Akranes - 01.05.1949, Side 4
og er afskráður af skípínu í Reykjavík 22.
júní þetta sama ár 1879. Eftirfarandi at-
vik greinir frá tilefni þess, að hann er af-
skráður hér, en það verður til þess að
hann sezt hér að fyrir fullt og allt.
1 þessari ferð skipsins, var skipstjórinn
staddur í verzlunarbúð Smiths kaupmanns
í Hafnarstræti. Berst þá í tal milli kaup-
manns og skipstjóra, naðsyn á því að mála
búðina, en kaupmaður telur öll tormerki
á þvi að fá hér hæfan mann til þeirra
hluta. Telur skipstjóri hugsanlegt að fljót-
lega megi bæta úr þessu, því að á skipi
sínu sé einmitt útlærður, efnilegur málari.
Því aðeins gæti þetta þó orðið, að Smith
kaupmaður útvegaði honum mann á
skipið í staðinn. Þessi maður var fyrr-
nefndur Bertelsen, málari. Tókust samn-
ingar um þetta og var hann þar með af-
skráður, eins og fyrr segir.
Fyrsta húsið, sem Bertelsen málaði hér
á landi, og mun hafa verið málað að utan
og innan hér í Reykjavík, var svokallað
Smiths-hús, sem áður átti og lét byggja
(1839) hinn gagnmerki bæjarfógeti Stef-
án Gunnlaugsson. Þetta sama hús eign-
aðist síðar Guðmundur Björnsson, land-
lækir. Það er nú í eigu íslenzka ríkisins,
og svo þurfandi fyrir málningu, að vaía-
samt er, að Bertelsen eða Þorsteinn málari
liggi rólegir i gröfum símnn yfir slíkri
vanhirðu.
Þess varð fljótt vart, að Bertelsen var
óvenjulega listrænn og duglegur málari,
enda varð hann fljótt eftirsóttur. Má hik-
laust fullyrða, að hann hafi markað tíma-
mót í íslenzkri málaraiðn með eigin verk-
um og ágætri kennslu, því að margir lærðu
hjá honum.
Þetta sama ár, sem Bertelsen ber hér
að garði, fór fram gagngerð aðgerð á dóm-
kirkjunni utan og innan. Hafði hinn
kunni smiður og ágætismaður Jakob
Sveinsson tekið að sér verkið. En hann
fékk aftur danskan steinsmið, Lyders að
nafni til þess að sjá um múrverkið. (Lyd-
ers þessi var við byggingu Reykjanesvit-
ans 1878). Þeir Jakob komu sér hins vegar
ekki saman um, hvernig vinna ætti verkið,
og fór Lyders því frá því. Þá var traustið
ekki mikið á innlendum iðnaðarmönnum,
því þegar svo var komið, krefjast tveir
merkir borgarar bæjarins, að verkið verði
algerlega stöðvað, þar sem erlenda fag-
menn vanti til að vinna verkið eða standa
fyrir því. Er þetta kært til þáverandi bæj-
arfógeta E. Th. Jónassen og þess krafizt,
að hann stöðvi vinnuna. Var verkbann,
sett, en leystist fljótlega með sam'komulagi
um að fá múrarameistara frá Dan-
mörku. En þar sem Bertelsen var þegar
búinn að sina starfshæfni sína með máln-
ingunni á Smiths-húsi, var hann þegar
ráðinn til að taka að sér málningu á kirkj-
unni. Má því ef til vill segja, að Bertelsen
hafi átt nokkurn þátt í að verkbannið
leystist svo fljótt sem raun varð á. Máln-
ing Bertelsens á kirkjunni þótti falleg og
vönduð.
Annað stórverkið, sem Bertelsen tók að
sér, var lika við virðulegt hús. Það var
málningin á Alþingishúsinu að innan.
Enda þótt húsið hafi síðan verið málað,
mun t. d. skipun lita og litarvali vera að
mestu haldið enn á deildarsölum.
Bertlsen málaði ekki aðeins mikið í
Reykjavik, heldur og viða úti um land,
sérstaklega kirkjur. Þ. á m. Kálfatjarnar-
kirkju, Útskálakirkju, Akraneskirkju,
Stokkseyrarkirkj u, Eyrarbakkakirk j u,
Stykkishólmskirkju og víðar.
Bertlsen hefur áreiðanlega verið lista-
maður í iðn sinni. Mun ég t. d. lengi minn-
ast hins óviðjafnanlega handbragðs hans á
Akraneskirkju, en það fannst mér og öðr-
um bera af öllu því, er ég hafði séð málað.
— Hvað rósirnar neðanvert við loft og
hvelfingu voru listilega dregnar með fall-
egum, ófölnuðum lit og órjúfanlegu sam-
ræmi.
' LFpp í eystri gafl hvelfingarinn málaði
Bertlesen skip með rá og reiða, (ekki segl
um) og sást á hlið skipsins. Ekki vissi ég'
til, að nokkur maður er sá þetta, efaðist
um að þetta væri líkan af skipi, en það
ekki málað á gaflinn. Svo snilldarlega var
þetta gert, að eftir 30 ár, fannst manni
skipið laust við vegginn, og litirnir eins
skýrir og fagrir sem málað hafi verið
daginn áður. Enn get ég ekki gleymt
þeirri heimsku að láta það henda, að mála
yfir þetta furðulega listaverk Bertelsens
í Akraneskirkju.
