Matti — stafinn laust á kollinn á
einhverjum og svo á næsta o. s. frv. nokkrum sinnum. Og í
hvert skipti kallaði hann: „Stafurinn liggur," svo Jón, sem
úti var, heyrði. En Jón svaraði í hvert skipti: „Láttu hann
liggja!“ En alt í einu lét Matthías stafinn liggja fast á höfði
einhvers og kallaði: „Stafurinn liggur fast!“ og spurði: „Á
hverjum?“ Þá gat Jón strax sagt: „Á litla Palla!“ en það var
bæði Litli Palli og Stóri Palli í Odda þá; báðir vinumenn. —
Svo kom Jón inn og allir undruðust, hve skarpur hann hafði
verið. Þar næst fór Matthías fram, en Jón var inni með staf-
inn. Leikurinn byrjaði á ný — stafurinn var látinn snerta
næiri alla, sem inni vóru, þar til hánn loksins sat fast, og
ekki gaf Matthías Jóni eftir í því strax að geta sagt: „Hann
liggur fastur á höfðinu á Guddu Hróbjartar!“ Og það var
satt. Allir voru stórforviða hve nærfærnir þessir lærðu stúd-
entar, Matthías og Jón, voru. Þetta væri kratfaverki líkast.
Enginn skildi samhengið í þessu fyrir^rigði. Þeir hlutu að
hafa sjötta sans og sjá í gegnum holt og hæðir. — Svo var
nú farið að hvíla sig, því suma var farið að syfja og aðrir
þurftu að hugsa um að geta vaknað um morguninn. Og menn
buðu hvor öðrum góða nótt og litli Jón var sendur fram að
loka bæjardyrunum og það gjörði hann og krossaði dyrnar
eins og ætíð var siður.
Og allir sofnuðu saddir af jólamat og kaffibrauði, og á-
nægðir yfir ágætri jólaskemmtun og jólagjöfum, og sjálfur
lagðist ég út af og bað bssnirnar mínar og þakkaði guði fyrir
allt gott, en einkum fyrir litla nýfædda Jesús.
Lengi á eftir minntist ég þessara síðustu Oddajóla minna,
sem þeirra ánægjulegustu, en jafnframt fannst mér þau hin
allra merkilegustu. Að vísu var það ekki vegna þess hve fyr-
irbrigðið með stafinn var mikil ráðgáta — stafinn, sem sat
fastur, og hin allra furðulegasta skarpskyggni að nokkur
skyldi geta sagt á hverjum — í gegnum lokaðar dyr. Því það
leið ekki á löngu að það kvisaðist milli vinnumannanna, að
þeir Jón og Matthías hefðu reyndar á undan leiknum talað
sig saman um, að þeir skyldu láta stokkinn liggja fastan —
einmitt á þeim Litla Palla og Guddu Hró — og síðan hætta
þeim leik. — „Á, svo? Þá var vandinn ekki mikill,“ sagði
maður manni, og svo gleymdist sá leikur.
En það var annað fyribrigði, sem kom fyrir einmitt þessi
sömu jól og það var svo merkilegt, að allir muna það enn,
semjpá voru í Odda og enn eru á lífi.
Stúlka var á heimilinu, sem lengi hafði legið sjúk og
; henni vildi ekki batna þó læknis væri oft vitjað og ýms ráð
höfð. Og nú á þessum jólum lá hún með óráði annað slagið,
en annars með sama slenið, svima og höfuðverk og gat ekki
reist höfuð frá kodda. Sumar nætur talaði hún mikið upp
úr svefninum og móðir mín, sem sat hjá henni, heyrði á því
hvernig henni fórust orð, að kona var að tala við hana og
sagðist heita svo og svo, sem ég ekki man, eða segjum Sig-
ríður Árnadóttir og vera álfkona. Og þessi álfkona hafði ein-
mitt þetta aðfangadagskvöld birzt eins og áður og sagði nú
sjúklingnum að í þetta skipti kæmi hún með lyf til að gefa
henni inn, svo að henni batnaði að fullu. Það gjörði nú álf-
konan og þá brá fljótt við. Sjúka stúlkan varð hressari. en
nokkru sinni þegar á kvöldið leið. Þá sagði hún móður minni
nákvæmlega frá öllu og lýsti álfkonunni greinilega og sagði
að lyfið hefði verið nokkuð beiskt á bragðið, en vel hefði
hún þó getað rennt því niður. En að því búnu sagði Sigríður
álfkona: „Þú getur gjört mér greiða á móti. Biddu prests-
frúna að gefa mér eina jólaköku, svo ég geti glatt börn og
heimilisfólk í Gammabrekku.“ Þessu lofaði sjúka stúlkan og
sagði móður minni. Móðir mín var ekki hjátrúarfull, en
flestir trúðu þá að álfar væru til. Og hún sjálfsagt líka. Hún
gekk strax inn á að gefa jólakökuna ■ (hefur líka sjálfsagt