Akranes - 01.05.1949, Síða 3
Bertelsen, Ásta Arnadóttir,
málari. málari.
r
Málning og málaraiðn á Islandi
n. GREIN
Fyrsti iðnlærði íslenzki málarinn mun
vera Páll Halldórsson, móðurfaðir Vil-
hjólms Þ. Gislasonar, skólastjóra. Páll var
sonur Halldórs bónda í Lóni i Kelduhverfi,
Ásmundssonar á Fjöllum, Pálssonar, en
móðir Halldós var Guðrún, systir Magn
úsar Ketilssonar, sýslumanns, og hennar
móðir, Guðrún, kona sr. Ketils Jónssonar,
var systir Skúla fógeta. Hin ættin kvað
öll vera úr Þingeyjarþingi og vera þar
enn. Páll var fæddur 14. október 1833, en
andaðist hinn 11. marz 1919.
Páll lærði fyrst trésmíðar hjá Lárusi
Ólafssy ni Thorarensen á Stórubrekku í
Hörgárdal og fékk þar sveinsbréf. Var við
smiðar víða, unz hann fór til Danmerkur
1860/61, var 2 ár erlendis, lærði málara-
iðn í Kaupmannahöfn og var einnig um
skeið á Borgundarhólmi, lagði einkum
stund á að læra ýmsa nýja trémálningu
og flutti heim hingað margar nýjungar í
þessum efnum, eikarmálningu og ýmsa
skrautmálningu,' sem þá vakti hér mikla
athygli. Það er haft eftir Þórhalli biskupi,
sem var unglingur í föðurgarði, þegar
Páll málaði Laufáskirkju, að mikið hafi
þótt koma til þess verks þá.
Páll var við húsa- og kirkjusmíðar víða
eftir að hann kom heim og málaði einnig
víða. Hann var fyrst hjá Grönvald „fakt
or“ á Vopnafirði, síðan þrjú ár á Húsavik
hjá Schou faktor, fór síðan suður að Kiða-
bergi í Grímsnesi til Þorsteins kanselli-
ráðs (1869). Þar kvæntist hann (1871),
Ingibjörgu Þorvaldsdóttur (frá Framnesi
í Skagafirði). Þau fluttust siðan til Hafnar-
fjarðar, þaðan að Görðum á Álftanesi og
voru þar í 19 ár, en síðan í Reykjavik.
Páll fór á þessum árum víða til smíða
og málunar. Eyvindur Árnason hefur sagt,
að um langt skeið hafi þeir Páll og Jakob
Sveinsson verið beztir smiðir hér.
Páll smíðaði einnig talsvert af vönduð-
um húsgögnum úr mahogni m. a., talsvert
af skrifborðum og skápum og fleiri grip-
um og póleraði og málaði ýmsum trélitum.
Margt af þessu ei enn til og á því vandað
handbragð.
Meðal kirkna, sem Páll málaði, voru
kirkjurnar í Laufási, á Grenjustað, á Sval-
barði, í Görðum, á Búrfelli og á allmörg-
um stöðum á Austurlandi.
Jón biskup Helgason segir á einum stað
í Reykjavíkurminningum frá uppvaxtar-
árum sínum, að „vildu menn fá vel mál-
aðar hurðir eða stofu„panela“ i hýbýlum
sinum, þá var reynt að ná í Pál Halldórs-
son snikkara í Görðum, sem talinn var
skara fram úr öðrum i þeirri iðn, svo vel
sem honum þótti leika i hendi pensillinn,
þegar um eikar- að mahognimálningu var
að ræða.“ („Þeir, sem settu svip á bæ-
inn, “ bls. 57).
Páll mun vera fyrsti Íslendingurinn,
sem stundaði sérnám erlendis i iðngrein
sinni, málun, einkum innanhúss og hús-
gagnamálun.
Af öðrum sem lærðu eða kynntu sér
málun erlendis, var Helgi Helgason, tón-
skáld, (þar með oðrun). Er mér sagt, að
hann hafi m. a. málað Kvennaskólahúsið.
sem byggt var 1878, og hafði hann oðrað
AKRANES
VIII. árg. — maí-júní 1949 — 5.-6. tbl.
Úlgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
'Xfgreiðsla: Miðteig 2, Akranesi.
PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H.F.
þar allar hurðir. Til þess ekki vitnaðist
um aðferð hans við oðrunina, er sagt að
hann hafi lokað að sér, meðan oðrunin
fór fram.
Ennfremur sigldi Einar Pálsson snikk-
ari, (bróðir sr. Eggerts á Breiðabólstað) á
teikniskóla i Kaupmannahöfn, og til að
læra málun. Sömuleiðis Stefán Jónsson
bóndi á Kagaðarhóli i Húnavatnssýslu.:
Mun hann hafa málað mikið eftir heim-
komuna frá Höfn og þótt ágætur málari.
Enn má nefna Pál nokkurn Jónsson í
Stafni í Reykjavík. (Það hús stóð þar sem
nú er stórhýsi Haraldar Árnasonar við
Ingólfsstræti 5). Páll var útlærður snikk-
ari frá Jakob Sveinssyni, en málaði frein-
ur en smiðaði.
Um og eftir síðustu aldamót fjölgar iðn-
lærðum málurum. Einn af þeim fyrstu
mun vera Lauritz G. Jörgensen, sem lærði
málun bæði í Danmörku og í Ameríku og
settist hér að um 1900. Hjá honum mun
Einar Gíslason málarameistari hafa lært
o. fl.. J. Lange, félagi L. C. Jörgensens,
Jón Reykdal og Engilbert Gíslason lærðu
allir í Danmörku. Helgi Guðmundsson
málarameistari mun hins vegar hafa lært
í Stafangri, og setzt að í Reykjavík um
1906. Um svipað leyti mun Einar Jónsson,
,,málari“ hafa flutt til Reykjavíkur. Hann
hafði lært i Danmörku, en hann hefur
einnig nokkuð fengizt við listmálun. Eftir
þetta fjölgar málurum ört, og verður
þeirra nokkru nánar getið hér síðar í sam-
bandi við Málarameistarafél. Reykjavikur.
Danskur málari skipar hér virÓulegan sess.
Margir miðaldra menn munu hafa
heyrt getið um Bertelsen málara. Hann
hét fullu nafni Nicolai Sophus Bertelsen,
fæddur í Kaupmannahöfn 16. apríl 1855.
Hann nam þar málaraiðn og hafði sveins-
bréf sem vagnamálari. Þegar hann hafði
lokið námi og herskyldu í föðurlandi sínu,
greip hann þrá til að skoða sig um í heim-
inum. Því lét hann skrá sig sem „ung-
mand“ á skonnortu, sem „Jóhanne“ hét,
en ferðinni var heitið til Englands til að
byrja með. Ekki varð hann lengi á þessu
skipi, heldur ýmsum öðrum. En réttum
tveimur árum síðar, hinn 28. marz 1879
er hann skráður á skipið Marie Christine,
er fór þá fyrst til Riga, en síðan til íslands,
AKRANES
5i