Eins og áður er sagt, settist JJertelsen
hér að fyrir fullt og allt. Hann kvæntist
islenzkri konu, er Jórunn hét Jónsdóttir.
Eignuðust þau mörg börn; verður hér
síðar minnzt á eitt þeirra, Ragnheiði, sem
ung málaði með föður sínum, en nam sið-
ar húsgagnasmíð.
Til gamans má geta þess, að í eigu mál-
arameistarafélags Reykjavíkur er sjóferða-
bók Bertelsens málara.
Mest af upplýsingum i sambandi við
Bertelsen, hafa þeir látið mér í té, Jökull
Pétursson, málarameistari og Sigurður
Halldórsson, húsasmíðameistari i Reykja-
vík, og einnig ýmislegt fleira í þessu sam-
bandi.
Fyrsti kvenmálarameistari í heimi?
Saga íslenzku þjóðarinnar frá upphafi
er um margt merkilegt. Er þáttur kvenna
þar ekki síðri en karla, þótt minna hafi
verið af látið og í letur fært. Enda hafa
þær löngum unnið störf sín í kyrrþey, eins
og þeim er lagið, sem vanda verkin án til-
lits til lofs eða launa. Allt frá landnámi
lslands hafa konur margvíslega sýnt gáfur
og göfgi, kjark og dugnað, leiftrandi lista-
smekk, metnað og manndóm, sem lifa mun
meðan íslenzk tunga er töluð. Þær hafa
enn sýnt þetta margvíslega og áþreifan-
lega með vorri kynslóð, enda mun öllum
beztu eðliskostum íslenzku þjóðarinnar
fljótt verða hætta búin, ef þær halda ekki
uppi — hér eftir sem hingað til — heiðri
formæðra sinna og beztu eiginleikum.
Þar sem verið er að ræða um málningu
og málaraiðn á landi hér, væri óviðeigandi
að geta að engu eða gleyma fyrsta kven-
málarameistaranum, því fremur, sem lík-
legt má telja að hún sé jafnframt fyrsti
kvenmálarameistari í heimi.
Það hlýtur að vera eitthvað spunnið í
unga stúlku, sem skömmu eftir síðustu
aldamót leggur út í langt sémám algerlega
févana, sem sennilegast er, að engin kona
í heiminum hafi þá enn látið sér detta í
hug, að nema. Þessi kona var Ásta Árna-
dóttir frá Narfakoti í Njarðvíkum. (Ásta
er systir Magnúsar Árnasonar málara og
Ársæls bókbandsmeistara og þeirra syst-
kina).
Árið 1903 lagði hún leið sína til Jóns
Reykdal málarameistara í Reykjavík og
bað hann að kenna sér. Þótti Jóni þetta
nýstárlegt uppátæki. Ætlaði ekki að trúa
sínum augum og eyrum, lét þó til leiðast,
þó að hann skildi ekki, hvað hún, hven-
maðurinn, hefði að gera með að læra að
mála. Fyrsta húsið, sem Ásta málaði, var
Ingólfshvoll i Reykjavík. Hún var ekki
lengi hjá Jóni Reykdal, en fór til Bertel-
sens og var hjá honum við nám i þrjú ár.
Ekki lét Ásta sér nægja innlendan lær-
dóm og réðst nú í að fara til Kaupmanna-
hafnar til að fullnuma sig í iðninni, þótt
peningarnir væru af skornum skammti
og kunnátta i dönsku lítill.
Þá höfðu konur enn ekki aðgang að hand-
iðnaskólanum í Höfn. Varð Ásta því að
kaupa sér einkakennslu til að geta lokið
þar sveinsprófi. Það tók hún í Kaupmanna-
höfn vorið 1907. Þá héldu 70 sveinar sýn-
ingu i Ráðhúsi borgarirmar. Var Ásta vit-
anlega eini kvenmaðurinn, sem þar sýndi.
Á þessari sýningu hlaut hún bronce-medal-
iu fyrir prófsmíð sina. Einnig fékk hún
leyfi til að ganga á teikniskóla. Eftir þetta
stóð handiðnaskólinn opinn konum jafnt
sem körlum. Ef til vill fyrir tilverknað
þessarar íslenzku „kvenhetju.“
Enn ekki ánœgö.
Vorið 1908 var lítið um vinnu í Khöfn,
og var Ástu ráðlagt að leita heim. Nei,
í stað þess leggur hún leið sína til Ham-
borgar, algerlega févana eins og fyrr og
kunni ekki orð i þýzkri tungu. Þar fékk
hún fljótlega vinnu og lauk þar meistara-
prófi i iðninni 1910. Hún kunni vel við
sig i Þýzkalandi og dvaldi þar m. a. i
Berlin og Dresden. Frá Þýzkalandi hélt
Ásta svo heim til gamla landsins og vann
þar að málun um næstu 10 ár. Hún var
einnig fyrsta konan í Þýzkalandi, sem þar
lauk meistaraprófi.
52
A K R A N E S